Ekki sjálfsögð mannréttindi...

...að fá eða halda ökuréttindum. Ef það væri sjálfsögð mannréttindi þá væri það brot á þeim réttindum að neita fólki um ökuréttindi. Sem betur fer er þeim sem teljast vanhæfir til ökuréttinda við próftöku, meinað um þau. Það er því rangt hjá RNU að setja það í skýrsluna að það eru sjálfsögð mannréttindi að fá ökuréttindin.

Ég er þess reyndar fullviss að þessi tala sem upp er gefin hér er allt of lág. Slys af þessum völdum eru mun fleiri, en skortur á fjármagni til þess að rannsaka og einnig til þess að halda utan um skráningu slysa er meinið. Það liggur hjá ráðamönnum og löggjafanum að bæta þar úr.


mbl.is 13 dauðaslys í umferðinni rakin til veikinda ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei skilið þetta bull um að það séu einhverskonar "mannréttindi" að hafa ökupróf. Það eru til aðrar aðferðir til að komast um heldur en að aka sjálfur þó að þær séu kannski ekki jafn fljótlegar og þægilegar. Og það er fullt af fólki sem kemst allra sinna ferða þó þeir aki ekki bíl.

 Sumir hafa einfaldlega ekki hæfileika til að keyra vélknúið ökutæki, aðrir hafa ekki líkamlega getu til þess hvort sem það er vegna veikinda eð annars. Ef ég missi getuna til að aka af einhverjum ástæðum þá vona ég að einhver hafi vit á að sjá til þess að ég hætti því ef ég hef ekki vit á því sjálfur.

Einar Steinsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég er hjartanlega sammála þér talan er án ef allt of lág. Enda passar hún ekki inní áróður Umferðarstofu og yfirvalda sem leggja alls enga áherslu á að koma þessum hlutum í lag.

Sævar Finnbogason, 24.11.2007 kl. 23:22

3 identicon

Amma þekkir mig ekki þegar ég stend 5 metrum frá henni en samt er það hún sem má fá margfalt fleiri punkta í ökuferilskrá en ég.

Ef ég missi prófið þá lendi ég í endurmati. Ef amma missir prófið þá þarf hún bara að bíða þar til hún fær það sent aftur heim.

Höldum samt áfram að einbeita okkur að nýliðum í umferðini.. þeir gætu bakkað á.

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband