Kominn tími á að skipta um fólk í RNU

Enn og aftur hrapar RNU að niðurstöðu. Þegar menn aftur og aftur benda á afleiðingar sem orsök slysa þá náum við ekki árangri í baráttunni við slysin. Það er tímabært að skipta um fólk í þessar nefni og einnig starfsmenn nenfndarinnar.

 Fara þarf faglega leið í skipan fólks í þessa nefni. Taka á reglur um skipan í rannsóknarnefnd flugslysa sem leiðbeinandi um RNU 


mbl.is Banaslys rakin til hraðaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Nei, Kenny.

Birgir Þór Bragason, 30.10.2008 kl. 16:14

2 identicon

Þeim er vorkunn svörtu sauðunum í umferðinni sem drepa sig eða aðra. Til þess eru vítin að varast segi ég. Það þýðir ekkert að loka augum fyrir þessum leiðu staðreyndum. Staðreyndirnar tala því miður sínu máli

Smári (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:18

3 identicon

Sæll Birgir,

Þú segir RNU hrapa að niðurstöðu og að nefndin bendi á afleiðingar sem orsök. Hver er hugsanleg orsök þessara slysa? Mér finnst vanta aðeins upp á innleggið hjá þér. Það væri gaman að sjá nánari skýringu á þessu og þínar pælingar þarna um.
Talandi um að skipta út RNU og starfsfólkinu, er ekki löngu kominn tími á slíkt í Umferðarráði??? Það finnst mér vera steinaldarstofnun sem virðist hafa þá einu áherslu að segja að hraðakstur sé orsök alls ills. Hvernig skilgreinum við hraðakstur? Hvernig skilgreinum við ofsaakstur? Er það viss hraði sama hvert ökutækið er, hverjar aðstæður eru eða er það þegar ekið er x kílómetrum hraðar en lögleyfður hámarkshraði? Oft finnst mér upphrópanirnar of miklar án þess að nokkuð liggi að baki nema upphrópunin sjálf. Úlfur úlfur.

Ég vil taka það fram að ég er ekki meðmæltur hraðakstri en mér finnst áherslan hér á Íslandi snúast of mikið um hraðakstur. Það er eins og það séu ekki til önnur umferðarlagabrot í huga Lögreglu og Umferðarráðs en hraðakstur því áherslan virðist mest á að sitja bak við stein og taka ökumenn í radar. Ég vildi frekar sjá tekið á almennum brotum eins og akstri gegn gulu (rauðu) ljósi, stöðvunarbrot, (lagt þvers og kurs upp á gangstétt eða í raun hvar sem er nema í bílastæði) rétt notkun stefnuljósa, rétt notkun akreina og rétt notkun ökuljósa (slökkva öll þokuljós í skyggni yfir 300m). Ég held að með því  væri hægt að auka vitund og virðingu hins almenna ökumanns gagnvart öðrum í umferðinni og þá mundi hraðakstur ósjálfrátt minnka. Þegar ökumenn fara að átta sig á því að þeir komast ekki upp með að haga sér að vild í umferðinni þá batnar hegðunin almennt.

Það sem ég held hins vegar að sé brýnast er að láta alla atvinnubílstjóra fara á upprifjunarnámskeið og í ökupróf einu sinni á ári. Hver ætti að greiða fyrir það? Bílstjórarnir sjálfir svo þeir haldi réttindum sínum eða atvinnurekandinn. Þetta er rétt eins og flugmenn þurfa að gera nema þeir fara 2x ári held ég. Atvinnubílstjórar ættu að vera fyrirmynd annarra ökumanna í góðum siðum en raunin er sú að atvinnubílstjórar virðast vera mestu slóðarnir í umferðinni og þeir sem minnsta virðingu bera fyrir öðrum í kringum sig. Það er eins og þeir haldi að þar sem þeir hafi atvinnu sína af akstri og þeir hafi svo mikla reynslu að þá eigi þeir göturnar og umferðarmannvirkin skuldlaust og geti hagað sér eins og þeim sýnist. Þarna þarf helsta hugarfarsbreytingin að verða ef okkur á að takast að fá umferðarmenningu eins og hún gerist best í Evrópu. Ég er viss um að þegar atvinnubílstjórar sýna gott fordæmi þá fylgir almenningur á eftir.

Auka þarf fræðslu til almennings og að minna ökumenn á það hvernig á að nota ýmis umferðarmannvirki eins og t.d. hringtorg. Taka mætti fyrir 1-2 atriði á ári og efna til samkeppni um að útbúa fræðsluefni f. sjónvarp. Ég er viss um að ungir kvikmyndagerðarmenn stykkju til og tækju þátt í því ef séð væri til þess að þeir fengju viðeigandi kynningu á sér og að sjálfsögðu þokkaleg verðlaun fyrir það að vinna keppnina. Eftir nokkur ár yrði til gagnabanki með skemmtilegri fræðslu sem hægt væri að láta rúlla með vissu millibili á sjónvarpsstöðvunum og auðvitað alltaf aðgengilegt á Netinu.

Allt kostar þetta peninga en hvers virði er eitt mannslíf?!?

Nonni (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:32

4 identicon

Áhugaverður rökstuðningur fyrir kröfunni um mannabreytingar, þú væntalega veist betur um hvað olli slysunum. 

Á næst að hætta að horfa á Top Gear, ef frá er skilinn þátturinn sem tekinn var á Kleifarvatni.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Höfum eitt á hreinu. Allur hraði umfram 35 km/klst. er lífshættulegur. Bílar með nútíma öryggisbúnaði (sé hann notaður) verndar okkur upp að 70 km/klst.

Annað sem hafa þarf á hreinu, ég réttlæti ekki lögbrot í umferðinni.

Í þriðja lagi, ef menn ætla að koma í veg fyrir að óhapp endurtaki sig þá verða menn að finna orsakir, raunverulegar orsakir óhappsins.

RNU hefur á undanförnum árum skrifað mörg óhöpp á hraða jafnvel þó ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða lyfja eða fíkniefna. Í þeim tilfellum er hraðinn afleiðing aðstæðna ekki orsök óhappsins.

Í slysinu á Akranesi virðist ökumaður hafa misst stjórn á bifreiðinni þegar hann missti bílinn í spól.

Og hver er þá orsök óhappsins sem leyddi til þessa hræðilega slyss.

1. Nýliði á of kraftmiklum bíl.

2. Nýliði sem tók ekki tillit ástands hjólbarða. Vissi hann hvað gæti gerst á sléttum hjólbörðum í bleytu?

3. Nýliði á lánsbíl, bíl sem hann þekkti ekki.

Loftpúðar í bílum ættu ekki að vera virkir ef beltin eru ekki spennt. Það ætti ekki að vera hægt að keyra bíla án þess að spenna beltin í þeim sætum sem setið er í. En það er bara mín skoðun.

Í skýrslunni sem fjallar um kappaksturinn á Kringlumýrarbraut er vísað í annað slys sem varð í mars 2006. Í því tilfelli var ökumaður undir áhrifum áfengis. Sá kappakstur var því afleiðing vímuástands. Að RNU leggi það að jöfnu segir mér að nú er kominn tími á að skipta út þessu fólki.

ps. Einu sinni var það þannig að starfsmaður RNU sagði frá niðurstöðum rannsókna og hvað væri að í umferðarmálum á Íslandi. En þannig var það, en þannig er það ekki í dag. Honum var nefnilega bannað að segja frá því sem var óþægilegt fyrir embættismenn.

Birgir Þór Bragason, 30.10.2008 kl. 19:52

6 identicon

Takk fyrir.

Greinargóður rökstuðningur.

Ég geri mér fulla grein fyrir þinni afstöðu til lögbrota í umferðinni. Ég vildi bara benda á að það eru svo miklu fleiri brotalamir en hraðakstur eingöngu en það er ekkert tekið á því. Annað með hraðakstur þá finnst mér vanta hvernig við skilgreinum hraðakstur og hvernig við skilgreinum við ofsaakstur?

Varðandi lífshættulegan hraða, þá ætti að vera langhættulegast að fljúga en flug er samt öruggasti ferðamátinn er alltaf sagt.

Nonni (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 04:41

7 identicon

Ekki thekki ég neitt til RNU. En mikid er ég sammála thessu med atvinnubílstjórana sem Nonni skrifar hér ad ofan.

Hljómar kannski eins og útúrsnúningur, en ég er theirrar skodunar ad thad sé ekki hradinn sem drepi, heldur fólk. Fólk sem höndlar ekki hradann, thekkir ekki bílinn, skortir reynslu, er í annarlegu ástandi o.s.frv.

Og thad ad löggan liggi bakvid stein med radarinn er bara hallærislegt. Kjánalegur feluleikur. Lögreglan á ad vera á ferdinni, vera sýnileg.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:10

8 Smámynd: Mamba

Ef þú hefur lesið skýrslur RNU um banaslys undanfarin ár þá má sjá að þú hefur rangt fyrir þér varðandi þá fullyrðingu þína að þeir einblíni eingöngu á hraðakstur. Einnig ferðu ekki með rétt mál þegar þú vitnar í skýrslu um banaslys á Sæbraut í mars 2006. Þar gefur þú í skyn að RNU hafi afgreitt málið þannig að orsök slysins hafi eingöngu verið hraðakstur, það er ekki rétt hjá þér. Orsakagreingin var eftirfarandi og þríþætt; #Rannsókn leiddi í ljós að ökumaður var í kappakstri og ók langt yfir hámarkshraða. #Ökumaður var undir áhrifum áfengis. #Ökumaður notaði ekki bílbelti og kastaðist út úr bifreiðinni. Að lokum vil ég benda á að áfengisáhrif eru ekki þau sömu og vímuefnaáhrif. Og maður sem er ölvaður er af þeim sökum í áfengisáhrifum en ekki vímuefnaáhrifum.

Mamba, 31.10.2008 kl. 17:09

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mamba??

Hvar fullyrði ég að RNU einblíni á hraðakstur? Og „eingöngu“ eins og þú skrifar?

Varðandi slysið á Sæbraut þá er það eimitt sú staðreynd að ökumaður var ölvaður að hann er ekki í stakk búinn til þess að taka ákvarðanir. Þess vegna er hann í kappakstri + á alltof kraftmiklum bíl.

Annars er ekki heil brú í því sem þú skrifar og því ekki svaravert.

Birgir Þór Bragason, 31.10.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Mamba

Takk, þessi umæli þín um mín innlegg í þessi mál lýsa eflaust þér sjálfum best.

Mamba, 31.10.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mamba þú skrifar þessa setningu:

„Ef þú hefur lesið skýrslur RNU um banaslys undanfarin ár þá má sjá að þú hefur rangt fyrir þér varðandi þá fullyrðingu þína að þeir einblíni eingöngu á hraðakstur.“

Það er varla heil brú í þessu.

Næsta setning hjá þér er:

„Einnig ferðu ekki með rétt mál þegar þú vitnar í skýrslu um banaslys á Sæbraut í mars 2006.“

Ég vitna hvergi í skýrslu um þetta slys.

Birgir Þór Bragason, 31.10.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband