Skil ég þetta rétt?

Í skýrslunni segir:

 

Banaslys átti sér stað við Minni Borg 28. júlí 2007. Þarna í grennd hafði orðið banaslys árið 2005 og gerði nefndin þá tillögu í öryggisátt um að lækka hámarkshraðann á þessum stað.  Eftir slysið var hámarkshraði á veginum framhjá Minni Borg lækkaður úr 90 í 70 km/klst.

 

 Skil ég það rétt að aðeins eftir seinna slysið hafi hámarkshraðinn verið lækkaður?

 Númer 2

vegna: Akrafjallsvegur við Innnesveg 16. júlí 2007“

 Rannsóknarnefnd umferðarslysa sendi Vegagerðinni bréf dags. 17.3.2006 vegna vegamótanna í kjölfar alvarlegs umferðarslyss sem varð þá. Í bréfinu benti RNU á að vegamótin væru illa merkt, hæðarmismunur sé mikill við vegamótin og umhverfi þeirra hættulegt ef ökutæki fara útaf.   

 Enn og aftur sein viðbrögð, eða hvað?

 Hver er ábyrgur?  

 

Meira á síðu 37, en þar er þetta:

Við skoðun á Opel bifreiðinni komu nokkur athyglisverð atriði í ljós. Bifreiðin hafði verið búin öryggispúðum, en þeir höfðu sprungið út í árekstri sem átti sér stað í október 2003. Eftir slysið var bifreiðin keypt af tryggingarfélagi hennar og hún svo endurseld 12 dögum síðar. Ekki hafði verið gert við öryggisbúnaðinn eftir slysið og voru sprungnir púðarnir enn í bílnum. Nutu ökumaður og farþegi í framsæti þeirra ekki í þessum árekstri. Búnaður sem strekkir á öryggisbeltunum við árekstur hafði sprungið út í þeim árekstri einnig. Báðir beltastrekkjararnir voru sprungnir og nýttust því ekki ökumanni og farþega í slysinu.  

 

 Það er meira um þetta í skýrslunni sjálfri, á blaðsíðu 37 og 38

 

Hver er ábyrgur?


mbl.is Hraðakstur algengast orsök banaslysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Held ég skilji hvað þú ert að fara Birgir, málið er þetta niðurstöður RNU eru ekki notaðar rétt eða réttara sagt alls ekki notaðar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þetta er ótrúlegt að lesa - enn einu sinni þá kemur í ljós að engin ber ábyrgð á neinu á þessu blessaða landi okkar.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 30.6.2008 kl. 21:07

3 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að ég hélt það væri skylda að skera á ónýt bílbelti eftir umferðarslys (bílbelti sem hefur bjargað lífi er í 70% tilvika ónýtt) svo menn neyddust til að skipta um þau svo bíll stæðist skoðun.

Annars er ljótt að vita til þess að tryggingafélög á Íslandi stuðla að banaslysum með því að selja aftur til annars en niðurrifs ökutæki sem lent hafa í mjög alvarlegum slysum. Í minnsta lagi gætu þau komið sér saman um skrá yfir slík ökutæki þannig að þau neiti að tryggja  þau nema framvísað sé vottorði um að gert hafi verið við bíla á fullnægjandi hátt, td að skipta um ónýtan öryggisbúnað.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband