Kominn tími á breytingar

Það er ömurlegt að fólk skuli missa vinnuna, ég finn til með því fólki. En það er kominn tími til að við sættum okkur við að það er ekki hægt að bjóða upp á skíðasvæði þar sem ekki festir snjó. Ég er sjálfur skíðamaður og veit að það er skemmtilegt að renna sér á skíðum. Látum öðrum landshlutum það eftir að reka skíðasvæði á Íslandi.

Það þarf nú ekki að koma á óvart að ég nefni aksturssvæði Smile núna, er það nokkuð? Ég held að akstursskemmtisvæði við höfuðborgina væri mun hepplegri fjárfesting. Slíkt svæði væri opið allan ársins hring og við gætum með tíð og tíma eignast íþróttastjörnur á borð við Hakinen, bara ef við tökum skrefið. Ég hef líka fulla trú á að ungir krakkar geti nú alveg sætt sig við að fara á slíkt svæði í stað þess að fara á skíði. Leikur þar væri líka til þess fallinn að þroska og bæta ökumannseðlið í börnunum þannig að þau kæmu út í umferðina sem einstaklega góðir og löghlýðnir einstaklingar. 


mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski eru störfin í Bláfjöllum og Skálafelli fyrstu íslensku fórnarlömb hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum?

Sbr. Eminent Scientists Warn of Disastrous, Permanent Global Warming

Gapripill (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:49

2 identicon

Ég er alveg samála þér varðandi akstursskemmtisvæðið.

En þú ert að gleyma krökkunum sem eru að æfa skíði hér fyrir sunnan,

hvar eiga þau þá að stunda sína íþrótt ? ekki geta þau nú farið norður á kvöldin til að æfa.

Þó svo að lokað hafi verið fyrir almenning í mest allan vetur hefur þó verið opið fyrir æfingar.

Ég held að snjóframleiðsluvélar séu málið.

óskráður (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég vil nú ekki meina að ég hafi gleymt þeim sem vilja stunda skíði. Við verðum bara að bíta í það súra epli að þó snjór verði framleiddur þá staldrar hann mjög stutt við. Þannig er veðurfarið. Hvað eru þau mörg annars? Hvað kostar það að senda þau til Siglufjarðar til æfinga? Hvert er framlag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til viðhalds og uppbyggingar svæðanna sem lítið sem ekkert nýtast? Ég hef nú trú á að það mætti koma öllum þeim krökkum sem vilja stunda skíðaæfingar í æfingabúðir á Siglufirði og eiga samt mikla fjármuni eftir, fé sem mætti nýta til uppbyggingar akstursskemmtsvæðis. Ég hef líka trú á að slíkt svæði muni skila umtalsverðum tekjum svo reksturinn stæði undir sér.

Birgir Þór Bragason, 27.2.2007 kl. 16:48

4 identicon

Birgir vertu ekki með þetta rugl það eru kringum 400 manns sem æfa skíði. málið er að pólitíkusanir eru að drepa þetta niður af áhuga og kunnáttuleysi. Ég er viss um að stjórn skíðasvæðana rata varla í bláfjöll og skálafell.

kiddi (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:40

5 identicon

"Við verðum bara að bíta í það súra epli að þó snjór verði framleiddur þá staldrar hann mjög stutt við. Þannig er veðurfarið"

Birgir !

Þú átt heima hér á höfuðborgarsvæðinu er það ekki ?

Það er búið að vera frost mest allan janúar og febrúar, þannig að ef við hefðum haft snjóframleiðsluvélar þá væri nægur snjór í bláfjöllum núna.

Varðandi æfingaferðir út á land, þá að sjálfsögðu reynum við að fara á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyrar um helgar þegar ekki er hægt að stunda skíði í Bláfjöllum. En á virkum dögum þá eru nú blessuð börnin í skóla og foreldrar í vinnu, þá er nú gott að hafa Bláfjöllin til að skutlast í á kvöldin.

Það er gott mál ef þessi draumur þinn um akstursskemmtisvæði yrði að veruleika, og ég efast ekki um að þetta yrði gríðalega vinsælt en það er nú óþarfi að fórna skíðaíþróttini í staðinn ! 

Ekki skráður (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 08:47

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það var nú ekki ætlun mín að ráðast á skíðaíþróttina. Ég vil veg íþrótta sem mestan og þá allra íþrótta. Ég æfði sjálfur skíði í Skálafelli en það var í kringum 1972 til 74. Ég stundað skíði í Bláfjöllum síðar meir en hef ekki farið lengi. Þar sem ég er búsettur í Kaupmannahöfn þá er það Svíþjóð eða Alparnir nú orðið. En ég vil líka jafnræði á milli íþrótta. Eru þeir peningar sem er verið að leggja í skíðasvæðin við höfuðborgina að skila sér? Er hægt að skíða, nú þegar búið er að segja starfsfólkinu upp? Hvað er skíðasvæðið opið marga daga á ári? Hvað væri akstursskemmtisvæði opið marga daga á ári?

Birgir Þór Bragason, 28.2.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband