Færsluflokkur: Íþróttir

Keppendur í torfærunni á morgun

 Þessi slóð er skemmtileg

 Vel útbúnir bílar

  1. Ole Graversen
  2. Arne Johannessen
  3. Fredrik Sipuri
  4. Sigurður Þór Jónsson
  5. Roar Johansen
  6. Hans Maki
  7. Finn Erik Løberg
  8. Gunnar Gunnarson
  9. Leó Viðar Björnsson
  10. Ólafur Bragi  Jónsson
  11. Eyjólfur Skúlason
  12. Miikka Kaskinen
  13. Jørn Høydalen
  14. Ole Geir Gjørvald
  15. Ulf Drakenheim
  16. Per Anders Nordstedt
  17. Rolf Keiser
  18. Daniel G Ingimundarson

Minna útbúnir

  1. Geir Haug
  2. Øystein Dehnes
  3. Christian Austad
  4. Janne Bronndal
  5. Mika Valkonen
  6. Tomas Nyholm
  7. Sofia Scholin Borg
  8. Bjarki Reynisson
  9. Michael Berg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Torfæra í Noregi

Það er morgun hér í Kasrup, flugið til Osló fer eftir 45 mínútur. Ferðin til Osló héðan kostar 47 danskar krónur en til bak 71. Skattar eru 280 krónur samtals en yfirvikt (7 kíló) kostuðu 420 krónur. Það er Sterling sem rukkar svona.

En nóg um það, ég er að fara til Noregs til þess að mynda torfærukeppni sem fara fram í Skien á laugardag og sunnudag. Það eru nokkrir íslenskir ökumann með í þeim og fréttir herma að 7 norðurlandabúar komi til Íslands seinna í mánuðinum til þess að keppa á Hellu.

gúgglaðu formula + skien og sjáðu hvað gerist


Rall um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í ralli fer fram á Suðurnesjum á föstudag og laugardag. Það er uppsveifla í ralli þetta árið, margir nýjir bílar og flestir mjög aflmiklir. Það hefur því verið talsvert fjör í þeim keppnum sem lokið er þó Íslandsmeistararnir Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafi sýnt talsverða yfirburði. Það er AÍFS, Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem stendur að þessari keppni og meðal annars er ekið um hafnarsvæðið í Reykjanesbæ. Nánar á vefsíðu LÍA

Þetta er skemmtileg íþrótt 


Ísland - Danmörk

Ég er búsettur í Danmörku og sá því ekki íslenska leikinn í gær. Það var hinsvegar hægt að hlusta á lýsingu á leiknum á netinu. En úff leikurinn var greinilega svo leiðinlegur að þulirnir nenntu ekki að lýsa honum. Rólegt mal Bjarna svæfði mann en upphrópanir Lárusar vöktu mann stöku sinnum. Horfði hinsvegar á danska leikinn. og það var skemmtilegt. Danska vörnin og markmaðurinn áttu hvert klúðrið að fætur öðru í leiknum og frekar slappir svíar nýtt það til fulls. Að vera 0 - 3 undir á heimavelli er nú ekki það sem danskir áhorfendur áttu von á eftir aðeins 30 mínútna leik. Það var þó von því enn voru eftir 60 mínútur. Þvílík stemming þegar staðan jafnaðist og í stöðunni 3 - 3 gat eiginlega allt gerst. Flestir dönsku leikmennirnir voru búnir á því, sumir alveg örmagna. Sóknir á báða bóga og jafntefli ekki í loftinu. En svo gerist það. Tveir leikmenn áttust við, eiginlega á vítapunkti danskra, en boltinn var úti á kannti. Eitthvað fór þetta í þann danska og hann kýlir þann sænska undir bringuspalirnar. Ljótt brot og á ekki að eiga sér stað. Línuvörðurinn sá þetta og flestir vita framhaldið. Danir eru almennt í sárum eftir þessa uppákomu, danir elska fótbolta og þeir elska landsliðið sitt, að tapa stigunum er ekki það sárasta, frekar er það niðurlægingin sem felst í þessu stílbroti danskra áhorfenda.

Daníel og Ísak keppa í Skotlandi núna

Íslandsmeistarinn í ralli Daníel Sigurðarson er að keppa í ralli í Skotlandi í dag. Með honum er Ísak Guðjónsson og hægt er að fylgjast með tímum þeirra hér

Eru íþróttir misgöfugar?

Um næstu helgi mun Íslandsmeistarinn í rall 2006, Daníel Sigurðarson, keppa í íþrótt sinni á Bretlandseyjum. Það verðu hans önnur keppni á árinu þar í landi en með honum er Ísak Guðjónsson aðstoðarökumaður. Litlar sem engar fréttir rötuðu í íþróttafréttir á Íslandi síðast, spurning hvað gerist núna. Það hefur oft vakið furðu mína hve lítill áhugi er hjá íþróttafréttamönnum þegar kemur að íslenskum akstursíþróttum. VIð sigruðum í heimsbikarkeppnum í torfæru árið 2006 í báðum flokkum og að auki varð Gísli Gunnar Jónsson Norðulandameistar með milkum glæsibrag. Lítið sem ekkert rataði þó í íþróttafréttir á klakanum. Hvað veldur?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband