Getgátur eða eru til tölur um þetta?

Sigurður Helgason segir í þessari frétt:

„ Algengt sé að slík slys verði þar sem malbik endar og malarvegur tekur við, en þá athugi margir ekki að draga þurfi úr hraðanum þegar á mölina er komið.“

Eru til tölur sem staðfesta þetta eða er þetta bara ágiskun hjá honum?

 

Það er merkilegt að þó margoft hafi verið bent á að í handbókum flestra ef ekki allra bíla sem fluttir eru til Íslands segir að ABS bremsukerfi virki ekki á malarvegum, holóttum vegum og í snjó og krapa, þá vilja fæstir kannast við að það gæti verið frumorsök eða upphaf að atburðarás sem endar með slysi. Það er leikur einn að sanna að ABS er í raun stórhættulegt á Íslenskum malarvegum. 


mbl.is Banaslys útlendinga oft af svipuðum meiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

"Sé litið á tölfræðina kemur í ljós að frá árinu 2000 létust 20 útlendingar í 18 umferðarslysum hér á landi. Flestir þeirra voru ferðamenn en í einhverjum tilfellum var þó um að ræða fólk sem var búsett hérlendis. Í tólf tilfella var um að ræða útafakstur, sennilega af malarvegi eða vegna lausamalar í átta þeirra."

Dugar þetta sem tölur?

Annars er nokkuð algengt að fólk missi stjórn á bílum þegar þeir koma inn á malarveg, ekki bara útlendingar. Eftir því sem reynsluleysið er meira því meiri líkur eru á að lenda í þessu og síðan að bregðast vitlaust við þegar bílinn fer að rása. Reynslan ræður því líka hvernig fólk notar bremsur, með eða án ABS, þegar þeir lenda í vandræðum. Það er líklega fyrst og fremst reynsluleysið sem er aðalorsakavaldurinn fyrir slysum útlendinga í tengslum við malarvegi.

Þegar þú nefnir að ABS virki ekki í lausamöl, snjó o.fl. er það ekki aðallega bremsuvegalengdin sem breytist eða eru það aðrir þættir sem breytast líka? Ég hef ekki heyrt um að menn missi stjórn á bílnum við að klossbremsa með ABS á malarvegi (hef sjálfur þurft að gera það eins og fleiri) og man ekki eftir neinum vandræðum í snjó eða krapa, fyrir utan það að fljóta ef maður fer of hratt í krapann en það er án hjálpar frá bremsum . En það væri forvitnilegt að heyra ef þú þekkir einhver dæmi um annað.

Magnús Björnsson, 23.7.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Nei, Magnús þessar tölur sem þú telur upp duga ekki til þess að staðfesta orð eða getgátur Sigurðar.

Verstu aðstæður varðandi ABS og malarveg er að það eru engar bremsur. Þess vegna getur fólk ekki dregið úr hraða fyrir beygjur, og slíkt endar oft með útafakstri.

Já ég þekki dæmi um „bremsuleys“ í krapa vegna ABS. Meira að segja af eigin raun.

Annars vísaði ég í handbækur bílanna, og þar með að framleiðendur hafa gert sér grein fyrir vanköntum. Þeir fría sig með þessar ábendingar með framleiðslu sinni. Samt selja þeir bíla sem eru bremsulausri við vissar aðstæður, merkilega algengar á Íslandi.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Man einhver eftir þessu?

Í gestabókinn minni hér blogginu er þetta:

Fordinn var í lagi

Sæll Birgir. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum mun Fordinn sem fór í gilið fyrir austan hafa verið rannsakaður gaumgæfilega. Rannsóknin leiddi í ljós að bíllinn var í fullkomnu lagi, þ.m.t. bremsur. Svo mörg voru þau orð. Skrítið að sjá ekki stafkrók frá lögreglu um málið.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Magnús Björnsson

Það er hægt að finna einhverjar skýrslur á netinu, hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa og umferðarstofu ef ég man rétt. Ég hef einhvertíma gluggað í þær og ef ég man rétt þá hafði ég þessa tilfinningu fyrir mölinni eftir það (auk frétta sem gætu svo sem verið bjagaðar).

Krapi er algjört eitur til aksturs. Maður hefur ósjaldan misst bílinn á flot, jafnvel á lítilli ferð. Þegar maður bremsar tekur yfirleitt ekkert skárra við, bílinn er áfram á floti (eða fer á flot ef maður var ekki þegar kominn í vandræði). Ég get ekki sagt að ég finni mun á bílum með eða án ABS (þó minnið sé kannski farið að ryðga með gömlu "kloss-bremsunina"). Ég get samt þóst vera nokkuð viss um að bíllinn láti ekki ver af stjórn þegar maður er kominn á flot með ABS, þó það gangi mögulega ver að stoppa helv..... bílinn  Bíllin flýtur áfram, sama hvað maður gerir þar til hraðinn er kominn nógu mikið niður (yfirleitt án þess að bremsur geri nokkuð gagn) eða maður er kominn út í móa........

En kannski er ég bara svona góður ökumaður... .(hóst..)

En fréttin sem þú bendir á með fordinn í Mjóafirði. Ég man eftir þessu atviki og ef ég man rétt fór maður að heyra talað um möguleg tryggingasvik í tengslum við þetta enda nokkur dæmi til um slíkt. Hvort það hafi verið illar tungur þori ég ekkert að segja til um

Magnús Björnsson, 23.7.2009 kl. 14:27

5 identicon

Sæll Birgir.

Eins og ég hef lítið álit á Umferðastofu og Umferðareftirliti á Íslandi en nst mér engin ástæða til að tortryggja allt sem þeir segja. 

Er t.d. ekki nokkuð til í því að fólk sem er ekki vant að keyra nema spegilsslétta malbikaða vegi hefur ekki kunnáttu til að keyra á lausamöl bíl með eða án ABS.  Þessi kunnátta verður ekki heldur kennd á klukkutíma fyrirlestri og pottþétt ekki af Umferðastofu.

Ég hef líka orðið var við að þú hafir sérstaka andstyggð á ABS bremsukerfum.  ABS kerfi er tæki sem er ekki endilega hannað til að draga úr hemlavegalengd heldur ekki síst til að ökumaður hafa tækifæri til að stjórna bílnum á meðan hann hemlar, s.s. kunnáttulitlum ökumönnum sem ekki fatta að létta á ástiginu á bremsupedalann. 

Ég veit að ABS gerir bíla því sem næst bremsulausa í vissum skilyrðum og þá sérstaklega í krapa niður brekkur er það hreinn hryllingur.  Að kenna ABS kerfum um fólksbílinn sem fór í gilið á Mjóafjarðaveginum er ekki sérstaklega góð vísindi. 

Okkur er tvímælalaust engin vorkun að kenna ökumönnum um tildrög flestra slysa.  Ökumenn, í óðagoti, þramma á vitlausann pedala kúpla frá af miklu afli, gefa í o.s.frv.  eða bregðast rangt við í panikkasti og þá má fullyrða að í mörgum tilfellum eða flestum hafi ökumaðurinn ekið of hratt og án tilliti til aðstæðna.  Aðstæðurnar eru ekki síst hann sjálfur og geta hans til að bregðast við óvæntu.

Nokkrir þættir verða ekki rannsakaðir að fullu t.d. getur Rannsóknanefnd umferðaslysa aldrei áætlað að kind hafi ollið slysi nema hún sjáist lemstruð skammt frá slysstað eða einhvert vitni gefi þá skýringu.  Af og til valda dýr slysum en sleppa sjálf og fæstir útlendingar vanir kindum á vegum þar sem leyfður er 90km hraði.  Bara sem dæmi.

 Kv Jón Garðar

Jón Garðar (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:12

6 identicon

Enn er ekki skrýtið að þegar maður ferðast til dæmis um Portúgal að þar eru malavegir og engin skilti sem segja manni að það sé stutt í malarveg og ekkert er talað um slys á þeim vegum. Sama er á Grikklandi, Krít og fleirri löndum sem ég hef ekið um. Kv Simmi

Sigmundur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:31

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sæll Jón Garðar. Í bloggi mínu hér að ofan bendi ég að að framleiðendur bifreiða vara notendur við göllum á framleiðslu sinni. Ég kalla það galla að vera með bremsukerfi sem virkar ekki við tilteknar aðstæður. Við vitum það báðir að slíkar aðstæður eru algengar hér á landi. Það sem verra er er að þeir sem eiga að vera í fararbroddi hvað varðar umferðaröryggi á Íslandi hafa ákveðið, að því er virðist, að loka augunum fyrir þessu. Á því hef ég andstyggð.

Sá ökumaður sem hefur ekki reynslu af akstri á malarvegi þarf ekki á því að halda að sú bifreið sem hann ekur og hefur stýrt og bremsað ágætlega á malbiki, verði bremsulaus þegar til á að taka á malarvegi. Er einhver sem uppfræðir þessa ökumenn um að slíkt getur gerst? Ef svo er þá væri gaman að heyra af slíku.

Varðandi óhappið sem ég vísaði í hér að ofan þá er ég frekar til í að trúa ABS gallanum en því að þetta hafi verið viljandi.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2009 kl. 15:40

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Aðeins meira Jón Garðar. Þú skrifaðir hér að ofan:

„Eins og ég hef lítið álit á Umferðastofu og Umferðareftirliti á Íslandi en nst mér engin ástæða til að tortryggja allt sem þeir segja.“

Eftir Sigurði Helgasyni er haft:

„Algengt sé að slík slys verði þar sem malbik endar og malarvegur tekur við, en þá athugi margir ekki að draga þurfi úr hraðanum þegar á mölina er komið“

Í skýrslu RNU fyrir árin 2000 til 2004 er ekkert sem bendir  til að það sem eftir Sigurði er haft eigi við rök að styðjast. Sjá nánar á síðum 6,7 og 8 í þessar skýrslu.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég er sammála, að ABS geti verið varasamt við vissar aðstæður, en ég tel það alls ekki geta verið ástæða ,,bremsuleysis" hjá fólki.

Sjálfur hef ég ekið um flesta vegi landsins, líka þennann í Mjóafirði, og þó að bremsur hagi sér undarlega á þvottabrettum, eru þær ekki orsök útafkeyrslna.

Það er hinsvegar hraðinn !

Ofmat bílstjóra á hæfni sinni !

Ofmat á getu bílsins !

Vanmat á aðstæðum !

Hvað varðar túrista, sem eru sérstakt áhugamál mitt, þá tekur maður eftir því, að þeir eru ansi oft á eftir áætlun og vansvefta. Eftir að hafa vanmetið fegurð landsins, og þann tíma sem tekur að aka ákveðnar vegalengdir á Íslandi. T.d. er mjög algengt að erlent ferðafolk ætli að ,,skreppa" inn í Laka t.d.. Þangað eru aðeins um 50 Km. frá hringveginum, en að minnsta kosti þriggja tíma akstur hvora leið, með myndastoppum.

Eftir svona útúrdúr þarf fólk að keyra eins hratt og mögulegt er, til að vinna upp tapaðan tíma.

Ég held að þetta sé stærsti orsakavaldur í slysum útlendinga hér.

Hvað varðar unga manninn í Mjóafirði, ég var einu sinni yngri, og hafði gaman af því að ,,ralla" malarvegina. Sem betur fer varð aldrei alvarlegt slys, en hefði það orðið, hefði ég reynt að ljúga mig útúr því.

Unggæðisháttur.

Börkur Hrólfsson, 24.7.2009 kl. 09:08

10 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Börkur þú segir: „ Eftir svona útúrdúr þarf fólk að keyra eins hratt og mögulegt er, til að vinna upp tapaðan tíma.“

Rannóknarnefnd umferðarslysa segir í skýrslu um umferðaróhöpp erlendra ökumanna:

„Athygli vekur að hvorki er hraðakstur né ölvunarakstur ofarlega á lista yfir orsakir“

Þannig að þetta passar ekki hjá þér.

Birgir Þór Bragason, 24.7.2009 kl. 11:32

11 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Birgir,

Ef þú ekur á 30 Km. hraða, þar sem hann ætti að vera 15 Km/klst., og lendir í óhappi þess vegna, þá eru orsakirnar:

1. Of mikill hraði miðað við aðstæður, (hraðaakstur?)

2. Vanmat á aðstæðum.

3: Vanmat á hæfni þinni.

4. Ofmat á getu bílsins.

Í umferðarlögum stendur: ,,Enginn má aka hraðar en svo að hann hafi fulla stjórn á bílnum". Ef hann ekur hraðar en það, er það þá hraða akstur ?

Fyrir nokkrum árum var rútu ekið utaní brúarrið, og í framhaldinu valt hún í ána. Þar varð banaslys. Logreglan sá ástæðu til að tilkynna að EKKI hefði verið ekið of hratt, þar sem hámarkshraðinn (við bestu hugsanlegu aðstæður) væri 80 Km/Klst.

Ég hef ekið yfir þessa brú margoft, og eins aðstæður voru þennan dag, hefði mér aldrei dottið í hug, að á 80 Km/klst. yfir hana þennan dag.

,,Of hratt" og ,,Hraðaakstur" er ekki endilega það sama.

Í þessu sambandi langar mig til að spyrja:

Ef fullur ökumaður ekur útaf í beygju, segjum að hann hafi verið á 70, þar sem hámarkshraði er 80, en aðstæður leyfa aðeins 50,

Hver var ,,orsökin"

,,Hraðaakstur" ?

,,Of hratt ekið" ?

"Ölvunarakstur" ?

Eða ,,lélegri hönnun bílsins" að kenna ?

Börkur Hrólfsson, 24.7.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband