Slúður eða frétt?

Hver er uppspretta þessara upplýsinga? Áreiðanleiki mbl.is í fréttum af Formúlunni hefur nú ekki verið mikill hingað til.
mbl.is Räikkönen í sérflokki í launatöflu ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Pottþétt frétt, hafðu ekki áhyggjur af því! Hefur birst í erlendum viðskiptaritum og á eftir að birtast í fleiri slíkum. Einnig sé ég hana á nokkrum formúlusíðum á netinu.

Til dæmis hér.  Og líka hér. Höfundur greinarinnar er Tom nokkur Rubython sem fjallað hefur um og gefið út bækur og rit um fjármál formúlunnar árum saman. Ég hef aldrei séð að upplýsingar hans hafi verið dregnar í efa. Hann er jafnvel sagður fá þær beint frá sjálfum Ecclestone, hef séð það nefnt, að þeir séu kumpánar.

Þessi frétt formúluvefjar mbl.is er því pottþétt, eins og allt annað sem þar stendur. Þú ert eini maðurinn sem dregið hefur áreiðanleika hans í efa. 

Svo er það þannig, að allt slúður í formúlunni hefur - þegar upp hefur verið staðið - reynst eiga við rök að styðjast. Næstum því regla án undantekninga.

Ágúst Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 08:12

2 Smámynd: Þórður Bragason

Það er nú ekki rétt að Biggi sé einn um að efast um fréttir formúleuvefjar mbl.is, ég las fétt á mbl.is sem var svo dregin til baka.  Það var bara slúður og mbl.is vildi reyna að vera "fystir með fréttina" og mistókst svo hrapalega, í það skiptið.

Ég ætla samt ekki að tala formúluvef mbl.is niður, allir geta gert mistök og sem betur fer eru ykkar mistök allavega fá og umfjöllun oftast góð.

Þórður Bragason, 29.10.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þessi frétt var ekki dregin til baka í sjálfu sér. Þú sérð að í henni eru miklir fyrirvarar - ég skrifaði hana í óvenjulegu andrúmslofti í blaðamannamiðstöðini í Spa í Belgíu 13. september 2007. Þar biðu hundruð fjölmiðlunga í ofvæni eftir fréttum frá París af lyktum kærumáls þessa.

Fyrstu fregnir byggðust einmitt á upplýsingum frá blaðafulltrúum McLaren sem þó höfðu ekki heyrt nákvæmlega af niðurstöðunni. Um leið og staðfest niðurstaða fékkst skrifaði ég nýja frétt og útskýrði dómsniðurstöðuna í þessu óvenjulega máli. Það voru eðlileg fréttaleg vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð.

Óljósar fréttir í fyrstu voru á þá leið að McLaren væri dæmt úr keppni bílsmiða bæði 2007 og 2008. Hið rétta var að liðið var svipt öllum stigum 2007 en ekki 2008. Sem sagt útilokað frá keppninni 2007 - fékk sem sagt ekki heimsmeistaratitil bílsmiða af þeim sökum.

Þakka þér annars, Þórður, jákvæð ummæli um formúluvefinn. Ég legg mig allan fram um að vanda til verka og þykir að sjálfsögðu miður ef mönnum mislíkar. En það er erfitt að gera þúsundum manna lesendahópi svo öllum líki.

Ágúst Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 13:11

4 identicon

Tom Rubyton er einhver mesti sóðakjaftur og slefberi sem um akstursíþróttir hafa fjallað undanfarin ár.  Hann gaf út blað sem hét Business F1, sem var oftar en einusinni dæmt fyrir meinyrði, hljóp frá skaðabótagreiðslum og fór síðan á hausinn. 

Í kjölfarið stofnaði Tom þessi annað blað og hélt áfram uppteknum hætti.  Hann er þekktur sem lélegasti blaðamaður sem til er í formúluheiminum og er t.d. ekki með blaðamannapassa inn á Formulu 1.  

Þetta er flott heimild fyrir mbl.is eða hitt þó heldur og góður gæðastimpill á umfjöllun blaðamanns mbl.is.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 07:48

5 identicon

Við þetta má bæta, að Tom þessi vann upphaflega hjá Bernie Eccleston, en var rekinn þaðan.  Þá stofnaði hann áðurnefnt Business F1.  Ég dreg því mjög í efa, að mikil tengsl sé milli þeirra, allavega ekki vinsamleg....

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 07:53

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Mér skilst Ecclestone og Rubython séu vinir. Berni lét hann fara frá Formula1 Magazine vegna óánægju forsprakka á formúluvettvanginum með skoðanir hans, eins og þær birtust í ritinu. Undir stjórn Rubython blómstraði tímaritið og seldist vel. En fljótt hallaði undan fæti eftir að hann fór og sá Ecclestone þann kost vænstan að leggja það niður.

Bernie er vinur vina sinna þótt þeir fái á baukinn, nýjasta dæmið er Flavio Briatore, sem útskúfaður hefur verið. Ekki aðeins frá formúlunni heldur öllum akstursíþróttum.   

Það segir ekkert hvort Rubython sé góður blaðamaður eða ekki þótt hann hafi ekki haft aðgang að formúlumótum. Honum var synjað um passa þar sem þáverandi tímarit hans uppfyllti ekki kröfur FIA. Hann klúðraði þeim málum sjálfur með því að fara í mál útaf synjuninni á blaðamannapassa. 

Eftir sem áður vinnur hann væntanlega sína heimildarvinnu - með því að afla upplýsinga hjá liðunum, FIA lokar ekki þeim dyrum á hann. Og svo hringir hann sjálfsagt í Bernie? 

En er hann enn útskúfaður? Hann hefur í eitt til tvö ár verið aðalritstjóri athyglisverðs tímarits, SportsPro, sem fjallar reyndar um fleira en formúluna. Mér sýnist hann vera í metum hafður. Hann hefur hins vegar gagnrýnt "establishmentið" og fengið ákúrur fyrir. Þú dæmir hann náttúrulega út frá sjónarhóli FIA, Ólafur.

Það eru stór orð að segja manninn „mesta sóðakjaft og slefbera“. Rétt er að hann hefur farið halloka í dómssölum, en hefur þó unnið meiðyrðamál á hendur yfirmanni hjá FIA.

Mér dettur ekki í hug að fella dóma um menn persónulega þótt þeir skrifi eitthvað sem mér mislíki. Menn verða fá að hafa skoðanir sínar - og eiga þær við sig sjálfir.

Og svo er þessi frétt að birtast víðar og víðar, sem er tilefni þessara umræðna.

Ágúst Ásgeirsson, 30.10.2009 kl. 18:58

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Við þetta má svo bæta að Rubython hefur skrifað nokkrar bækur,  ritstýrði m.a. miklu verki um æviminningar Ayrtons Senna árið 2004.


Ágúst Ásgeirsson, 30.10.2009 kl. 19:00

8 identicon

Dugar mér að lesa það sem maðurinn hefur skrifað undanfarin ár til að setja hann á þann stall sem honum ber.  Þar hefur hann dylgjað um menn sem ég þekki og málefni sem ég þekki.  Allt hefur verið í "Eiríks Jónssonar" stíl, þar sem menn eru rægðir og fá ekki að bera hönd yfir höfuð sér.  Ef það er talin góð blaðamennska á mbl.is í sambandi við Formulu 1, þá segir það mest um þá sem þar skrifa en málefnin.

Ég trúi og virði góða og heiðarlega blaðamennsku, en það sem Tom Rubyton hefur stundað er mér mjög á móti skapi.  Hann sendi mér t.d. árum saman þau eintök af blöðum, (óbeðið) þar sem menn í Formulu 1 og FIA voru rægðir hvað eftir annað. Þetta voru svokölluð "áskriftar" blöð sem hann gaf út, en allt það sem var gegn FIA, Bernie Ecclestone og Formulu 1 var sent, annað ekki.  Þetta vara bara óbeðin "Fréttablaðs" fréttamennska og ekkert annað, fyrir eitthvað annað en heiðarlega blaðamennsku.  Velkominn í hópinn Ágúst Ásgeirsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég gef ekkert út á og er lítt fyrir dylgjur um menn - hvorki þessa manns né annarra. Enda gat ég þess meir að segja að maðurinn hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði með tilteknum skrifum sínum. Með því þurfa ekki allar fréttir hans endilega að vera della, en þessi umræða upphófst út af frétt sem frá honum er komin og hefur birst mjög víða og það án þess að fyrirvarar séu setir við hana.

Ég þakka þér svo að setja mig í flokk með Rubython sem þú segir lélegasta blaðamann í formúluheiminum, slúðurbera og sóðakjaft.  Ég held þetta sé óverðskuldaður heiður! En sit uppi með hann. Og ég sem hélt þú værir betri dómari en þetta.

Ágúst Ásgeirsson, 31.10.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband