12 ára á 100 kílómetra hraða

Tólf ára gömul stúlka var nýlega mæld á 100 kílómetra hraða. Engar ráðstafanir voru gerðar til að stöðva hana enda augljóst að hún hafði fulla stjórn á því sem hún var að gera. Hraðinn reyndist þó ekki nægur því hún hafnaði í öðru sæti að þessu sinni. Stúlkan hefur stundað skíðaíþróttina frá því að hún var þriggja ára. Mikið hefur verið gert til þess að hún og aðrir sem vilja stunda þessa íþrótt geti það. Kunnáttan mun nýtast henni um aldur og æfi, til ánægju og skemmtunar.

Þessi stúlka má ekki læra með leik að aka bíl. Engin akstursíþróttasvæði hafa verið byggð með sama hætti og skíðaíþróttasvæði hér á landi. Þó má auðveldlega leiða líkum að því að slíkur leikur skapi færni sem skilar sér í betri ökumönnum. Það er samt ekki alveg rétt sem ég er að segja hér. Í fjölskyldugarðinum eru bílar sem mjög ungir krakkar fá að aka í aðstæðum sem líkjast umferðinni. En það vantar framhaldið. Það er leikur að læra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband