Ónákvæmni Mbl.is

Ef vélin var í þriggja tíma fjarlægð frá París, þegar samband rofnaði, þá hefur hún verið komin norður fyrir Kanaríeyjar. Hún getur því varla verið úti fyrir strönd Brasilíu.
mbl.is Farþegaflugvélar saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Ekki bara þetta, frá norðurströnd Brasilíu til Parísar til er 8-9 tíma flug. Illa skrifuð frétt.

Hvumpinn, 1.6.2009 kl. 11:06

2 identicon

Þegar ég fór til Brasíliu þá var þetta eimmit 8:30 tíma flug

birgir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:25

3 identicon

Fyrst þetta er svona illa skrifuð frétt, þá gleður það ykkur kannski að hún er tekin orðrétt upp af BBC.

Alltaf sama sagan með Moggabloggara og hjarðhegðun ykkar... þið vitið að mbl.is afritar svona fréttir upp úr erlendum miðlum vegna þess að þeir hafa auðvitað ekki menn til að senda á staðinn frekar en margar aðrar fréttaveitur. Samt dettur ykkur í hug að þeir séu finna upp þessar tímasetningar hjá sjálfum sér! "Ónákvæmi mbl.is..". 

 Hérna er BBC fréttin sem var afrituð orð fyrir orð í morgun þar sem stóð að vélin væri týnd "off the coast of Brazil": http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/8076848.stm

Mbl mættu hinsvegar kannski fara að uppfæra þessa frétt hjá sér þar sem BBC fréttin hefur nú bætt miklu við. Slakið samt aðeins á í að nýta öll tækifæri til að grilla mbl.is, það eru jú einu sinni þeir sem gefa ykkur þessa rödd.

Arnar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 12:38

4 identicon

Mikið þykir mér þetta mikið hjartans mál fyrir þig Arnar. Morgunblaðið er LANGT LANGT í frá, hafið yfir gagnrýni. Og ég nota sömu ástæðu og þú taldir upp til þess að gagnrýna það. Fréttir þess eru einungis þýddar fréttir hingað og þangað. Það er engin fréttamennska í gangi. Þetta eru þýðendur, ekki fréttamenn sem skrifa þessar greinir. Og illa skrifandi þýðendur, mætti einnig bæta við.

Þetta er risafrétt og það ber að rannsaka hana og athuga nánar áður en henni er fleygt á forsíðu mest skoðaða vefs landsins.

Óskar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:58

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Alveg sammála þessu.  Gæði frétta á vef Mbl eru ekki mikil, en þetta eru líklega mest menntaskólakrakkar í aukavinnu sem halda úti þessum vef.

Guðmundur Pétursson, 1.6.2009 kl. 14:18

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Arnar, því í ósköpunum ætti það að gleðja mig að fréttin er þýðing fréttar hjá BBC? Mbl.is birtir þessa frétt og af fréttinn má ætla að vélin hafi horfið af radarskjám í nágrenni Evrópu. Það að sá sem skrifar fréttina á BBC gerði það hugsunarlaust er engin afsökun fyrir þýðandan á mbl.is.


Enn er þessi frétt á mbl.is. Enginn virðist hafa haft áhuga á að leiðrétta, nú eða spyrja starfsmenn Umferðarstöfu um áreiðanleika þeirra talna.


Þegar fréttir er sagðar af alvarlegum atburðum verða miðlar á borð við mbl.is að segja þær af varfærni. Það var ekki gert í morgun.

Birgir Þór Bragason, 1.6.2009 kl. 15:00

7 identicon

Hvernig ætlist þið til þess að fá fréttir af atburðum úti í heimi frá litlum fréttamiðlum sem eru ekki með útsendara á þessum stöðum eða geta sent menn á vettvang, öðruvísi en að þær séu þýddar fréttir af erlendum miðlum? Þessi frétt var alveg eins varfærin og hún gat verið. Þetta var þýdd fyrsta frétt af atburðinum og því gat alveg verið að hún væri ónákvæm, bæði á BBC og þá eins á mbl.is þar sem fyrstu fréttir eru oft óljósar.

Gæði þýðinganna eru hinsvegar annað mál sem má deila um, þar sem málfarsvillur og hroðvirkni koma oft upp. En módelið sem þessi frétt féll undir gat ekki verið með öðrum hætti. Litlir miðlar þýða eftir stórum miðlum. Svoleiðis er það bara út um allan heim og hefur ekkert með gæði litlu miðlanna að gera. 

Arnar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband