Gott að ekki fór verr

Það er varað við því hér í Danmörku að leika sér með hjálminn á höfðinu. Það er líka varað við treflum þegar hjólað er. Það er margt sem er gott við ákveðnar aðstæður en ákaflega óheppilegt við aðrar. Í nýjum umferðarlögum segir:

76. gr.

Notkun barna á hlífðarhjálmi við hjólreiðar.

Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.

Ákvæði1. mgr. á ekki við þegar barn hefur fengið læknisvottorð, sem undan­þiggur það notkun hlífðarhjálms af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.

Lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu samkvæmt 1. mgr.

 

 

Mér finnst merkilegt að ekki skuli allir vera skyldaðir til þess að nota hjálm þegar hjólað er. Eiginlega hugleysi hjá nefndarmönnum. 

 


mbl.is Átta ára stúlka hætt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitthvað sem ég hef furðað mig á síðan reglur um hjálmnotkun barna komu fyrst. Hvers vegna ekki að skylda alla til að vera með hjálm, einhver svaraði mér því til að það væri forræðishyggja. En þá spyr ég á móti er þá ekki forræðishyggja að skylda fólk til að nota bílbelti? En mér finnst mjög sambærilegt að skylda notkun reiðhjólahjálma, þar sem það er margsannað að þeir bjarga miklu þegar fólk lendir í slysum á hjóli.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Merkilegt hvað sumir eru uppteknir af því að lögleiða beri hjálma á alla hjólreiðamenn. Ástæðuna má líklega finna í því að þeir sjálfir eru ekki hjólreiðamenn og hafa því ekki kynnt sér málið. Það er ekki hægt að líkja saman bílbeltum og hjólreiðahjálmum.  Ef eitthvað er sambærilegt við bílbelti í bílum þá eru það smellupetalar eða tábindingar á reiðhjólum.

Ef lögleiða á hjálma á alla hjólreiðamenn þá tel ég að það eigi að gilda um alla þá sem stunda samgöngur, líka ökumenn. Ég er þá nokkuð viss um að menn eins og Kjartan Þór munu ekki vera sammála. En hvers vegna er verið að lögleiða hjálma í aksturskeppnum ef það er svo ekki gert við almenna ökumenn? Fyrir því eru "rök" og þegjandi samkomulag. Hjólreiðamenn hafa hinsvegar enn betri rök fyrir því hvers vegna það eigi ekki að lögleiða hjólreiðahjálma. Þau rök má finna á vef Landssamtaka hjólreiðamanna.

Magnús Bergsson, 30.7.2009 kl. 13:02

3 identicon

Í upphafi er rétt að geta þess að ég las þetta nú ekki ítarlega yfir, en sé það rétt að hjálmar geri svo lítið gagn sem lagt er upp með í þessum rökstuðningi, er þá ekki rétt að afnema hjálmaskyldu á börnin?

Ég sé að hluti rökstuðningsins gengur út á að hjólreiðamönnum fækki vegna hjálmaskyldunnar, ég verð því miður að segja að ég sé ekki alveg hvers vegna fólk ætti að hætta að hjóla því það sé skyldugt að nota hjálm, sjálfur nota ég alltaf hjálm þegar ég fer út að hjóla og endurnýja hann reglulega hvort sem hann hefur verið notaður mikið eða lítið síðustu 3 -4 árin á undan.

Ein rökin voru þau sá ég að reiðhjólamenn upplifa að ökumenn taki minna tillit til reiðhjólamanna með hjálm en þeirra sem hjálmlausir eru. Þarna held ég að stærsta vandamálið sé almennt tillitsleysi ökumanna til gangandi og hjólandi umferðar, að viðbættri þeirri staðreynd að reiðhjól hafa ekki fengið viðurkenningu sem ferðamáti á Íslandi samanber hvernig sambyggðir reiðhjóla og gangstígar eru settir upp. Hér ættu yfirvöld að sjálfsögðu að reyna að lagfæra hugarástandið.

Ef hjálmar eru jafn gagnslausir við höfuðáverkum og látið er liggja að í þessari skýrslu sem ég renndi aðeins yfir, þá er ljóst að stórefla þarf rannsóknir á hvers vegna það er og hvernig er hægt að hanna hjálmana þannig að þeir virki betur.

Það er ekki alveg sambærilegt að mínu mati að líkja hjálmaskyldu reiðhjólamanna við hjálmaskyldu almennra ökumanna því það sé hjálmaskylda í akstursíþróttum. Með sömu rökum gætum við sagt að ekki ætti að vera hjálmaskylda á mótorhjólamenn. Vissulega komast mótorhjól mun hraðar en reiðhjól, en öflugur reiðhjólamaður getur haldið 20-30km meðalhraða, jafnvel náð yfir 50km hraða á köflum og ég fyrir mitt leiti mundi ekki vilja lenda í slysi á svo miklum hraða hjálmlaus.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég sem hjólreiðamaður, hjóla daglega og talsverðar vegalengdir, mæli eindregið með því að lögleiða hjálmanotkun allra sem hjóla í umferð. Hjálmur skiptir höfuð máli. Um það er ekki deilt. Sú rökleysa sem færð er fyrir hjálmaleysi á síður Landssamtaka hjólreiðamanna verða þeir sem henni fylgja að eiga við sjálfan sig.

Birgir Þór Bragason, 30.7.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Morten Lange

Birgir Þór,  fyrigefðu frekjuna í mér, en mér sýnist þú vera með rökleysur. 

Sé ekki rök, heldur fullyrðingar.

Þú ert til dæmis ekki að vitna í neinar rannsóknir og enn síður í heildarúttektir fagmanna á bestu rannsóknum sem hafa fundist. Ég er með eina svoleiðis tilvitnun í færslu minni tengd við þessa frétt.

Það er einfaldlega rangt og mikill misskilingur að ekki sé deilt um að hjálma skipta höfuðmáli. Mér sýnist sem þeir sem virkilega hafa kynnt sér ransóknir á áhrifum hjálmanotkunar á stórum hópum,  séu að efast um gildi þeirra. Og sérstaklega eru þeir að efast um hjálmaskyldu sem leið í slysavörnum hjólreiðamanna sem yfirvöld beri að leggja áherslu á.  Og hér kemur inn mjög sterkt í augum yfrvalda i t.d Noregi og UK að hjálmakylda sé líkleg til að draga úr hjólreiðum. Fækkun í daglegum hjólreiðum  sem væri mjög slæmt fyrir lýðheilsu. Enda vega jákvæðir þætti hjólreiða miklu mun þyngra en öll slys á hjólreiðamönnum.

Kjartan Þór :  Það gleður mé rað sjá að þú sért með opnum huga gagnvart þessu.  Varðandi mótorhjólahjálmar, þá eru þeir allt öðruvísi öflugir, og það munar líka töluvert á meðalhraða hjólreiðamanna og vélhjólamanna. Hjálma-umræðan er mjög stórt viðfangsefni.  Ég giski á að ég hafi í gegnum tíðina og í grein birt á ráðstefnu um hjólreiðar talið upp 20 amk.  mismunandi raka  á báða boga.  Rökin á móti fleiri og margvislegri.  Sjá líka tilvitnanir í  blogg-færslu mína um þessa frétt.  

Morten Lange, 31.7.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Morten Lange, hjálmur skiptir höfuð máli, um það er ekki deilt. Ef þú átt í erfiðleikum með að skilja það sem þarna stendur þá þú um það. Hjálmar draga úr áverkum við fall á höfuð um það er heldur ekki deilt. Þess vegna hvet ég Alþingi til þess að skilda hjálmanotun reiðhjólamanna. Ekki bara 14 ára og yngri heldur allra. Meira að segja atvinnumenn í hjólreiðum hafa loks skilið þetta.

Ég vil líka benda þér á að keppendur í hjólreiðum nota í dag hjálma og þess vegna urðu áverkar Jens Voigt ekki eins alvarlegir og annars hefði orðið. (Tour de France 2009)

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Morten Lange

Birgir Þór Bragason,  þú hlytur að leggja allt aðra skilningu í orðunum "um það er ekki deilt" en ég hef vanist.   Ertu til í að útskýra ?

Morten Lange, 31.7.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sniglarnir komu með þessa snjöllu setningu: „Hjálmur skiptir höfuð máli“ fyrir mörgum árum. Það var í herferð þeirra fyrir því að vélhjólamenn bæru hjálma við akstur hjólanna.

Þér að segja Morten þá er munur á að segja í tveimur orðum „höfuð máli“ og orðinu höfuðmál.

Enn og aftur mæli ég með að Alþingi skildi notkun hjálma þegar hjólað er. Allra aldurshópa.

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Morten Lange

Ég skil alveg munin, á þessum orðum. Var sennilega að flýta mér, en auk þess værum við ekki að fjalla um þetta svona mikð ef ekki væri sterklega látið að því liggja að hjálmar skipta höfuðmáli. 

En spurning mín um túlkun orðanna "um það er ekki deilt" ?

Morten Lange, 31.7.2009 kl. 13:25

10 Smámynd: Morten Lange

Ég væri alveg til í að lesa nánari útskýringu á þessu tvennu :

  • Hjálmur skiptir höfuð máli. Um það er ekki deilt.
  • Sú rökleysa sem færð er fyrir hjálmaleysi á síður Landssamtaka hjólreiðamanna .    

Reyndar er á þessum síðum LHM  ekki talað um hjálmleysi heldur aðallega um þvinganir og rök með og á móti því, byggða á  rannsóknum á reynslu annarra landa og svo framvegis.  En þú átt sennilega við rök og rökstuðningur  sem þú sért ekki sammála eða sem þér finnst ekki geta staðist ?

Enn fremur hversu miklu máli skiptir í stóra samhenginu hvort hjálmur  "skipti höfuð máli" ?  Skipta hjálmar litlu eða miklu máli, bara jákvætt eða líka jákvætt.   Þetta er orðaleikur og "rethoric" sem vekur upp myndir, eftir vali hvers og eins, fremur en rökfærsla.

Munum eftir þessum 9 börnum sem voru nær kyrkt, eins og segir í fréttinnni.  Orsakasamhengið er þar óvenju óvéfengilegt.

Morten Lange, 31.7.2009 kl. 13:54

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Best að byrja á Jens Voigt. Hjálmurinn bjargaði.

sjá hér

og hér

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 18:00

12 identicon

Þvinguð hjálmaskylda hefur vond heildaráhrif á heilsu landsmanna. Um það er ekki deilt.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 02:34

13 identicon

Það er stórfurðulegt að vitna til þess að hjálmur hafi komið að gagni í keppnisslysi úti í heimi. Umferðin er ekki keppni, þú hlýtur að vita það best sjálfur sem umferðaröryggisforkólfur Íslands númer eitt. Með sömu rökum mætti segja að allir ökumenn og farþegar í bifreiðum ættu að bera rallíhjálma.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 02:38

14 Smámynd: Morten Lange

Mér finnst ekki stök slys segja mér mikið um gagnsemi hlifðarbúnaðar.

En ef maður vill skoða stök slys þá finnst mér þessi listi yfir hjólreiðamenn sem dóu, þrátt fyrir að vera með hjálm, ansi miklu meiri sannfærandi (við fyrstu sýn):

http://members.shaw.ca/jtubman/deadhelmet.html

Sannfærandi vegna fjölda og vegna þess að hægt sé að draga allveg skýra álýktun : Hjálmurinn bjargaði ekki.   ( En að þeir hefðu dáið líka án hjálms er samt alls ekki ólíklegt.  Samt stendur hinn niðusrtaðan. Það er einföld rökfræði ). 

Hins vegar þurti mjög nákvæma skoðun til þess að geta álýktað hvort hjálmur hafi bjargað í stökum slysum.  Sömuleiðis þurfi mjög nákvæma skoðun til að segja hvort hjálmur hafi leitt til háls-hnykks eða álíka, miðað við hjólreiðamann án hjálms.

Morten Lange, 3.8.2009 kl. 14:48

15 identicon

Bjarki: ástæður þess að almennir ökumenn bíla þurfa ekki að bera hjálm er að bílar eru almennt séð lokuð ökutæki með veltibúri af einhverri sort og öryggisbeltum, því er ekki fyrir að fara á hjólum, hvort sem þau eru knúin af mótor eða einstaklingi.

Með því að vera alltaf að rugla keppnisíþróttum í málið gætiru með sömu rökum haldið því fram að hestamenn þurfi ekki hjálm dags daglega þar sem meðalhraðinn er "lágur".

Ég notaði tækifærið um helgina og spurði lækni sem ég þekki, sem jafnframt er mikill hjólreiðamaður út í þessi mál og hann jafngilti þessum "rökum" fyrir að hjálmar skildu ekki vera lögleiddir, við þau "rök" sem notuð voru þegar reynt var að halda því fram að bílbeltaskylda í bílum væri vond hugmynd.

Ég hef ekki ennþá séð svar við þeirri spurningu sem ég kastaði fram hér fyrr í umræðunni, ef hjálmarnir eru jafn gagnslitlir og þið viljið meina, er þá ekki rétt að afnema hjálmaskyldu barna undir 14 ára aldri?

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:28

16 identicon

PS. Ef þið getið ekki svarað því að afnema skuli hjálmaskyldu barna eruð þið að mínu mati búnir að fella allan ykkar málflutning.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:32

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kjartan Þór. Það að hjálmaskylda hvort, sem er hjá börnum eða fullorðnum sé slæm hugmynd er ekki vegna þess að það að nota hjálm auki ekki öryggi þess, sem það gerir. Það að nota hjálm eykur vissulega öryggi hjólreiðamanns þó það sé ekki eins mikið og margir vilja vera láta.

Það, sem gerir lögþvingaða hjálmaskyldu að slæmri hugmynd er sú staðreynd að það fækkar hjólreiðamönnum mjög mikið. Reynslan sýnir að lögþvinguð hjálmaskylda fækkar þeim um 25 til 35 prósent. Það hefur aftur áhrif á öryggi hjólreiðamanna til hins verra. Það er nefnilega staðreynd að þeim mun fleiri, sem hjólreiðamenn eru þeim mun meðvitgaðri eru ökumenn um þá, sem hluta umferðarinnar og þeim mun ólíklegri eru þeir til að aka á þá.

Vissulega fækkar slysum á hjólreiðamönnum við þetta en sjaldnast eins mikið og nemur fækkun hjólreiðamanna nema fleira komi til en hjámaskyldar. Lögþvinguð hjálmaskylda eykur því lýkur á banaslysi eða alvarlegu slysi á hvern hjólaðan kílómeter. Svo má ekki gleyma því að þeir, sem fara ekki leiðar sinnar á reiðhjóli vegna hjálmaskyldunar fara þá leiðar sinnar í staðinn á bíl, sem er hættulegri ferðamáti en hjólreiðar á hvern ekinn/hjólaðan kílómeter.

Þegar síðan er haft í huga að hjólreiðar draga mjög úr líkum á sjúkdómum þar, sem hreyfingarleysi er áhættuþáttur, sem í mörgum tilfellum geta valdið dauða eða örörku þá verður hugmyndin um lögþvingaða hjálmaskyldu enn verri.

Staðreyndin er sú að lögþvinguð hjálmaskylda veldur fleiri dauðsföllum og veldur fleirum örorku en hún bjargar. Áhrifin á líf og heilsu borgaranna af lögþvingaðri hjálmaskyldu eru því neikvæð. Það er þess vegna, sem mjög fá ríki hafa tekið slík lög upp.

Það er einnig staðreynd að þó vissulega séu ökumenn og farþegar í bílum í lokuðu rými þá er hættan á alverlegum höfuðáverkum síst minni í umferðaslysum en hjólreiðaslysum. Það er því síst minni ástæða til að skylda ökumenn og farþega í bílum til að nota hjálm heldur en hjólreiðamenn. Það er því út í hött að ætla að setja hjálmaskyldu á hjólreiðamenn en ekki ökumenn og farþega í bílum.

Sigurður M Grétarsson, 5.8.2009 kl. 23:27

18 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sigurður þú segir:

„sú staðreynd að það fækkar hjólreiðamönnum mjög mikið“

„Staðreyndin er sú að lögþvinguð hjálmaskylda veldur fleiri dauðsföllum og veldur fleirum örorku en hún bjargar“

Hvaðan hefur þú þessar „staðreyndir“?

Þú segir líka:

„Það er því út í hött að ætla að setja hjálmaskyldu á hjólreiðamenn en ekki ökumenn og farþega í bílum.“

Er þá í lagi að lögfesta hjálmanotkun hjólreiðamanna ef jafnframt eru sett sambærileg lög um þá sem eru í bílum?

Birgir Þór Bragason, 6.8.2009 kl. 12:32

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Birgir. Það má sjá allt um þetta á heimasíðu Landsamtaka hjólreiðamanna. Sjá:

http://lhm.is/index.php?option=com_content&task=view&id=170&Itemid=153

 Þar má sjá tilvísun í gagnasafn, sem Morten Langa hefur safnað saman um þetta mál. Sjá:

http://lhm.is/index.php?option=com_content&task=view&id=172&Itemid=153

Tökum aðeins fyrir helstu atriðin:

Lögþvinguð hjálmaskylda með refsiákvæðum er líkleg til að fækka hjólreiðamönnum um 25-35%.

Fækkun hjólreiðamanna hefur í för með sér fjölgun slysa á hvern hjólaðan kílómeter vegna þess að hún rýrir það, sem oft er kallað "öryggi fjöldans". Það er sú staðreynd að þeim mun fleiri, sem hjólreiðamenn eru þeim mun meðvitaðri eru ökumenn um þá, sem hluta af umferðinni. Fækkun hjólreiðamanna gerir því það að verkum að þessi meðvitund ökumanna um hjólreiðamenn, sem hluta af umferðinni minnkar.

Bæði þessi atriði eru meðal þess, sem John Franklin, einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði og gestur samgönguviku í Reykjavík árið 2007 hefur sýnt fram á.

Til viðbótar við þetta þá eru margir þeir sjúkdómar, sem hjólreiðanotkun minnkar lýkurnar á banvænir í mörgum tilfellum auk þess að valda oft örorku.

Orð mín varðandi ökumenn og farþega í bílum vegna umræðunnar um hjálmanotkun voru bara til að benda á það hversu fjarstæðukennt það er að taka eina gerð samgangna út úr þegar ávinningurinn af hjálmanotkun þar eru jafnvel minni en í öðgum gerðum sangangna. Ef menn vilja hins vegar fara þá leið til að fækka slysum að krefja menn almennt um að nota öflug öryggistæki eins og hjálma þá getum við hjólreiðamenn ekki skorast undan því. Við sættum okkur hins vegar ekki við að vera einir teknir út úr hvað þetta varðar.

Ég tel rétt að taka það fram að sjálfur fer ég ekki spönn frá rassi á hjóli án þess að nota hjálm og heimila mínum börnum ekki að hjóla hjálmlausum. Ef hægt vær að fá hjólreiðamenn til að nota hjálma án þess að þeir neikvæðu þættir, sem ég hef hér nefnt fylgi með í kaupunum þá myndi ég ekki hika við að gera það. Ég er hvenær, sem er tilbúin til að aðstoða við að hvetja fólk til hjálmanotkunar. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að samþykkja lögþvingaða hjálmanotkun af þeirri einföldu ástæðu að gögn benda til þess að árangurinn af því sé minni en engin hvað það varðar að koma í veg fyrir dauðsföll og örkuml.

Sigurður M Grétarsson, 6.8.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband