Stjórnlaus hryðjuverk, í þágu hverra?

Alveg er það makalaust að horfa upp á lofræður um hryðjuverk þessara manna, Sturla er anarkisti í eðli sínu. Hann og sumir sem honum fylgja eru á móti lögum og reglum. Það er hin raunverulega ástæða fyrir þessum hryðjuverkum. Þau kosta tugi miljóna hjá saklausum atvinnurekendum og já bráðum saklausum launamönnum sem verða af launum vegna þess að þeir mæta ekki í vinnu á réttum tíma. Stöðvum þessa vitleysu strax, með lögum skal land byggja.
mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OG MED ÓLÖGUM SKAL ÞVÍ EYÐA!!!!!      áfram bilstjorar hvikið hvergi hættum að láta vada yfir okkur.

mótmæli   101.     mótmæli virka ekki nema þau trufli eitthvad!!!!

mikki (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Hryðjuverk? Það er alveg makaluast hvernig orðið hryðjuverk er notað. Samkvæmt orða bók menningarsjóðs (1979) er orðið hryðjuverk m.a. skilgreint á eftirfarandi hátt; ódæðisverk, manndráp, limlesting. Hver eru hryðjuverk vörubílstjóra? Er það hryðujuverk að einhverjir komist ekki á réttum tíma í vinnuna? Vinsamlegast gáðu að orðanotkun þinni Birgir.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 3.4.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson!! Það er eru tæp 30 ár síðan árið 1979 rann sitt skeið. Meðal þess sem hefur breyst er þolinmæði fólks fyrir valdtöku með hervaldi. Orðanotkun og misnotkun á stærð er líka eitt þess sem hefur tekið stakkaskiptum. Stjórnleysi er ekki það sem við þurfum.

Birgir Þór Bragason, 3.4.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

En ekki hefur skilgreining á þessu orði breist svo ég viti til því enn er hún eins í nýjustu orðabókum. Í fréttaflutningi er orðið hryðjuverk ætíð tengt ofangreindri skilgreiningu. Orðið og hugtakið "hryðjuverk" á ekki við í þessu tilfelli. Svo einfalt er það.

Grétar Einarsson (ekki Óskar Ásgeir Ástþórsson) 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 4.4.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Grétar, þessir menn eru ekki að mótmæla verði á eldsneyti, það er sýndarmennska. Þeir eru að mótmæla því að þurfa að hvíla sig. Þegar og ef þeir fá þeim reglum breytt þá verða þreyttari ökumenn á vegunum. Óhapp sem verður rekið til þreytu undir stýri í framhaldinu og veldur bana verður árangurinn! Þá verður þetta orðið hryðjuverk. Er það reyndar nú þegar í mínum augum.

Þeir eru að berjast fyrir því að þurfa ekki að eyða í öryggi. Vondur málstaður.

Birgir Þór Bragason, 4.4.2008 kl. 22:34

6 identicon

Ég veit ekki alveg í hvaða heimi þessir bílstjórar búa, síðast þegar ég vissi var það vegakerfi sem þessar reglur eru miðaðar við byggt upp á þann hátt sem er nánast óþekktur hér á landi. Umferð aðgreind í akstursstefnur með breiðum vegöxlum og jafnvel mannvirkjum sem eiga að draga úr líkum á að ökutæki geti skollið á umferð úr gagnstæðri átt, missi ökumaður stjórn á ökutækinu.



Hvernig geta menn haldið því fram að það þurfi meiri hvíld við bestu aðstæður en þær aðstæður sem eru í boði hér sem eru svipaðar því sem þekktist á meginlandi Evrópu fyrir seinni heimstyrjöldina? Stundum fær maður á tilfinninguna þegar þeir tala að það sé ekki heil brú í hausnum á þeim, og svo finnst þeim ósanngjarnt ofan í kaupið að þeir sem valda mestu sliti á vegakerfi landsins (einn svona vörubíll slítur víst veginum á við 4000 fólksbíla) þurfi að borga meira fyrir afnot af vegakerfinu. Ég verð bara að viðurkenna að mér finnst persónulega að þeir ættu að borga hærri þungaskatt en þeir gera og sá skattur ætti að renna alveg óskiptur til vegamála úti á landi.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband