Bílar eru leiktæki.

Allt frá því að innflutningur á bifreiðum hófst til Íslands hafa þær verið notaðar fólki til skemmtunar. Bíltúrar eru eitthvað sem allir þekkja, rúnturinn, og já menn hafa reynt með sér í sparakstri, torfæru, ísakstri og þannig mætti lengi telja. Fram á síðasta áratug síðustu aldar þurftu menn að útvega sér aukahluti til þess að breyta bifreiðum í alvöru leiktæki, en þá áttuðu framleiðendur sig á því að leiktækin voru söluvara til almennings. Þá hófst æðisgengið kapphlaup þeirra í að fjöldaframleiða kappaksturstæki, með vélarafli, gírkassa, driflæsingum, fjöðrunarkerfum, bremsum og stýrisbúnaði sem sómir sér á kappakstursbrautum um víða veröld. Allt þetta varð falt fyrir næstum því það sama og venjulegur fjölskyldubíll. Um svipað leyti varð ógnaraflaukning í kappakstursbílum sem varð til þess að FIA, alþjóðaakstursíþróttasambandið sá sig tilneytt til að takmarka afl í keppnistækjum. Það gerist meðal annars í rally árið 1985 og var miðað við hámarksafl 300 hestöfl. Stórlega dróg úr slysum í ralli við þessar takmarkanir og slíkar takmarkanir eru nú í öllum greinum sem keppt er í undir merkjum FIA.

Alþýðustjórnir landa hafa hinsvegar veigrað sér við að setja slíkar takmarkanir á leiktækin sem seld eru almenningi og/eða notkun þeirra. Staðan er sú á Íslandi og víðar, að nýliði má aka 500 hestafla bifreið daginn sem hann fær ökuréttindi, í almennri umferð, innan um alla aðra umferð og það án þess að hann hafi sannað getu sína til að stjórna slíku tæki. Gatan er ekki leikvöllur en á meðan ekkert annað er að hafa og allir geta eignast eða fengið lánað leiktæki eins og bifreið, þá munu menn leika sér þar.

Við færðum knattspyrnu af götunum fyrir nokkrum árum síðan, lærum af því. Færum þessi leiktæki úr almennri umferð, fyrsta skrefið er að takmarka aðgang nýliða að þeim, skref tvö, að koma okkur upp leiksvæðum en samt með takmörkunum á afli miðað við reynslu

Við kennum börnunum okkar að synda á unga aldri, lærum af því. Færum verklega ökukennslu inn í grunnskólana og kennum þau fræði sem þarf, til að komast lifandi frá samgöngum á landi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru svo sem gömul sannindi fyrir þá sem til þekkja en allveg ný fyrir flesta á Íslandi.  Svona grein mætti gjarnan birta í Mogganum.

Ólafur Guðmundsson. 

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband