Getum lært

Þróunin er þveröfug í umferð á láði. Getum við lært eitthvað af fluginu? Hver ætli geti svarað því?
mbl.is Slysatíðni í þotuflugi fer ótvírætt lækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heil og sæll, vinur. Ég er með blogg um lítinn hluta af því sem við gætum lært. 

Ómar Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Aron Smári

Ég held að það sé mjög erfitt að kenna landanum eitthvað af reynslunni úr fluginu þar sem menn þurfa að uppfylla mun strangari skilirði til að vera flugmenn heldur en bílstjórar. Núna er ég bæði Atvinnu bílstjóri og að ljúka atvinnuflugmannsnámi og munurinn á þessu er ekki sambærilegur. Það væri hægt að líkja meiraprófinu með einkaflugmannsprófi sem er nokkuð svipað nám nema á sitthvort tækið. Flugmenn þurfa að fara í gegnum mikið meira ferli og erfiðari þjálfanir heldur en 17 ára unglingur sem er að taka bílpróf og þar af leiðandi eru menn betur undirbúnir í loftinu heldur en á jörðinn þegar eitthvað óvænt gerist. 

Og síðan getur nánast hver sem er náð bílprófi á meðan mikið fall hlutfall er í fluginu... sem er bara að hinu góða, þá komast þessir "fávitar" ekki undir stýri á flugvélum.... 

Aron Smári, 25.10.2007 kl. 07:02

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hugs!! Er það ekki nákvæmlega þetta sem við gætum lært af fluginu, Aron. Það sem þú skrifar um strangari kröfur um hæfi væri hægt að yfirfæra á ökumenn, er það ekki. Það að fá ökuréttindi eru ekki sjálfsögð mannréttindi.

Birgir Þór Bragason, 25.10.2007 kl. 07:10

4 identicon

Meiri munur á flugvélum og bílum.

Flugvélar flúga einar á sinni akbraut, ekki í halarófum eins og bílar.

Flugumferðarstjórar hafa eftirlit og tilkynna ef hún er að nálgast aðra vél sem gæti skapað hættu.

Viðhaldskostnaður á hverja þúsund króna verðgildi flugvéla er sáralítill miðað við bíla.

Þegar þú gerir mistök á bíl á venjulegum keyrsluhraða(90km) þá hefur þú hálfa til eina sekúndu til að koma í veg fyrir árekstur eða útafakstur sem getur haft slæmar afleiðingar, í 10km hæð á 950km hraða hefur þú nokkrar mínútur til að koma í veg fyrir svipaðar afleiðingar.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband