40% banaslysa...

... í umferðinni má rekja til ölvunar eða annars vímuástands. Það er ekkert nema samtakamáttur þjóðarinnar sem getur stöðvað þessa vitleysu.

Ein samviskuspurning. Ekur þú eftir einn?


mbl.is Úti að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég hef ekið eftir einn og skammast mín ekkert fyrir það.

Við erum með ein lægstu mörk sem til eru í heiminum, því miður virðast Íslendingar ekki gera greinarmun á því að smakka áfengi og að fara á fyllerí. Fáránlegt að geta ekki fengið sér einn bjór eða eitt vínglas með matnum án þess að missa ökufrelsið, svo er fólk hissa að við náum ekki að þróa almennilega áfengismenningu hérna. Ég er frekar viss um að mörg lausasölulyf hafa meiri áhrif heldur en einn bjór, hinsvegar hefur lögreglan ekki afskipti af því nema viðkomandi hafi gleypt allan pakkann (þannig að það sé augljóst á aksturslagi). Ég er frekar viss um að lögreglan böstar fólk sem er rétt yfir mörkin eingöngu þegar það er tjékk af handahófi, ég mun aldrei trúa því að þeir geti séð breytt aksturslag eftir einn bjór. Og já bara svo það sé á hreinu að þá er ég á móti ölvunarakstri, en finnst bara að mörkin mættu vera önnur. 

Svo finnst mér alveg skelfilegt hvers auðvelt það er fyrir þá að taka fólk fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eftir breytta löggjöf. Þeir nota fíkniefnapróf sem ná allt að mánuð aftur í tímann, myndi fólk sætta sig við það ef áfengismælarnir virkuðu þannig?  

Geiri (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Trúir þú því Geir að einn bjór hafi engin áhrif?

Birgir Þór Bragason, 27.10.2007 kl. 12:13

3 identicon

Því miður virðist alltaf vera sterk rétthugsun í þjóðfélaginu þegar kemur að svona viðkvæmum málefnum, ég er ekki hræddur við skítkast og mun því tala frjálslega um þetta eins og önnur málefni. En nei ég sagði aldrei að einn bjór hefði engin áhrif, en þau eru lítil miðað við margt annað sem er löglegt. Það er fullt af læknadópi sem hefur svipuð eða meiri áhrif heldur en einn bjór, jafnvel sum lausasölulyf. Held að það sé mjög algengt að fólk gleypi slík lyf og keyri strax á eftir. Lögreglan hefur ekki afskipti af slíku nema það sé augljós misnotkun á ferðinni. Ég þekki fullt af fólki sem hefur mígreni en lætur það ekki stöðva keyrsluna, bara gleypt tvær parkódín og haldið áfram.

Heldur þú að það hafi engin áhrif á viðbragðsflýti að eldast? Við samþykkjum það að aldraðir fái að vera í umferðinni þó margir þeirra þurfi að píra augun og keyra á hálfum hámarkshraða, af hverju ætli þeir þurfi að gera það? Sjón og viðbragðsflýti versna með aldrinum. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið rannsakað en ég gæti alveg trúað því að ungur hraustur maður sé með meiri viðbragðsflýti eftir einn bjór heldur en edrú aldraður maður. Meira að segja kaninn er með hærri mörk en við í flestum fylkjum, þjóð sem hikar ekki við að brjóta upp dyr og skjóta fólk í fíkniefnastríði. Algengustu mörkin hjá þeim er 0,80 þannig að jafnvel stuttar mjóar konur ættu að geta  smakkað einn án þess að hafa áhyggjur.

Ég vil taka það fram að ég hef aldrei keyrt fullur, finnst sjálfsagt að borga leigubíl þegar maður fer á djammið. En já mér finnst fáránlegt að geta ekki smakkað smá áfengi í matarboði án þess að missa ökufrelsið, flestar þjóðir eru ekki svo grófar að banna keyrslu eftir slíkt. Í flestum löndum er sjálfsagt að fá sér vínglas á veitingastað án þess að þurfa að skilja bílinn eftir. Ég held að það sé líklegra að við Íslendingar séum smá paranoid þegar kemur að áfengi heldur en það að aðrar þjóðir séu blindar.

Geiri (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þú veður úr einu í annað, ég ætla að reyna að svara þér í þeirri röð sem þú talar um hitt og þetta.

Ég sagði nú ekki að þú hefðir sagt að einn bjór hefði ekki áhrif, ég spurði þig bara. Hvað lausasölulyf hafa meiri áhrif en einn bjór? Nefndu þau. Þú segist þekkja fullt af fólki sem er með mígreni en lætur það ekki stöðva keyrsluna, finnst þér að það fólk eigi að láta aksturinn vera? Ef svo er þá spyr ég, hvað gerir þú þegar einhver þeirra fer út að aka undir áhrifum, stöðvar þú þau? Lætur þú lögregluna vita?

Hvað hefur umræða um akstur undir áhrifum áfengis og annara vímuefna með viðbragðsflýti þeirra eldri að gera? Nú er það svo að ég er eldri maður, rúmlega fimmtugur, en ég veit að ég er betri bílstjóri í dag en þegar ég var 20 ára. Það helgast fyrst og fremst af því að ég hef nú reynslu umfram það sem ég hafði fyrir 30 árum og ekki síður að yfirvegun mín núna er mun meiri. Yfirvegunin skiptir miklu meira máli en viðbragðsflýtir, og að viðbættri reynslunni þá get ég fullyrt með vissu að ég get ekið mun hraðar núna en sem ungur maður og komist á leiðarenda.

Þú nefnir Bandaríkin. Þar látast ríflega 30% fleiri miðað við höfðatölu í umferðinni en á Íslandi. Það er viðurkennt af þeim sjálfum að þar spilar brennvínið stórt hlutverk. Fleiri og fleiri í löndum Evrópu sem til þekkja eru á því að færa þessi mörk niður í 0 og hafa þau þar, það muni draga úr þessum fáránlegu ónauðsynlegu fórnum í umferðinni.

Birgir Þór Bragason, 27.10.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband