Beltin Bjarga

EN hvað er að kennslunni? Því lendir nýliði í svona aðstæðum? Það er hægt að kenna á þessar aðstæður þannig að fólk veit hvenær það þarf að breyta akstri sínum í takt við aðstæður. Á hvern á að skrifa þetta slys? Á hvern hefði það verið skrifað ef hér hefði farið á versta veg? Þetta á ekki að gerast, punktur.
mbl.is Heppnar að ekki fór verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á skriflegu bílprófi ´92 fékk ég rangt fyrir að svara krossaspurningunni "Á alltaf að vera með beltin spennt?" Játandi... Ég vona að spurningar í dag séu betur samdar.

Óli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ökukennslan á Íslandi er náttúrulega bara djók. Þetta á bæði við um minna og meirapróf.  Bóklegi þátturinn virðist vega þyngst á metunum á kostnað þess verklega.

Svo þegar nýliðar í umferðinni lenda í aðstæðum sem þessum, þá er engin vitneskja til staðar, hvernig skuli bregðast við.

Ég legg það til að verkleg ökukennsla verði aukin til muna og að settar verði upp æfingabrautir í hverjum landsfjórðungi.

Að lokum, BELTIN BJARGA.

Hjalti Garðarsson, 22.8.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Landi

Jú jú beltin bjarga það hef ég reynslu af er einhver nýkominn með próf ákvað að bakka á fullri gjöf ú stæði á bílinn sem ég ók,en bíllinn minn var dæmdur ónýtur á eftir,að keyra eftir aðstæðum hefur skilað sér best hjá mér .

Landi, 22.8.2008 kl. 20:43

4 identicon

Áherslurnar í ökukennslu á íslandi eru bara rangar. Að sjálfsögðu skiptir máli að kunna hægriregluna og að vita hvað skiltin merkja en ef þið skoðið ökuprófin sem er verið að leggja fyrir nýliða þá virðist tilgangurinn frekar vera að flækja málin og að reyna að klekkja á próftakanum heldur en að sjá til þess að hann læri eitthvað á því.

Verklegi hluturinn er auðvitað bara grín. Prófdómarinn minn var í símanum mest allan tímann.

Kennarinn minn fór aldrei með mig á möl, hann sagði mér aldrei hvernig hauspúðinn ætti að vera stilltur(eða að það breytti máli), hann kenndi mér ekki að skipta um dekk, sýndi mér ekki hvernig ætti að jafna loftþrýtinginn í dekkjunum, sagði mér ekki hvernig ég ætti að bregðast við ef ég myndi lenda í slysi eða koma að slysi, útskýrði ekki hvernig loftpúðar og sprengibelti virkuðu.......

En það sem mér finnst sorglegast við þetta allt er að það er til staður og aðstæður á íslandi þar sem margt af þessu er kennt. Semsagt staður þar sem maður getur fengið miklu meiri fræðslu en í stöðluðu ökunámi fyrir nýliða í umferðini.

Hvernig kemst maður á slíkt námskeið? Jú eina leiðin til þess, í dag að minnstakosti er að vera með bráðabirgðaskirteini, missa 4punkta eða fleiri og fara um leið í akstursbann.

Reyndar eru svosem smá óþægindi sem gætu fylgt því eins og að vera próflaus í 3-?mánuði, borga 100þús+ í sektir og að sjálfsögðu borga 60þús fyrir námskeiðið sjálft.

Engar áhyggjur námsmenn mega taka þetta á VISA rað :)

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband