Gangsetning

Það er kominn tími á að yfirvöld í löndum heims geri kröfu til þess að til að gangsetja bifreið skuli menn sanna fyrir bílnum að þeir eru hæfir til að aka. Að slá inn einhvern kóða eða eitt hvað því um líkt, gæti komið í veg fyrir að fólk sem er í þessu ástandi komi bifreið í gang. Tæknin er til staðar, það þarf bara að setja fram kröfuna. Slíkt er í valdi ríkisstjórna.
mbl.is Sofnaði á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað mjög sniðug hugmynd. 

Eitt væri að láta einhvers konar áfengis skynjara sem að myndi meta hvort að viðkomandi ökumaður væri hæfur til að aka. En þá kemur á móti hvað eigi að gera þegar að fíkniefni eða önnur lyf eru að sljóvga ökumanninn. Eru til skynjarar fyrir slíkt?  
Varðandi það að slá inn kóða held ég að mjög margir gætu nú munað kóðann og slegið hann inn þótt þeir væru vel ölvaðir.   

Davíð (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hugmyndin er komin fram. Ég læt hana í hendur hinna lærðu og þeir útfæra hana þannig að hún verði nothæf.

Birgir Þór Bragason, 22.5.2007 kl. 11:50

3 identicon

Kannski myndavél líka bara í stýrinu þannig að lögreglan geti fylgst með manni á meðan maður keyrir?

Veistu... Nei takk! Eitt og eitt dæmi er ekki réttlæting fyrir því að þvinga alla undir svona vitleysu.  

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:40

4 identicon

Held að það væri nú frekar erfitt að framkvæma þetta þannig að tryggt væri að óökuhæfir einstaklingar gætu ekki keyrt.

Aftur á móti finnst mér að það ætti að vera auðveldara að nálgast áfengismæla þannig að ábyrgir einstaklingar geti verið vissir um hvenær þeir séu ökuhæfir.

Þá á ég sérstaklega við morguninn eftir, en margir hafa lent í því að fara of snemma af stað einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki vitað hvenær það sé í lagi.

Hafthorarinsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:04

5 identicon

Þú getur keypt "alvöru" áfengismælir í Elko (mæli ekki með þessum litlu). Hann er viðurkenndur og hefur meðal annars verið notaður sumstaðar í Bna af lögreglunni. Ég á einn slíkan og geymi hann í bílnum, gott að hafa hann morguninn eftir. http://www.elko.is/item.php?idcat=&idsubcategory=&idItem=4054

Geiri (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband