Tillaga til þingsályktunar

Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006 - 2007.

Á blaðsíðu 54 stendur eftirfarandi

Þótt frumorsök umferðarslysa sé í langflestum tilvikum tengd ökumanninum sjálfum er nauðsynlegt að gera samgöngumannvirki og umhverfi þeirra þannig úr garði að afleiðingar mistaka ökumanns verði sem minnstar. Í ljósi þess að á tímabilinu 2001-2004 varð þriðjungur banaslysa, tæp 60% slysa með miklum meiðslum og 2/3 hlutar slysa með litlum meiðslum á þjóðvegum í dreifbýli við útafakstur er lögð sérstök áhersla á úttekt og lagfæringar á umhverfi vega. Vegfarendur sem verða fyrir því óláni að aka út af vegi ættu ekki að þurfa að slasast, a.m.k. ekki alvarlega, að því gefnu að þeir hafi beltin spennt. Þar sem ekki dugir að fletja fláa, fylla í skurði og hreinsa stórgrýti meðfram vegum þarf að tryggja öryggi vegfarenda með uppsetningu vegriða eða öðrum aðgerðum.

Ég fagna, enda ljóst að skynsamar hugmyndir ættaðar úr búðum akstursíþróttamanna (sem er annt um öryggi sitt) rata inn í þessar tillögur. Það var mál til komið að við viðurkennum skynsemi hvar sem hún á rætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband