Þetta er að skila árangri

Smátt og smátt verður þetta til þess að allir ökumann verða vaknadi við aksturinn. Það eru nefnilega ekki bara ökufantarnir sem lenda í umferðaróhöppum. Slíkt hendir líka ósköp venjulegt fólk. Venjulega fólkið verður hinsvegar að fara að átta sig á því að þó það fái ekki refsingu fyrir að aka eftir einn þá er það lögbrot að gera slíkt. Því fleiri sem taka þá ákvörðun að aka aldrei eftir einn því nær færumst við slysalausri umferð.

 

38% banaslysa í umferðinni árið 2005 voru af völdum ölvunar.


mbl.is Ökumenn hægja á í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Skemmtilegar vangaveltur Birgir en mig langaði að bæta aðeins við umræðurnar.   Öll nema eitt slys vegna hrað- og ofsaaksturs árið 2005 voru tengt þessum ölvunarslysum.   Tvö önnur slys sagði rannsóknarnefnd umferðaslysa að hafi verið vegna hraðaksturs.  Eitt á slys þar sem ökumaður var á reiknuðum 93km hraða á hellisheiði og sem er innan vikmarka lögreglu.  Hitt slysið var vöruflutningabíll sem ók undir hámarksaða en á vegi sem bar ekki þann hraða.  Því hefði lögregla aldrei stoppað hann, en eftir slysið var hámarkshraði réttilega á því svæði lækkaður (Hallormsstaðaskógur).  Mesta ógnin í dag er ölvunar og vímuefna akstur þar sem vitstola fólk ekur á ofsahraða og í engu ástandi til að hafa stjórn á aðstæðum.   Því miður kemur þetta ekki nægjanlega vel fram í umræðunni um meintan hraðakstur sem virðist núna snúast um nokkra km frá eða til, en ekki þann raunverulega vanda sem við er að etja.   Við skulum bera varhug við tölum þegar 33% slysa eru sögð vegna hraðakstur því stór hluti þeirra er vegna ölvunaraksturs.  Núna hafa stjórnvöld í UK viðurkennt að hafa farið með rangt mál en þar hefur þessari tölu verið haldið hátt á lofti.  telegraph.co.uk og þessi frétt telegraph.co.uk  Mesta vandamálið í umferðinni í dag er ölvun (víma) og almennt kæruleysi (röng eða van notkun öryggisbúnaðar).  Síðan koma ungir ökumenn (karlmenn) sem stunda ofsaakstur, en sá þjóðflokkur fer sem betur fer minnkandi,  yfirleitt er 1 ti 2 banaslys ári (1 árið 2005).   Til að fækka slysunum eru margar aðferðir til en engin fullkomin.  Leggja meiri áheyrslu á ölvunarakstur, aðeins áróður og kennsla getur vakið sofanda hátt almennings.  Koma þarf upp betri aðstöðu fyrir akstursíþróttir á Íslandi og reyna að færa þessa ungu ökmenn af götunum á þar til gerðar lokaðar brautir.   Auðvitað væri hægt að hafa þetta miklu lengra enda þörf á margvíslegum aðgerðum til að fækka slysum.  Aðalatriðið er að menn festist ekki í km. per klukkustund heldur verða menn að vera vakandi yfir öllu sviðinu. 

Kveðja Óskar
www.vtec.is

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Góð viðbót Óskar, takk fyrir hana.

Ég hef margítrekað bent á að skráning og meðhöndlun gagna um umferðarslys á Íslandi er í ólestri. Meira að segja formaður Slysavarnarráðs Brynjólfur Mogensen dregur upp villandi mynd í grein í morgunblaðinu sjá hér mín skrif um það. Ég hef líka fjallað um notkun á orðinu ofsaakstur. Einnig hef ég bent á að oft er fjallað um toppinn á ísjakanum en lítið um hin níutíu prósentin og því er ekki von á að við náum árangri í þessari baráttu. Því til viðbótar er hér áskorun mín til formanns umferðarráðs. 

Birgir Þór Bragason, 1.3.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband