Vantrú á sannleiksgildi

Voðalega á ég bágt með að trúa því að ársgamall bíll á Íslandi verði bremsulaus með öllu. Ef satt reynist þá er þörf á rannsókn á samskonar bílum sem hafa verið fluttir inn. Það þarf eitthvað mjög mikið að hafa gerst til þess að allar bremsur verði óvirkar á nýjum bíl.
mbl.is Slapp naumlega er bremsurnar biluðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því.

árni (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég kaupi ekki söguna með bremsubilun.  Alls ekki.  Horfði á viðtal við þennan unga mann í sjónvarpi.  Hann sagðist hafa verið á ca. 40 km/klst hraða þegar bremsurnar biluðu.  Ég þekki þennan stað og snarbratta brekkuna.  Ekki hefur hraðinn minnkað við það.  Á þessum hraða fer bíllinn tæplega 12 m/sek.  Viðbragðstími ökumannsins (bara að átta sig á aðstæðum) er a.m.k. 1 sek.  Bíllinn heldur áfram og tæplega minnkar hraðinn.  Ekki í þessari brekku.  Hann þarf að losa belti, opna hurð og fara út.  

Ég hef sett svona atvik á svið þar sem ökumaður þurfti að sýna hvernig hann fór að því að "kasta" sér út.  Það gat viðkomandi ekki þrátt fyrir að bíllinn væri kyrrstæður og mjúk dýna á jörðinni.  Í því tilfelli var um léttan hraustan íþróttamann að ræða og það var sama hvernig hann fór að; hann gat einfaldlega ekki sýnt hvernig á að kasta sér úr úr bíl (ath. kyrrstæðum en ekki á ferð).  Það tók þennan mann 4,5 sek. að komast út + viðbragðstíminn fyrrnefndur.   Sem sagt tæpar 6 sek. frá því að merkið var gefið.  Á þeim tíma hefði bíll á 40 km/klst (vaxandi hraða) farið a.m.k. 70 metra vegalengd.

Að lenda á jörðinni á þessum hraða og leiða má rök að því að verulegt líkamstjón hljótist af.  En þetta var hraustur strákur sem sagðist hafa hruflað sig svolítið.  Ja hérna!

Að bremsur bili í bíl er mjög ólíklegt, hvað þá í ársgömlum bíl.  Þetta er verðugt verkefni lögreglu að rannsaka.

Það koma alltaf upp svona atvik sem sagt er gagnrýnilaust frá í fjölmiðlum en þegar málin eru rannsökuð koma oftast í ljós tryggingasvik.  Ég er ekki að segja svo vera í þessu tilfelli en eins og sjá má á skrifum mínum er ég fullur vantrúar.

Afsakaðu Birgir hvað þetta er langt hjá mér en ég mátti til. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 1.10.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ef það er rétt að allar bremsur hafi bilað í þessum bíl þá er einhver framleiðandi í vondu máli. Hvers konar bíll er þetta?

Birgir Þór Bragason, 2.10.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta mun vera Ford Escape.  Þeir hljóta að vera innkallaðir í dag, allir með tölu, ekki satt?

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.10.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það væri eðlilegt framhald. Það væri líka eðlilegt framhald hjá fréttastofum að ganga eftir því að til slíkra aðgerða verði gripið, nú og/eða að komast nú að því hvort bremsurnar biluðu eða ekki.

Birgir Þór Bragason, 2.10.2007 kl. 09:53

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það ætii að kyrrsetja alla bíla af þessari tegund og árgerð ekki seinna en í gær

Kjartan Pálmarsson, 2.10.2007 kl. 21:43

7 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mér datt reyndar fyrst í hug morðtilraun þegar ég las þessa frétt.

Elías Halldór Ágústsson, 3.10.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvernig ætli þessu máli líði? Ætli þetta verði eingöngu látið tryggingafélaginu eftir? Eða rannsakar eitthvert opinbert embætti það hvort þessi tegund bíla er stórhættuleg eða ekki? Mér hefur reyndar alltaf fundist skrítið að rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur meir áherslu á að rannsaka slys það sem enginn er til frásagnar frekar en þau slys sem hægt er að tala við þá sem komu við sögu. Tilgangurinn með RNU átti jú að vera að læra af óhöppunum ekki að finna sökudólginn. Og þess vegna er það skrítið að það skuli vera lögmaður sem er formaður, einhver sem aldrei hefur gefið sig út fyrir að hafa áhuga á umferðaröryggi.

Birgir Þór Bragason, 3.10.2007 kl. 10:57

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ég var að hlusta á Reykjavík síðdegis á bylgjunni rétt í þessu. Þar var rætt við Ágúst hjá RNU og hann sagði eitt mjög merkilegt. Undir lokin vék að þeim möguleika að þeir sem ekki kunna að beita ABS bremsum fái tilfinningu fyrir bremsuleysi!!! Það er athyglivert, eftir allt sem ég hef sagt og skrifað um ógagn ABS á malarvegum, að Ágúst framkvæmdastjóri RNU skuli í raun staðfesta mitt mat á ógagni þessara kerfa með þessum hætti. Og það verðu mér að spurn, hvers vegna ekki fyrr Ágúst, hvers vegna hefir RNU ekki hreynlega sýnt Íslendingum þetta sorglega ógagn ABS-bremsukerfa?

Birgir Þór Bragason, 5.10.2007 kl. 17:27

10 identicon

ég er sammála að í sumum tilfellum er ÅBS ekki að virka eins og það á að virka en nýjustu gerðir eru miklu nákvæmari en eldri  gerðir .ÉG var var við á 98 árgerfð á bíl að þegar bíllinn fór yfir rollugrindur og svo voru laust smá grjót var til þess að bíllinn var bremsulaus smá stund.En ég hef átt 2005 af escape og var aldrei var við það á honum og nú e ég með einn nýjan og hann virkar flott .

ss (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband