Er þetta rétt niðurstaða?

Upphaf þessa umferðaróhapps má eflaust rekja til hjartaáfallsins. Afleiðingarnar og slysið má þó alveg örugglega skrifa á fáránlegan frágang við þessa götu. Það að bifreið komist hindrunarlaust yfir á akreinar með annari akstursstefnu er hin raunverulega ástæða umferðarslyssins.

Afleiðingarnar skrifast því á þá sem bera ábyrgð á því að þarna skuli ekki vera vegrið. Þeir ábyrgu ættu að fá sér aðra vinnu.

ps. ekkert hefur verið gert til þess að þetta gerist ekki aftur. Hver er ábyrgur?  


mbl.is Ökumaður fékk hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta hefði verið Ráðherra eða Alþingismaður, þá væri búið að setja vegrið.

kv.forvitinn.

forvitinn (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 12:59

2 identicon

Takk Birgir.

Nákvæmlega hittirðu naglann á höfuðið.

Í raun þyrfti ekki annað en grófa grús, rudda í 40-50 cm kant í stað grasbalans.

Önnur útfærsla væri að skera torf í V þannig að bíll sem "álpast yfir" leggst í raun í rólegheitum á hliðina.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:02

3 identicon

Það er ekkert að þessum vegi þarna. Þetta er ekki hraðbraut og það er afar ólíklegt að slys sem þetta eigi sér stað. Ef að fólk virðir hámarkshraða á götum úti minnka líkurnar á banaslysum mikið.

Þessi umræða minnir mig á vitleysuna sem varð í kjölfarið að það fór bíll út í Hólmsá hér um árið. Það var líka slæmt slys. Í kjölfarið var sett vegrið á einhverjum 100 metra kafla í kringum ána. Ekki að það skipti máli því að það eru einhverjar þúsundir aðrar sprænur sem að fólk getur velt bílum sínum út í, þrátt fyrir þetta eina vegrið. Þetta er bara spurning um tölfræði.

Kristinn (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kristinn á hverju byggir þú þessi orð þín að ekkert sé að þessum vegi þarna?

Birgir Þór Bragason, 13.7.2010 kl. 16:22

5 identicon

Þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað, þurfa menn að skoða allan ferilinn.  Það er sjálfsagt rétt, að upphaf þessarar hörmulegu atburðarásar var sú, að ökumaður fékk hjartaáfall.  Ef öryggismál hefðu verið í lagi á þessum kafla eru allar líkur á því, að þetta hefði orðið minniháttar umferðaróhapp og viðkomandi fengið aðhlynningu samkvæmt því og þá væntanlega vegna hjartaáfallsins.  Niðurstaðan varð hinsvegar sú, að úr varð stórslys, sem kostaði alltof marga lífið.

Það var vitað að þessi geil á milli akreinanna á Hafnarfjarðarvegi var barn síns tíma og stórhættuleg.  Engar þjóðir sem ég þekki til hafa svona milli akreina.  Fyrir löngu síðan prófuðu menn erlendis að hafa bil milli akreina, en þá var það ávalt slétt.  Meira að segja það virkaði ekki, jafnvel þó fjarlægðin á milli væri yfir 20 metrar.  Það eina sem virkar eru viðurkennd vegrið af einhverri gerð.  

Vinna við úrbætur á Hafnarfjarðarveginum voru komar í gang og vegrið nýlega sett upp milli akreina við Kópavogslækin.  Vegna fjárskorts var ekki farið lengra í það skiptið, því miður.  Í fyrra var síðan sett vegrið á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og það hefur sannað gildi sitt amk. tvisvar.  Framkvæmdir við uppsetning vegriðs frá Kópavogslæk, yfir Arnarneshæð og til Garðabæjar eru um það bil að hefjast, eftir því sem ég kemst næst.

Stóra málið er, að það þarf að setja vegrið á milli akreina á öllum stóru stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins, þar sem leyfður hraði er meira en 60 km/klst.  Það þýðir öll Miklabrautin, Hringbraut, Kringlumýrarbraut, Vesturlandsvegur, Reykjanesbraut o.fl. stofnbrautir.   Flestar þessar götur hafa stórhættulegar teinagirðingar á miðeyjunni, sem veita ekkert öryggi og hafa slasað fjölda fólks.  Annarstaðar eru geilar eins og á Arnarneshæð, brúarstólpar, skiltabrýr o.s.frv.  Meira að segja nýjasti vegurinn og sá fjölfarnasti í grend við höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbrautin til Keflavíkurflugvallar, er með svona geil á milli akreina og stórhættulega ljósastaura, sem ekki eru af viðurkenndri gerð meðfram öðrumegin, alla leiðina til Reykanesbæjar.

Úrbætur í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, þar með talið öryggismál, hafa verið látin sitja á hakanum í áraraðir.  Þar er umferðin mest, slysin flest og afleiðingarnar alvarlegastar, svo ekki sé minnst á sparnaðin sem alvöru umferðarmannvirki hafa fyrir samfélagið. 

Göng í gegnum afdalafjöll eru látin ganga fyrir.  Öryggi, hagkvæmni, afköst og skynsemi er nokkuð sem ekki er haft í fyrirrúmi við ákvarðanir í samgöngumálum á Íslandi,  allavega ekki hingað til.  Það þarf að breytast.  Aðrar þjóðr eru fyrir löngu búnar að uppgötva það.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 17:42

6 identicon

Ábyrg ábyrgð ábyrgð, hver ber ábyrgð? Hvar á að byrja? Er það vegurinn, er það aksturslag fólks, er það ástand ökumanns sem í hlut á, blessuð sé minning hans? Lögreglan segir að rekja megi ástæður slyssins til ástands ökumanns sem ók suður Hafnarfjarðarveg -- en hvert var ástand hans -- mér er sagt að hjartaáfallið hafi verið afleiðing ástands hans sem var líkamleg fötlun eftir heilablóðfall fyrir 7 árum síðan -- hann ók um götur bæjarins á sérútbúnum bíl fyrir fatlaða -- hver ber ábyrgð? hvar eigum við að byrja? Væri ekki nær að byrja á kerfinu og spyrja sig hvernig getur, ef satt reynist, að líkamlega vanhæfur einstaklingur með þekkta sjúkrasögu er treyst til að stjórna ökutæki við mjög lélegar íslenskar aðstæður -- hversu mörg svona slys má einmitt rekja til slíkra þátta og við látum eins og ekkert sé -- við leyfum ekki einstakling að stjórna ökutæki fyrr en við vissan aldur, afhverju gildir ekki það sama á hinum endanum? Myndi fatlaður einstaklingur með þekkta sögu um heilablóðfall fá að stýra flugvél eða bát? Ég efa það. Ekki meira í bili.

Þórarinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 18:04

7 identicon

En allir peningarnir sem innheimtast sem eiga að fara í gatnakerfið og tilheyrandi.

Er ekki 70% skattur af eldsneytisverði. + Bifreiðagjöld. 

Reynir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 19:15

8 identicon

sammála Þórarni með flugvélarnar

Karpi (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 19:41

9 identicon

Þið gleymið aðal atriðinu.  Við sem skattgreiðendur og þegnar í þessu svo kallaðri landi, Ísland.  Eigum rétt á að allt sé gert til þess að tryggja öryggi okkar.

Rabbi (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:25

10 identicon

Birgir,

Ég byggi orð mín að ofan á áratugalangri reynslu af þessum vegi og mörgum öðrum vegum. Það er engin ástæða til að pakka mannkyninu inn í bómull til þess eins að mannkynið geti sleppt því að fara varlega. Slys eiga sér stað, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Bloggarar fara nú offörum í að bera saman aðstæður á Íslandi og í öðrum löndum. Þar sem að þetta er nú moggabloggið og bloggarar hér taka almennt töluvert mark á slúðri og öðrum ótraustum heimildum, þá þykir mér við hæfi að vísa á wikipedia sem heimild um það að ástandið sé ekki jafn slæmt hér og fólk vill láta líta út fyrir.

Wikipedia: Banaslys m.v. íbúafjölda

Kristinn (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 08:54

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kristinn, hvert er slúðrið í þessari færslu?

Sennilega er þessi linkur á Wikipedia ágætur. Sennilega eru til aðrar síður sem sýna hvar við stöndum varðandi ungbarnadauða og banaslysum tengdu vatni. Þar erum við sennilega í fremstu röð. Þar vil ég líka hafa umferðarmál Íslands.

Það gerist ekki með þínu hugarfari né með þinni tölfræði.

Birgir Þór Bragason, 14.7.2010 kl. 09:49

12 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Hvernig er það, ættum við þá ekki að sleppa því líka að nota öryggisbelti og -hjálma? "Það er engin ástæða til að pakka mannkyninu inn í bómull til þess eins að mannkynið geti sleppt því að fara varlega"  ??  Ok, samkvæmt því ætti að duga fyrir drengina mína að sleppa reiðhjólahjálmum og fara bara varlega? Sömuleiðis með öryggisbeltin? Af hverju að gera slíkar varúðarráðstafanir ef allir lofa að fara varlega?

Ég er ekki viss um að leigubílstjórinn eða farþegi hans hefðu verið alveg sammála þessari speki. Það kemur t.d. hvergi fram að hann hafi keyrt óvarlega?

Hrund Traustadóttir, 14.7.2010 kl. 12:59

13 identicon

"Göng í gegnum afdalafjöll eru látin ganga fyrir"

-Ólafur Guðmundsson

Það búa ekki allir í borginni Ólafur!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 16:14

14 Smámynd: Engilbert Gíslason

Ágæti Birgir.

Takk fyrir athugasemdir þínar.  Ökumaður fær hjartaáfall undir stýri, ekkert kemur fram um líkamlegt ástand og hvort ekki hafi þarna verið einstaklingur undir stýri sem löngu hefði átt að vera búið að neita um framlengingu ökuleyfis.  Ég er smeykur um að margur maðurinn sé hér á ferð sem ekki ætti að vera undir stýri.   Það er hart að þurfa að segja þetta en verður samt að gerast og ekki gert til að særa nokkurn mann.

Engilbert Gíslason, 14.7.2010 kl. 18:38

15 identicon

Kristinn, væri þá ekki bara betra fyrir þig að flytja til kína eða annarra landa þar sem mannslíf eru ekki neins virði og menn samþykkja "slys" sem eðlilegan hluta lífsins. Fyrir ca 100 árum síðan þá hófst umræða um það hér á landi að það væri óásættanlegt að það væru svona mörg banaslys á sjó á Íslandi, núna er árangur sá að banaslysum á sjó hefur stórlega fækkað og hafa verið ár án banaslysa á sjó. Því miður þá eru allt of margir sem álíta að "slys" séu ásættanlegur fórnarkostnaður þess að lifa, en það er bara ekki þannig. Það er ekkert til sem getur sagt að banaslys séu eðlileg þau eru alltaf óeðlileg einfaldlega vegna þess að það er alltaf eitthvað sem hefur farið úrskeðis. Það sem hinsvegar vantar allt of oft í okkar ágæta samfélag er það sem hér er verið að benda á og það er að grunnorsakir eru skoðaðar og komið í veg fyrir endurtekningu á slysinu, á sama stað og á öðrum stöðum þar sem svipaðar aðstæður eru fyrir hendi.

Brynjar (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband