Ný umferðarlög grein 16

Í 5. mgr. er fjallað um akstur af akbraut með tvær eða fleiri reinar í akstursstefnu. Í síðari málsl. er fjallað um akstur af slíkum vegi með tveimur beygjureinum inn á akbraut með tveimur eða fleiri reinum. Orðrétt hljóðar þetta svona:

Ökumaður sem nálgast vegamót á akbraut með tvær eða fleiri reinar í akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá rein sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar. Þar sem tvær beygjureinar eru inn á akbraut, með tvær eða fleiri reinar fyrir umferð í sömu akstursstefnu, skal sá sem velur hægri rein í beygju koma inn á rein lengst til hægri á akbraut sem ekið er inn á.

Hér er verið að festa í sessi klúður sem búið hefur verið til af ökukennurum. Þeir hafa ranglega kennt nemendum sínum að taka vinstri beygju inn á tveggjareina akbrautir, á akreinina lengst til hægri. Með þessu er verið að hindra eðlilegt flæði umferðar sem kemur úr gagnstæðri átt og ætlar til hægri. 

Ef festa á í lögum hvernig slíkar vinstribeygjur á að taka, þá þarf að snúa ofan af þessu. Sá sem er á vinstri beygjurein á að taka þá akrein sem er honum næst og sá sem er á hægribeygjurein á að taka akrein númer tvö frá vinstri. Þannig skapast svigrúm fyrir umferð úr gagnstæðri átt til þess að taka hægribeygju á þá rein sem er honum næst.  Sama á við þegar aðeins ein beygjurein er til vinstri inn á akbraut með tveimur eða fleiri reinum. Þá á að taka vinstribeygju inn á þá rein sem er lengst til vinstri á þeim vegi sem ekið er inn á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að ég var ekki einn um að skilja þessa grein svona. Ef við skoðum gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar (http://www.bing.com/maps/default.aspx?v=2&FORM=LMLTCC&cp=64.133154~-21.898048&style=h&lvl=17&tilt=-90&dir=0&alt=-1000&phx=0&phy=0&phscl=1&encType=1), en þar er mikill umferðarþungi og þarf að reyna að létta honum eins og hægt er. Þá sést að eina ástæðan til að festa svona reglu í sessi er að fólk geti tekið vinstribeygju inn á Miklubraut til austurs með þeim hætti sem lýst er í greininni til að það eigi forgang inn á afrein inn að Kringlunni.

Þessi notkun þessarar afreinar finnst mér að ætti að vera ólögleg, því afreinin er svo nálægt gatnamótunum að svona akstur veldur bara óþarfa töf á þá sem eru að beygja til hægri af Kringlumýrarbraut inn á Miklubraut.

Er það ekki annars rétt munað hjá mér að í hægri handar umferð eins og er í gildi á Íslandi þá ætti sá sem tekur hægri beygju að jafnaði að hafa hærri forgang en sá sem tekur vinstribeygju á sama stað á sama tíma? Með þessari reglu er verið að brjóta það með því að þvinga biðskyldu að nauðsynjalausu á þá sem eru að beygja til hægri.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sammála því að aðrein sem Kjartan talar um er óheillaaðrein. Eðlileg leið þeirra sem aka Kringlumýrarbraut í átt að Kópavogi fari að Listabraut of beygji þar til vinstri.

En er þessi umfjöllun hér að ofan of flókin? Eru margir sem ekki skilja hvað er verið að tala um?

Birgir Þór Bragason, 8.8.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Reputo

Ég er svo hjartanlega sammála þér Birgir. Þetta er afar hvimleitt vandamál, ef svo mætti að orði komast. Persónulega finnst mér þetta vera common sence að ef þú beygir frá akreininni lengst til vinstri, ferðu inn á akreinina lengst til vinstri á þeirri götu sem þú beygir inn á. Það hefur ósjaldan verið flautað á mig við þessar aðstæður þegar ég ætla inn á tvíbreiða götu, en bíllinn sem kom úr gagnstæðri átt og inn á sömu götu tekur í rauninni báðar akreinarnar þar sem hann blokkar hina.

Þessi reglugerð er eingöngu til að hafa í hávegum það tillitsleysi sem viðgengs allt of mikið í umferðinni.

Reputo, 23.8.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband