Ný umferðarlög grein 15

Hljóðar svo:

Hvar skal aka á vegi.

Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.

Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera svo langt frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem er á undan, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Þegar ökutæki er ekið á 60 km á klst. eða meiri hraða skal bil á milli ökutækja vera eigi skemmra en 50 metrar. Utan þéttbýlis skal ökutæki, sem háð er sérstökum hraðareglum samkvæmt 35. gr., auk þess vera svo langt frá næsta ökutæki á undan að þeir sem fram úr aka geti án hættu komist á milli þeirra.

Aka skal hægra megin við umferðareyju o.þ.h., sem komið er fyrir á akbraut. Þó má aka vinstra megin, ef það er gefið til kynna með merki eða ekið er á akbraut með einstefnuakstri.

 

Gott og vel. Ef ekið er á 60 km/kls. þá eru eknir 17 metrar á sekúndu. Það þýðir að það tekur 3 sekúndur að aka 50 metra, hálfan fótboltavöll. Það þýðir að ein akrein á vegi flytur að hámarki 1200 bifreiðar á klukkutíma.  Mig grunar að það hafi farið framhjá nefndarmönnum að þessi regla dregur verulega úr afkastagetu umferðarmannvirkja. 

Neyðarhemlun á malbiki á 90 km/kls. í 0 km/kls. er 30 til 40 metrar, jafnvel styttri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég fór í ökuskólann 17 ára var mér kennt það þar að hæfilegt bil á milli bíla væri 3 sek. og miðað við að viðbragstími, það er tíminn sem það tekur að átta sig á breyttum aðstæðum, er talinn vera 1-2 sek. þá finnst mér þetta hæfilegur tími og því ekkert óeðlilegt að festa hann í lög. Ef lögreglan nær að halda fólki við efnið í þessu máli má væntanlega fækka aftanákeyrslum.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kjartan, 50 metrar eru hálfur fótboltavöllur. Það er engin ástæða til þess að lögfesta svona bull. Þetta eru tveir bílar á hverjum 100 metrum. Það gerir 10 bíla á kílómetra. Á Kringlumýrarbraut frá Nesti í Fossvogsdal að brúnni á Bústaðavegi væri þá pláss fyrir 9 bíla á hverri akrein. Reyndu að sjá þetta fyrir þér.

Birgir Þór Bragason, 28.7.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Besta að bæta þessu við. Frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar niður að Rauðarárstíg væri pláss fyrir 10 bíla á hvorri akrein.

Birgir Þór Bragason, 28.7.2009 kl. 21:23

4 identicon

Því miður er allt of oft sett lög eða reglur sem erfitt er að framfylgja.

Ég sé ekki löggæsluyfirvöld geta framfylgt þessu.

...en sé þessu framfylgt þá hvetur þetta sannarlega til samnýtingar bifreiða og eða notkunar á almenningsvagna.

tryggvi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:14

5 identicon

Ef það eru 2 bílar á 100m gerir það 20 bíla á km ekki 10 miðað við að ekið sé á 60km/klst. Ég skal alveg taka undir að það eru fáir bílar.

Hin rökin sem nefnd hér að ofan vega þó þyngra að mínu mati. Það er að það er erfitt ef ekki útilokað að framfylgja þessu og lög sem ekki er hægt að fylgja eru ólög því þau ýta undir virðingarleysi gagnvart lögum og lögreglu.

En vandinn er þrátt fyrir allt alveg burt séð frá hvað komast margir bílar fyrir á einum km af vegi eða hversu stórt hlutfall þetta er af fótboltavöllum að þá aka íslenskir ökumenn allt of nálægt næsta bíl því einhver einhverstaðar fór að telja fólki trú um að rétt bil milli bíla í umferð væri 3 bíllengdir eða ca 12 metrar. Ef bilið væri lengra mætti mjög sennilega fækka aftanákeyrslum sem í flestum tilvikum eru slys sem eiga ekki að geta gerst.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:43

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ÚPS!!! Auðvita eru það 20 bílar, takk fyrir það Kjartan. Það eru þá 11 fyrir ofan Lönguhlíð og 9 fyrir neðan. Úr verður martröð.

Trúir þú því Kjartan að meira bil milli bíla fækki aftanákeyrslum? Ekki ég. Og best að taka það fram að ég hef ekki rekist á neitt sem rökstyður þá kenningu að bilið á milli bíla ráði því hvort ekið er aftan á annan bíl eða ekki. Ég tel þetta vera kenningu, ekki  sannleika.

Nú má til dæmis horfa í eigin barm. Hefur þú lesandi góður ekið aftan á aðra bifreið? Ef svo er þá spyr ég hvers vegna? (Það er nóg að þú svarir sjáfum þér) Ef þú hefur ekki ekið aftan á aðra bifreið er það þá vegna þess að þú hefur alltaf minnst 50 metra í næsta bíl? Eða er það kannski vegna þess að þú fylgist með umferðinni fyrir framan þig og ekki bara næsta bíl, heldur líka bílnum þar fyrir framan?

Birgir Þór Bragason, 29.7.2009 kl. 20:10

7 identicon

Vissulega er þetta kenning, en miðað við það að ég hef aldrei ekið aftan á sjálfur, en hef orðið þeirrar "ánægju" aðnjótandi að það sé ekið aftan á mig og í þessum tilvikum hefði mátt komast hjá þessum árekstrum ef tjónvaldar hefðu ekki verið alveg upp við næsta bíl fyrir framan og með athyglina í lagi. Sér í lagi þegar haft er í huga að ég hafði verið kyrstæður í dáldinn tíma í 3 af  þessum skiptum.

En þar liggur einmitt hundurinn grafinn, athygli flestra ökumanna er ekki við aksturinn, hversu margir ökumenn í morgunumferðinni eru að mála sig, borða, plokka augabrúnirnar og hver veit hvað annað. Hins vegar vona ég að ef bilið er nægilega langt þá gæti verið að ökumenn átti sig á að umferðin fyrir framan þá hefur staðnæmst.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kjartan þú segir: „hafði verið kyrstæður í dáldinn tíma í 3 af þessum skiptum“. Bendir það ekki til þess að þeir sem óku aftan á þig í þeim tilfellum hafið verið með gott bil á milli?

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 07:17

9 identicon

Það er spursmál, eins og ég sagði þá er aðalvandamálið í umferðinni að bílstjórar virðast halda að það sé í góðu lagi að vera með athyglina við eitthvað annað meðan þeir eru í umferðinni, svo sem að borða, mála sig, greiða sér, tala í síma, senda sms og hver veit hvað annað.

Ég kann því miður ekki neitt töfraráð til að lagfæra athyglisbrest íslenskra ökumanna. En ég lifi í voninni að ef þeir neyðast til að hafa lengra bil milli sín og næsta ökutækis þá sé einhver leið að þegar athyglin dettur aftur þangað sem hún á að vera þá sé ennþá tími til stefnu til þess að bjarga málum.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:08

10 identicon

En svona í framhaldi af þessu, hvað finnst þér eðlilegt bil á milli bíla sem aka í sömu stefnu á um og yfir 60 km/klst? Og nú þýðir ekkert að taka mið af akstursíþróttamönnum sem hafa í flestum tilvikum mun styttri viðbragðstíma.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:12

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég met það hverju sinni. Það fer eftir því hvert útsýnið er fyrir mig, fram fyrir bílinn fyrir framan mig. Ég held mig til dæmis lengra frá stórum bílum sem hindra sýn fram á veginn. Sumir bílar eru þannig að maður sér í gegnum þá aðrir eru alveg lokaðir. Þá er útsýnið ekki gott og því lengra bil. Ég get ekki gefið upp í metrum og tel ég að akstur eftir tommustokk gangi hreinlega ekki upp.

Bil milli bíla er ekki afgerandi hvort aftanáheyrsla verður eða ekki. Rétt er líka að benda á að því lengra bil á milli því harðari verður ákeyrslan þegar sofandahátturinn er algjör.

Birgir Þór Bragason, 3.8.2009 kl. 20:58

12 identicon

Það er vissulega alveg satt að lengra bil getur þýtt að fremri bíllinn er orðinn alveg kyrrstæður meðan sá sem ekur aftan á er ennþá á fullri siglingu.

Eðlilega þarf að meta þetta hverju sinni enda var ég ekki að biðja þig um að gefa upp fjarlægð í metrum þar sem það er alveg vonlaus eining í þessu eins og ég benti á hér fyrr í umræðunni, en einhverjir ökukennarar hafa kennt nýjum ökumönnum að þeir eigi að hafa 3 bíllengdir milli bíla, sem þýðir að ef ekið er á 90km/klst eru 12-15 metrar milli bílanna á sama tíma og þeir fara 25m á sek.

Ég tel eðlilegra að meta bil milli bíla í tíma ég reyni gjarna að vera 2-3 sek á eftir næsta bíl, það verður til þess að ég ætti að hafa nægan tíma til að bregðast við ef eitthvað bregður út af. Það er tiltölulega einfalt að meta hversu mörgum sek maður er á eftir næsta bíl með því að telja í huganum hvað líður langt frá því hann fer fram hjá ljósastaur þar til maður fer sjálfur fram hjá sama hlut.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband