Umferðaröryggisumræðan á Bylgjunni

Hér fyrir neðan er viðtal við Ólaf Kristinn Guðmundsson og Einar Magnús í þættinum Í býtið, föstudagsmorguninn.

Hvar verða slysin? Hefur þú einhverja hugmynd? Ég tók saman opinberar tölur og þetta er niðurstaðan:

Á vestfjarðakjálkanum slösuðust eða létust í umferðinni, 1998 til og með 2007, 372. Þetta er  2,62%  af heildinni.

Í Reykjavík einni 5.313 eða 37,47% af heildinni fyrir sama tíma. Opinbera talan á þessu árabili er 14.180

Á höfuðborgarsvæðinu öllu 8.108 eða 57,18%

Hvar á þá að stinga niður fæti og gera lagfæringa? Það er til rannsókn sem sýnir að í hverjum 600 umferðaróhöppum verða slys á fólki í 10 tilfellum þar af eitt alvarlegt. Það er borin von að ætla að fjarlægja alvarlegu slysin, en við getum vel fækkað umferðaróhöppunum. Þannig munu færri slasast og færri alvarlega.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband