Af hverju þarf forstjóri Strætó að réttlæta það versta við strætó?

Það þarf engan speking til þess að átta sig á varnarleysi standandi farþega í strætó. Bara einhvern sem hefur þurft að standa í strætó.

Það er nokkurn veginn þannig að maður getur gengið á vegg með útréttar hendur og með þeim forðast áverka. Ef sá sami hleypur á fullri ferð á vegg, með hendur á undan sér, þá slasast hann. Hendurnar halda ekki skriðþungnum þegar hlaupið er. Hraðamunurinn á göngu og hlaupi er ca 4 km/kls. Gangandi á 6 km/kls, hlaupandi nær maður ca 10 km/kls. Það er allt og sumt sem hendurnar ráða við, ca 6 km/kls.

Hvers vegna þarf forstjóri Strætó að réttlæta mestu hættuna sem fylgir því að ferðast með strætó? Af hverju eru ekki öll sætin í strætó með bakið í akstursstefnu? Af hverju eru ekki belti í strætó? 

Er nokkur nauðsyn fyrir Strætó að bera saman eigið „ágæti“ og einkabílinn? Ef Strætó þarf að réttlæta tilvist sína, og nú er ég að tala um fyrirtækið sjálft, væri þá ekki ágætt að byrja á sætanýtingu, eyðslu pr. 100 km pr sæti. Eða kemur það illa út?

Er Strætó í samkeppni við fólkið í landinu? Strætó er fyrirtæki, einkabíllinn ekki. Bíllinn er eign einstaklings. Einstaklingurinn er ekki í samkeppni við Strætó. 


mbl.is Öruggari en í einkabíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forstjórinn ætti að leggja fram þessa erlendu rannsókn + frá hvaða landi rannsóknin er. Hvort að standandi farþegar séu tryggir á 90 km. á tímann???

Hverjir eru eigendur strætisvagnanna? Eru þeir ennþá í eigu Reykjavíkurborgar?

jóhanna (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband