Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki

Það ætti að vera ljóst að það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki sem bíllinn er. Það gengur ekki lengur að skella bara höfðinu í vegginn og halda áfram að reyna að halda því fram að bíll sé ekki leiktæki. Hver kannast ekki við það að hafa leikið sér með bíl eða gefið bíl sem leikfang til litla frænda eða frænku. Við ölum börnin okkar upp við það að bíll sé leikfang. Við gefum þeim bíla sem leikföng allt frá fæðingu, og svo stækka leikföngin eftir því sem börnin stækka. En svo allt í einu eftir 16 til 17 ára uppeldi er sagt BÍLL ER EKKI LEIKFANG! Skíði og sund eru dæmi um íþróttir sem við höfum frekar ákveðið að kenna börnunum okkar að umgangast í stað þess að banna alltaf. Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki ég segi það aftur og aftur.
mbl.is Ofsaakstur ungra ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Rétt er það..  En einnig mættu krakkar mæta meira á það sem í boði er..  Það eru haldnir leikdagar á rallýkrossbrautinni, fullkomlega hættulausir..  Kvartmíluklúbburinn er með æfingar sem allir mega mæta á, á föstudagskvöldum að sumarlagi..  OG er reyndar gríðarlega góð mæting á! :)

 En sammála er ég, það vantar góða braut og betri svæði.  Hef ekki mikla trú á þessu rugli þarna við Reykjanesbæ "Icelandic Motopark" dæminu.  En það er von á góðu annarsstaðar.  T.d. var Bílaklúbbur Akureyrar að fá úthlutuðu svæði sem er ekkert nema gott mál.  Það er allt að gerast....:)

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 26.2.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ertu búinn að skoða ruddar.com?

Þeir fara nokkuð rótæka leið til að vekja athygli á vandanum, get ekki sagt að ég styðji þessa leið en hún stuðar alla vegana þjóðfélagið og stundum er það sem þarf til að menn vakni. 

FLÓTTAMAÐURINN, 26.2.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Heyr heyr. Bifreiðaíþróttamenn hafa lengi þurft á svæði að halda þar sem hægt er að prófa bíla og æfa sig. Þetta svæði þarf líka að vera opið almenningi svo krakkarnir geti fengið útrás fyrir þessa þörf að leika sér á þeim leiktækjum sem bílar eru. Það þekkja það allir hvernig það er að aka um á hraðskreiðum bíl og öflugum. Flesta langar að prófa hvernig bíllin virki á miklum hraða og hve fljótur hann sé að ná hraðanum. Þessari löngun þarf að veita útrás á þar til gerðum svæðum þar sem öðrum stafar ekki hætta af og hætta þess sem framkvæmir er í lágmarki. Sem sagt, Leik og æfingasvæði fyrir bíla þarf að koma sem fyrst og helst í nágrenni við sem flest stærri byggðalög á landinu.

Helgi Jónsson, 27.2.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband