Mistök!

Umferð, til og frá Íslandi að Leyfsstöð, á ekki að fara í hringtorg í Reykjanesbæ. Það á að safna saman tengingum í ein mislæg gatnamót. Kostnaður er meiri já, en þessi gatnamót verða þarna lengi lengi.
mbl.is Hringtorg við Grænás boðið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Birgir þetta verður hringtorg númer 2 á leiðinni að Leifsstöð en það er orðið nauðsynlegt að bæta úr málum þarna. Að vísu verða slys þarna eingöngu vegna þess að fólk ekur ekki á löglegum hraða og virðir ekki stöðvunarskyldu sem þarna er. Að geta ekið þarna inn á þjóðveginn og sjá ekki olíubíl sem kemur aðvífandi er eiginlega ekki fyrirgefanlegt, en einn slíkur árekstur varð þarna fyrir ca. ári síðan.

Gísli Sigurðsson, 29.4.2010 kl. 22:45

2 identicon

Gísli, það er einmitt tilgangurinn með mislægum gatnamótum að það sé auðveldara að ferðast um gatnamótin og sjá þá umferð sem skiptir máli eftir því úr hvaða átt þú kemur og hvert þú ætlar. Vissulega getur hraðakstur á þessum vegarkafla verið vandamál en ég sé ekki að það vandamál verði leyst með því að setja upp annað hringtorg þarna.

Það að það sé hringtorg uppi á heiðinni þar sem hægt er að komast út í Sandgerði er ekki rökstuðningur fyrir því að það sé heppilegasta umferðarmannvirki sem völ er á þar sem búast má við mikilli umferð, sér í lagi þegar þau eru hönnuð upp á íslenska mátann þar sem reynt er að hafa þau svo lítil að þau anna lítilli umferð og oftast sett eitthvað dót á miðjuna á þeim svo ekki sést hvaða önnur umferð er í torginu og gerir því rökin um að sjá aðvífandi umferð að litlu.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:56

3 identicon

Það væri álíka gáfulegt að safna allri umferð úr Reykjanesbæ í ein gatnamót og að hleypa Reykvíkingum frá tjörn og upp í Elliðaár inn á Miklubraut á einum stað, svona til að koma þessu í landfræðilegt samhengi.

Hrannar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það á að loka gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar. Líka Reykjanesbrautar og Víkurvegar og líka Reykjanesbrautar og Seyjubrautar. Það á að nýta mislæg gatnamót við gömlu kartbrautina og það á að byggja mislæg gatnamót við Grænás. Þannig yrði tenging Reykjanesbrautar (sem ætti að vera hraðbraut) og Reykjanesbæjar tiltölulega örugg og góð.

Hrannar, þetta fjallar um umferðaröryggi en ekki um landfræðilegt samhengi :)

Birgir Þór Bragason, 30.4.2010 kl. 06:25

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ps það ætti líka að loka gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallarvegar og Reykjanesbrautar og Aðalgötu.

Birgir Þór Bragason, 30.4.2010 kl. 06:31

6 identicon

Það er einmitt málið. Það er afspyrnu heimskulegt að færa alla traffíkina inn í bæinn. Mönnum hættir til að ofmeta traffíkina í Leifstöð. Það er 15.000 mann pláss hérna sjáðu...

hrannar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta 15.000 manna pláss muna bara njóta öryggisins ef tengingum inn á Reykjanesbrautinni verður fækkað og gerðar um leið öruggar.

Birgir Þór Bragason, 30.4.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband