Varaþingmaðurinn

Ég held að ég verði að benda á þetta

Víst hefur sú ákvörðun sem nú liggur fyrir, að tvöfalda miðjusuðurlandsveginn, áhrif á hvenær farið verður í veginn á milli Hveragerðis og Selfoss. Mannafli og tæki sem verða í þeirri framkvæmd verða ekki til taks fyrir aðra hluta vegarins á sama tíma. Sú ákvörðun að fara í 2+2 strax er líka röng og á eftir að kosta mörg mannslíf. Ábyrgðin er þín og annarra sem styðja þessa ákvörðun. Það hefði átt að fara í 2+1 strax og tryggja öryggi þeirra sem um veginn fara með hraði en ekki æða út í þá vitleysu sem nú hefur verið ákveðin. Hvernig geta þeir sem þessa ákvörðun tóku (2+2) talað til þjóðarinnar nú og sagt það verði að spara og fara vel með fjármuni. Hér er ekki verið að nýta fjármuni heldur sóa þeim, í von um nokkur atkvæði í næstu kosningum, skamm. Það hefði verið hægt að aðskilja akreinarnar á milli Selfoss og Hveragerðis strax á þessu ári bara ef þið hefðuð haft þor til þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit nú ekki með þig en ég keyri þennan suðurlandsveg daglega í vinnu og er umferð þar ekkert að minka heldur er hún að aukast með hækkandi sól og sú ákvörðun með að gera 2+2 veg sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu og alla leið á selfoss og eins og þú veist þá eru 3 námur við litlu kaffistofuna og mikil umferð vörubíla sem mega ekki aka hraðar en 80km og skapar það hættu og umferðarlest sem men reyna að taka framúr við ekki réttar aðstæður og ef þú kannski manst að það eru 3 eða fjögur slys á þessum vegi sem hafa verið við vörubíla sem hefði hægt verið að komast hjá ef þessi vegur væri orðinn 2+2 og fjármagnið er til og er innheimt af ökutækjum með þungaskatti ofl ef þessir peningar sem koma inn í kassann væru settir í vegina værum við með 2 faldan hringveg.

síðan reykjanesbrautin var 2 földuð að hluta hafa ekki orðið banaslys þar fyrr en framkvæmdir stöðvuðust nú og vil ég meina að vegagerðin getur og á að koma þessu í gang sem fyrst það á ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að svona verk klárist eins og skilið er við það, því 1 slys er einu slysi of mikið.

kv...Birgir Þór

Birgir Þór (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband