Gott

    Það er gott að öryggi gangandi vegfarenda í Reykjavík er skárra en áður. Því miður á þessi skýrsla bara við um gangandi vegfarendur og bara í Reykjavík.

    Aðrir vegfarendur er enn í sömu hættu og áður og jafnvel meiri.

    Banaslysum hefur fjölgað og alvarlegum slysum hefur fjölgað þegar horft er til heildarinnar. Það þarf að lesa svona fréttir með varúð, því þessi frétt fjallar ekki um heildin, aðeins um lítin og sennilega minnkandi hluta umferðar.

    Það væri hins vegar gott ef þeir sem ábyrgðina bera, skoði árangur í þessum málaflokki, og hvort ekki megi yfirfæra aðferðina á aðrar tegundir umferðar í Reykjavík og víðar. 


mbl.is Alvarlegum slysum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf oftast að kafa ofan í bakgrunn á tölum.

Dæmi um það var þegar blaðamönnum var sýnt fram á á blaðamannafundi fyrir 2-3 árum hve mikill árangur hefði náðst í að fækka banaslysum og okkur Íslendingum þakkað það. Þegar tölurnar voru skoðaðar betur kom í ljós að atvikunum hafði ekki fækkað heldur fjölgað. Það sem breytti öllu var betri öryggisbúnaður bifreiða, loftpúðar og annað slíkt.

Ómar Ragnarsson, 10.12.2007 kl. 13:30

2 identicon

Ég fann einusinni ritgerð sem sýndi hvernig hægt var að sýna frammá nánast hvað sem er með prósentum og tölfræði.

Fúlt að hafa svo týnt henni..

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:27

3 identicon

Darrell Huff skrifaði bók árið 1954 sem heitir "How to Lie with Statistics".

Góð og gegn lesning um hvernig nota (m)eigi tölfræði og framsetningu talna til þess að þjóna þeim tilgangi sem óskað er hverju sinni.

Meiri upplýsingar er að  finna á:

http://en.wikipedia.org/wiki/How_to_Lie_with_Statistics
http://www.amazon.com/How-Lie-Statistics-Darrell-Huff/dp/0393310728 

Tryggvi M Þórðarson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

USA í dag

Einar Bragi Bragason., 11.12.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: gudni.is

Sæll Biggi minn.

Ég vill þakka fyrir ánægjulega bloggvináttu á liðnu ári. Einnig þakka ég fyrrir allt gott og slæmt sem átt hefur sér stað í okkar samskiptum í gegnum árin. Ég óska þér og þínum farsældar á komandi ári.

Kær kveðja,, Guðni Þ.

gudni.is, 31.12.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband