Sammála!

Það er rangt hjá dómurum að Vettel eigi sök hér. Skil ekki hvað þeir sjá sem rökstyður þennan dóm.
mbl.is Schumacher gagnrýnir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Þetta er bara hluti af kappakstri alveg fáránlegt að refsa honum fyrir þetta.

Hörður (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:07

2 identicon

Ég er ekki sammála einni ákvörðun sem dómararnir tóku í þessari keppni. Þeir sleppa Barrichelo tvisvar eftir augljóslega fáránlega árekstra sem hann á alla sök á, dæma Vettel fyrir áreksturinn undir lokin, og síðan eftir að hafa látið minn mann Tulli ræsa af bílskúrssvæðinu útaf einhverju algjöru rugli taka þeir af honum þriðja sætið eftir að hafa verið lang bestur á brautinni útaf einhverju væli hjá Mclaren.

Ég ætla að vona að þeir hakki Óla dómara í sig á fimmtudaginn í upphituninni fyrir næstu keppni. Það er reyndar svo til óhugsandi þar sem þeir eru alltaf með stjörnurnar í augunum þegar einhver sem er viðkominn kappakstri  mætir í þáttinn hjá þeim...

Arnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég var mjög hissa að Kubica skyldi beygja óhikað, vitandi að dekkin voru soðin  hjá Vettel og þar með hemlunargeta þeirra líka. Hefði hann ekki haft sig fram úr hvort sem er með því að halda aðeins utar inn í beygjuna. Sá sem er innan á hefur enga kosti nema fara út á gras.

Framlag Schumachers er ágætt, gott þegar gamlir meistarar tjá sig og taka afstöðu, það finnst mér af hinu góða. Hefði hann verið í sömu stöðu og Vettel hefði ekki gefið tommu eftir, hann var það grimmur karlinn . . . 

Það versta við svona dóma er, að maður fær sjaldnast að heyra einhvern rökstuðning fyrir honum. Því erfitt að  taka afstöðu, með eða móti. Best er að málin séu útkljáð í brautinni en ekki í bakherbergjum. Miðað við það sem nú er komið í ljós varðandi Trulli/Hamilton atvikið finnst manni einhvern veginn að menn hefðu átt að horfa í gegnum fingur sér! Sérstaklega ef dómararnir hafa tekið upp málið hjá sjálfum sér.

Ágúst Ásgeirsson, 30.3.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Einar Steinsson

Sammála, Óli og félagar eða kannski frekar þeir sem standa bak við þá (óþarfi að skjóta sendiboðann) eru að ganga að allri baráttu í þessu sporti dauðri og svo er kvartað yfir því að menn séu feimnir við að takast á um sæti. Í þessu myndbandi má sjá hvernig menn gerðu þetta fyrir 30 árum : Gilles Villeneuve gegn Rene Arnoux og þarna er ekki verið að berjast um sigurinn heldur annað sætið. Og annað sem mér finnst athyglisvert, þarna verða bílarnir ekki að spítnabraki bó að þeir snertist aðeins.

Einar Steinsson, 30.3.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kubica hefði alveg átt að vita að með því að auka hraðann svona snemma eftir beygjuna átti hann á hættu á nákvæmlega því sem gerðist, aka á framhjól Vettel.

Mér finnst nú samt óþarfi að sýna svona „hatur“ til dómar eða þeirra sem standa á „bakvið“. Án þeirra sem skipuleggja og framkvæma mótshaldið yrði engin Formúla.

Birgir Þór Bragason, 30.3.2009 kl. 20:17

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Hvað sem okkur finnst þá tók Vettel á sig alla sök, hann mátti líklega vita það að það var feigðarflan að gefa ekki eftir því Kubica var um tveimur sekúndum fljótari með hringinn; með grip í dekkjunum en Vettel ekki.

Er það ekki líka venjan í svona tilvikum að láta þann bera sökina sem er að innanverðu? Það minnir mig. Mér sýndist nú framhjól Kubica komin fram fyrir áður en hann beygði, og þar með beygjan unnin. Og frekar að Vettel ræki framvæng sinn í framhjól eða búk BMWsins. Með öðrum orðum, þá ók Vettel inn í BMWinn, sem ekki þykir góð venja.

Að athugðu máli er ég því eiginlega sammála dómurunum. Á gagnslausum dekkjum varðist Vettel of stíft. Hann mátti vita að það var vonlaust og einungis til að auka hættuna á óhappi. Eins og nákvæmlega varð.

Ágúst Ásgeirsson, 31.3.2009 kl. 06:08

7 Smámynd: Einar Steinsson

Ég tel mig ekki sýna neitt "hatur" í garð þeirra sem stjórna formúlunni en mér mislíkar sú stefna sem þessi mál eru að taka, það liggur við að það þurfi að fara að setja aukasæti í bílana fyrir lögfræðing til að leiðbeina ökumönnunum. Það er að koma upp aftur og aftur sú staða að þegar bílstjórar takast á í brautinni þá verða svona eftirmálar og það er mjög slæmt, að sjálfsögðu þarf að taka á því ef bílstjórar reyna vísvitandi að setja keppinautana úr keppni en það á að vera hægt að takast á í brautinni án þess að þurfa að eiga yfir höfði sér endalaus afskipti dómara. Ef dómarar halda sig ekki aðeins á mottunni þá er alveg sama hvað verður gert í tæknimálum til að auðvelda framúrakstur, bílstjórar munu hætta að taka áhættuna á að fá endalausar refsingar. Bílstjórarnir, bílarnir og liðin eiga að leika aðalhlutverkið, dómarar eiga að vera í aukahlutverkum.

Einar Steinsson, 31.3.2009 kl. 09:07

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þó Vettel viðurkenni að hafa reynt of mikið þá finnst mér dómurinn rangur. Knattspyrnumaður sem játar á sig handarsnertingu við boltann í eigin vítateig er ekki dæmdur til refsingar í næsta leik.

Þetta er íþrótt og þeir sem takast á vita báðir að slíkt getur leitt til þess að annar eða báðir tapi á því. Kubica er sekur um að hafa ekki sýnt þolinmæði, fyrir það var honum refsað á brautinni. Vettel tók einnig út refsingu við að reyna of mikið.

Birgir Þór Bragason, 31.3.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband