Mikið væri nú gott ...

... að fá oftar svona fréttir. Þetta er klárlega frétt af mjög alvarlegu slysi sem ekki varð. Beltin bjarga - ef þetta er ekki sönnun hvað þarf þá til?
mbl.is Veltu bílnum við Akureyri – allir sluppu ómeiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þarna fór svona vel. Þetta slys vekur annars athygli á því sem hlýtur að vera stærsti öryggisgalli íslenskra vega án þess að um það sé mikið talað, þ.e. stórhættulegt umhverfi þeirra. Svona framræsluskurðir örfáum metrum frá slitlaginu eru stórhættulegir og eiga ekki að þekkjast við fjölfarna vegi.

BS (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Laukrétt BS. En þangað til við erum búin að fylla upp í alla skurði, fjarlægja öll stórgrýti frá vegunum, laga alla fláa, laga allar tengiingar inn á vegi og setja vegrið þar sem slíkt er nauðsynlegt, þá skulum við spenna beltin.

ps það er reyndar talsvert talað um þetta umhverfi og vond áhrif þess á umferðaróhöpp á þessari síðu. Enn meira er um það talað hjá FÍB. Þökk sé FIA sem hefur tekist að vekja athygli WHO á málinu http://www.who.int/roadsafety/projects/manuals/en/index.html

Birgir Þór Bragason, 29.4.2010 kl. 10:57

3 identicon

Sæll Birgir já það var mikil mildi að þarna varð ekki stór slys vegna þess að niður i skurðbotninn eru milli 4-5 metrar og sennilega hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum hefðu stúlkurnar ekki verið i beltum og þetta sýnir að Beltin Bjarga 

þorgeir Baldursson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:18

4 identicon

Sælir herrar.

Það hafa verið miklar vangaveltur hjá ungmennunum sem lentu í þessari veltu hvað ef bílinn hefði nú farið svona eða hinsegin. Þau vilja helst af öllu láta nota þetta dæmi um hve mikilvæg beltin eru, því þau björguðu fimm mannslífum. Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband