180.000 ökumenn á Íslandi

Hvað ætli margir hafi alla tíð farið að umferðarlögum og reglum alltaf? Er einhver alsaklaus í umferðinni. Sumir aka of hægt aðrir of hratt. Margir ganga yfir gegn rauðu ljósi aðrir aka. Sumir aka ölvaðir, aðrir veikir og enn aðrir í lyfjavímu. Sumir aka undir áhrifum fíkniefna. Það þarf einhug til þess að koma þessum málum í það horf að slys verði ekki sjálfsögð í umferðinni. Ég hef trú á að í litlu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum megi ná þeim árangri að enginn slasist í umferðinni. Hver er þín trú? Er það ekki alveg gerlegt að ná þeim árangri í einu litlu bæjarfélagi? Ef allir leggjast á eitt þá er það hægt. Er það ekki? Og úr því að þetta er hægt í litlu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum er þetta þá ekki hægt í Grindavík líka? Jú það er hægt. Og líka í Reykjanesbæ og á Akureyri og á Húsavík. Já einmitt, þú ert að ná þessu. Úr því að þetta er hægt í hverju og einu bæjarfélagi þá verðu árangurinn sá að það sama gildir um Ísland allt. Ekki satt?
mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband