Hraðaaukning 80 í 120

Hún er merkileg skýring ökumannsins á hraðanum. Þarna er hámarkshraðinn 80 km/kls. Á þeim hraða fer bifreiðin um það bil 20 metra á hverri sekúndu. Ef gert er ráð fyrir að ökumaðurinn hafi verið í eðlilegum akstri í 5. gír á 80, og skýringin sannleikanum samkvæm, þá tekur það að lágmarki 10 sek að auka hraðann í 130 km/kls. Það er að segja ef bifreiðin er mjög aflmikil. Millistór fólksbíll með 120 hestafla vél er um það bil 15 sek að auka hraðann úr 80 í 120 í fimmta gír. En áfram með hugleiðinguna. Meðahraði bifreiðarinnar á meðan á hraðaaukningunni stóð er um 100 km /kls. það gera 25 metra á sekúndu. Á 10 sekúndum fór bifreiðin sem sagt 250 mertra og það á meðan ökumaðurinn var ekki að fylgjast með umferðinni því hann var að leita að símanum sínum. Niðurstaðan er því sú að hann ók fjórðung úr kílómetra án þess að horfa á veginn eða aðra umferð. Ætli það teljist ekki alvarlegra brot en að aka á 130?
mbl.is Steig óvart á bensíngjöfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að þessum hugleiðingum verði komið inn fyrir dyr fjölmiðlanna, bæði prentmiðla og ljósvakana. Mjög svo áhugavert að skoða málin frá þessari hlið.

Helga B (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: GK

Grátlegt að lesa þetta. Heldurðu að löggan pæli í þessu?

GK, 31.1.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

:) Löggan má alveg lesa þetta blogg :) mín vegna :)

Birgir Þór Bragason, 31.1.2007 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband