Að þeir voru ekki fleiri á sér skýringu

Umferðarljós. Með þeim er alltaf verið að stöðva umferðina. Það gengur illa að fá menn til að samstilla ljósin þannig að umferðin gangi hraðar fyrir sig.
mbl.is 431 ók of hratt um Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu alveg viss? Nú er það svo að ef umferðin rennur greiðlega eru ökumenn sjaldnar að auka hraðan og þar af leiðandi frekar að keyra á jöfnum hraða og því minni hvati að keyra of hratt.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Margar þessara mælinga eru algjörlega ónothæfar til þess að ná fram skilningi á hvað raunverulega er að gerast í umferðinni. Ef mælt er á milli þessara ljósa og ljósanna við Húsasmiðjuna fæst allt önnur niðurstaða. Það þarf ekki að aka oft þarna um til þess að átta sig á því.

Til hvers er verið að mæla þetta og til hvers er verið að birta þessar niðurstöður? Er hægt að nota þær til einhvers? Er verið að mæla hitt og þetta á hinum og þessum stöðum (allt kostar þetta peninga) til þess eins að birta þetta í fjölmiðlum? Eiga þessar mælingar að auka umferðaröryggi? Ef svo er þá þarf að mæla á marktækum stöðum.

Birgir Þór Bragason, 22.1.2009 kl. 19:53

3 identicon

Á þeim leiðum sem ég keyri daglega eru umferðaljós stillt þannig að aki maður á löglegum hraða þarf maður sífelt að nema staðar á rauðu ljósi.

Aki maður hinsvegar aðeins hraðar fær maður grænt í gegn.

Lögreglan bíður svo milli ljós í þeirri von að ná þeim sem vilja spara bensín og tíma (það er jú dýrt að nema staðar og taka aftur af stað).

Þetta er sennilega samstillt átak til að auka skatttekjur enda ekki vanþörf á...

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það getur nú varla verið rétta leiðin að ríkið „nýti“ sér lögbrot sem tekjustofn!

Birgir Þór Bragason, 28.1.2009 kl. 11:12

5 identicon

Já vissulega er stór hluti af þessum mælingum óþarfur, undanfarið hef ég td þurft að aka upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni á morgnana og oftar en ekki er löggan að mæla hraðan ökumanna á leið niður, þar sem er bíll við bíl og meðalhraðinn er ca 40 km á klst. væri ekki nær að mæla hraða þeirra sem eru á leið upp brekkunna en þar er greiðfært og allar líkur á að einhverjir snapi sér upp fyrir hámarkshraða þrátt fyrir lögreglubíl í vegkantinum.

En jú að væri í hæsta máta óeðlilegt ef ríkið stæði í því, en væri það eitthvað óeðlilegra heldur en þegar umferðaröryggisgjaldið var hækkað fyrir nokkrum árum því ríkið hafði orðið fyrir svo miklum útgjöldum vegna fólks sem hafði orðið fyrir líkamsárásum í miðbænum um helgar?

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband