Vímuefnin eru að drepa fólk

Þær eru tvær fréttirnar núna hér á forsíðu mbl.is í morgunsárið um afleiðingar aksturs undir áhrifum. Mild að ekki fór verr. Þetta sýnir að böl fíkniefna er mikið og alls ekki bundið við neytendur eina. Bíll sem vegur eitt og hálft tonn og nær 160 til 200 km. hraða er morðvopn í höndum þeirra, og sakleysingjar eiga það á hættu að verða fyrir þeim. Þekkir þú einhvern sem ekur undir áhrifum? Væri ekki ráð að láta lögregluna vita af slíku? Það gerir sannur vinur.
mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er greinilega mikið af uppdópuðu fólki á fullu í umferðinni, tifandi tímasprengjur, enda flæða víst eyturlyfin sem aldrei fyrr. Svo þegar til þessa fólks næst þá fer það af stað á ný, próflaust og uppdópað og sektir eru nánast engar. AUÐVITAÐ þarf að STÓRHERÐA dóma og fangelsa fólk og svo þarf að sjálfsögðu lagaheimild til stórfelldrar eignaupptöku í svona málum. Vonandi fara stjórnvöld að vakna til lífsins varðandi þennan málaflokki.  

Stefán (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:41

2 identicon

byrja þarf á herferð hjá löggunni ,athuga alla kominn tími til og það núna ,stoppa alla ökumenn og setja þá í dóppróf ,.þetta gengur ekki lengur

protonus (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:37

3 identicon

finst persónulega að menn sem keyra úturdópaðir eigi að vera tekið af þeim skyrteininn for ever og eigi að fá fimmtán til 20 ára dóm til að sitja og hugsa gerðir sínar 00,ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef þetta hefði verið á opnunartíma bensínstöðvarinnar 00!!!!! STEFÁN LÖGGUSTJÓRI ÆTTI FREKAR AÐ VINNA MEIRA Í ÞESSUM MÁLUM ENN AÐ VERA AÐ PÆLA Í PISSUSTRÁKUM UM HELGAR Á DJAMMINU 0

soldier (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:42

4 identicon

"byrja þarf á herferð hjá löggunni ,athuga alla kominn tími til og það núna ,stoppa alla ökumenn og setja þá í dóppróf ,.þetta gengur ekki lengur"

Finnst þér eðlilegt að fá dóm fyrir "ölvunarakstur" vegna þess að viðkomandi prófaði dóp mánuð fyrir aksturinn. Það er nefnilega þannig að þessi fíkniefnapróf geta ekki sagt til um hvort viðkomandi hafi ennþá verið undir áhrifum eða ekki.

Drykkjufólk þarf að bíða í hámark sólahring til þess að öðlast ökufrelsið aftur og ekki sanngjarnt að fólk sem kýs önnur efni þurfi bara að prófa 1x í mánuði til þess að vera ALLTAF ólögleg í umferðinni. Þetta er heimild sem lögreglan getur auðveldlega misnotað, þeir láta góðkunningja lögreglunnar örugglega taka þessi próf þó að þeir hafi ekkert athugavert séð við aksturinn.

Geiri (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 21:33

5 identicon

Til Geira, fólk á ekki að nota dóp - búið basta.

Það hefði svo sem verið mátulegt á þessa gaura ef þeir hefðu stórslasast, það hefði verið mátuleg refsing á þá.  Það er engin refsing að fara í fangelsi hér á landi.  Litla-Hraun er hreinasta lúxushótel fyrir glæpamenn.

Grímur Gaddaskór (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:01

6 identicon

"Til Geira, fólk á ekki að nota dóp - búið basta."

 Mannskeppnan hefur alltaf og mun alltaf sækjast í vímuefni, löggjöf mun aldrei breyta því. Allir nútímamenn eru fíklar að einhverju leiti og því er núverandi rétthugsun sorgleg. Koffín, íbúfen og áfengi eru fíkniefni þó að þau séu lögleg.

Þú mátt útskýra það fyrir mér hvernig það gerir mann að óhæfum ökumanni að hafa tekið inn spítt mánuð fyrir keyrslu, er það eitthvað verra en að hafa drukkið áfengi á sama tíma? 

Geiri (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 05:51

7 identicon

jamm geiri ,þú ert vitlaus omg ,ÞETTA ÆTTI AÐ VERA SVONA OG MENN SEM GERA SVONA AF SÉR ÆTTU AÐ FÁ LANGANN DÓM ,SVONA DÓPAKSTUR ;)

soldier (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:27

8 identicon

OPNA FANGELSI Í GRÍMSEY FYRIR ÞETTA LIÐ ,BÚA TIL SVONA ALKATRAS ÍSLANDS OG ÞAÐ FOCKING NÚNA ,Rétt hjá þér grímur fangelsinn hér eru brandari

soldier (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:30

9 identicon

haltu kjafti geiri og farðu að focking hugsa ,ef ég væri yfir maður í lögguni þá mundi ég setja þetta á núna og þú yrðir fyrstur settur í tjékk mundi leggja þig í einelti í hvert skyfti sem þú sest inni bíl OK ,HENTU SVO TÖLVUNNI OG HÆTTU AÐ GERA KOMENT ÞÚ ERT OF HEIMSKUR TIL ÞESS AÐ EIGA TÖLVU ;)

soldier (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:45

10 identicon

Geiri ég er sammála þér að vissu leyti. Það er mikið af fólki í dag sem notar ólögleg fíknefni, of mikið. En það vandamál leysist ekki frekar en önnur með því að rífa af þeim prófið og loka þá inni.

Ég veit að tækin sem lögregla notar eru ekki það nákvæm á hvenær efnis var neytt en væri ekki þá hægt að bjóða viðkomandi blóðprufu? Þær hljóta að vera nákvæmari.

En þetta er samt skrítið. Ef ég væri nýbúinn að nota fíknefni og lögreglan lætur mig blása er hún þá bara að mæla alkahól?

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 00:09

11 identicon

fólk sem er í eyturlyfjum er yfrleitt háð því og hefur reynt marg oft meðferðir og allskonar lausnir sem þeim dettur í hug til að verða edrú!! nema þau semeru rétt að prófa! og þið sem eruð að segja að það þurfi að refsa þeim meira er bara ekki rétt!!! meina þúst ef maður er tekinn og það sést eitthvað á þvagprufu þá er maður látinn fara í blóðprufu og sama hvað það sýnir mikið þá missir maður prófið fær himiháa sekt!!! dópið getur verið í þvaginu í allt að 7vikum!! ea það er reyndar bara kanabis sem getur verið það lengi en hitt er í um 4 vikur(fer samt allt eftir hvað líkaminn er lengi að losa sig við efnin,getur tekið lengri ea styttri tíma).og þar að auki sem þetta er mest verið að giska á hve mikið magn er hjá manni!! td veit ég um einn sem var búinn að vera edrú í 4 vikur þegr hann var tekinn og samt missti hann prófið í 4 mán og svo þarf að borga milli 70 og 80 þús bara fyrir að rannsaka blóðið og svo plús sektin sem getur verið frá 90 og uppúr!!! og ekki hefur það hjálpað greijið drengnum að haldast edrú áfram!! ég persónulega hef verið í dópi en hef náð mér á strik og það er sko ekki hægt að þakka löggunni fyrir það !! það er frekar að þau skemmi fyrir sumun!! og svo er verið aðsegja að löggan þurfi að taka betur á malunum! það er kjaftæði! þa beita okkur stundum andlegu og líkamlegu ofbeldi! og fíknó!! löggan og fíknó er bara hlægilegt dæmi sko !!! þau eru svo spillt að það er ekki fyndið !! löggan með ofbeldið og fíknó er nú yfirleitt að nota dó líka!! meina HALLÓ!!! farið að hugsa smá!! afhverju haldiði að þessir flottu kók gaurar séu í fíknó? auðvitað til að fá dópið sjálfir!!! hef svo oft verið i partýi með gaurum sem eru í fíknó en eru samt ekki í vinnunni akkurat þá og þeir eru að sjúa í nefið og fá sérkúlur og smók og alles!!! hvernig væri að reyna að kanna þetta aðeins áður en þið farið að dæma fólk sem þið vitið ekkert um??? þetta er súkdómur sem er mjög erfitt að stjórna!

sandra (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband