Þessi leið á eftir að kosta nokkur mannslíf

Samanburður í skýrslu frá í október 2008Sá dráttur sem þessi leið skapar mun kosta mannslíf. Einnig kemur það fram í nýlegu gögnum Vegagerðarinnar að minna öryggi verður á 2+2 en á 2+1 Þetta mun líka seinka mannsæmandi vegabótum á milli Mosfellsbæjar og Borgarness. Það mun kosta mannslíf því miður. Þetta er ekki klókt hjá Vegagerð og samgönguráðherra. Með takmörkuð fjárráð hefði veri nær að nýta fjármunina betur, í fleiri kílómetra af öruggum vegum.
mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Rétt hjá þér Birgir.  2+1 vegur er öruggari og auk þess miklu ódýrari en 2+2.  Þetta mál er keyrt áfram á tilfinningum og það kann ekki góðri lukku að stýra.

Sigurjón, 25.3.2009 kl. 18:26

2 identicon

Nú spyr sá er ekki veit. Hvernig er 2+1 öruggari en 2+2 ?

Hermann (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:11

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það sést meðal annars í þessari mynd sem fylgir þessari færslu.

Í raun er það vegna þess að Vegagerðin ætlar að byggja 2+2 veg án vegriða. Það er nokkuð sem tíðkast ekki annarstaðar. Því verður ekki aðskilnaður á milli akstursstefna og hætta á framaná áregstri verður til staðar.

Birgir Þór Bragason, 25.3.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo er talað um 11 metra miðjusvæði svipað því sem er á Reykjanesbraut.

Hvernig passar það við hættulegri veg....?

Menn mega vera ánægðir með að það er þó farið í framkvæmdir ekki slökt á öllum framkvæmdum.

Ólafur Björn Ólafsson, 25.3.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það má nýta þá fjármuni sem eru til, mun betur. Það væri hægt að auka öryggi á mun fleiri kílómetrum ef farið væri í 2+1 í stað 2+2.

Birgir Þór Bragason, 25.3.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: B Ewing

Eru til rannsóknir sem lúta að slysum á mótorhjólafólki við þessa 2+1 vegi ?

Mér finnst þessi "ostaskeri" milli Litlu kaffistofunnar og Hellisheiðarvirkjunar vera stór hættulegur fólki á öðrum farartækjum en bílum í fullri stærð.

Einnig fæ ég ekki séð að gert sé ráð fyrir hjólreiðafólki við þessar framkvæmdir, rétt eins og við nýju Reykjanesbrautina.  Mig minnir að markmiðið fyrir 2+2 vegakaflana hafi verið líka að leggja sérstakan hjólastíg eða hjólarein og banna hjólreiðar á 2+2 vegum.  Er búið að falla frá þeim áformum ?

B Ewing, 25.3.2009 kl. 20:30

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þessi ákvarðanataka er ekki ákvörðun um framkvæmd heldur að gera ekkert og það var það sem stóð til, það er búið að vera að rugla í þessu fram og til baka til þess eins að gera ekkert, það var tekin ákvörðun fyrir tæpu ári um að fara í að gera heiðina 2+1 (hún er það) og aðrir kaflar áttu svo að koma á eftir, hér er engin breyting, þanneigin að ég er sammála þér Birgir að þetta rugl á eftir að kosta mannslíf.

Að sjálfsögðu áttu menn að byrja tvöföldun í beinu framhaldi af Reykjanesbrautinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2009 kl. 20:43

8 identicon

Glæný skýrsla sænsku vegagerðarinnar um reynsluna af 2+1.

M.a. kemur fram að slysatíðni og líkur á dauða mótorhjólamanna aukast ekki með 2+1 vegi með víravegriði í miðju. Þvert á móti sé hún 40-50% lægri fyrri 2+1 vegi með vegriði samanborið við hefðbundna 1+1 vegi.

http://www.vti.se/EPiBrowser/Publikationer/R636.pdf

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband