Kerfið er í klessu

Hvað er nýliði í umferðinni að gera á svona kraftmiklum bíl? Aldrei fengi nýliði í flugi frelsi til að fljúga kraftmestu vélunum.

Það þarf að takmarka aðgang nýliða að kappakstursbílum. Sérstaklega kappakstursbílum sem löglega geta verið á götunum, innan um aðra bíla.


mbl.is Tekin á 199 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að daman hafi verið á bifhjóli.

Gísli Örn (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ÚPS!! Það gæti verið. En nýliðar á hjólum hafa ekki réttindi til þess að vera á stórum hjólum.

Birgir Þór Bragason, 17.7.2008 kl. 08:34

3 identicon

Birgir, þetta er ekki heimskuleg hugmynd... Ég hef aldrei skilið hvernig 17 ára krakkar (strákar aðallega) fá að versla sér Subaru Impreza á 100% láni sem eru rúmlega 300 hestöfl ?

Þeir eru ekki að aka kraftmiklum bílum til að fá fílinginn og halda sig innan skynsamlegra marka, heldur eru þeir að reyna að komast sem hraðast.... og þá skiptir bíltegundin ekki máli eins og Gísli Örn bendir á...

Ungir ökumenn reyna á þolrif tækisins sem þeir aka... það þarf eitthvað að gera til að tryggja að svona gerist ekki, t.d. setja ökurita í bíla hjá ökumönnum sem eru á blinu 17 - 20 ára og þegar bíll fer yfir xx í hraða þá lækki hann sjálfkrafa hraðann

Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:11

4 identicon

Vonandi verður ökutækið gert upptækt og að ógæfustúlkan missi prófið æfilangt. Fróðlegt væri að hafa upp á viðkomandi ökukennara og athuga hvort stúlkan hefði yfir höfuð átt að fá ökuskírteini.

Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:25

5 identicon

Það ætti að skikka svona fólk til samfélagsþjónustu sem felst í að segja öðrum hversu arfa vitlaus svona akstursmáti er. Láta hana gefa skýringu á hvað fór í gegnum hausinn (eða heilann), hvað fékk hana til að aka svona hratt.

Helga B. (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Baddikeli þetta er snilldarhugmynd.

Birgir Þór Bragason, 17.7.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband