Spurning

Af hverju var ekki rofið á þann notanda sem vidi meira en Landsnet gat veitt? Er varnarbúnaður Landsnets virkilega svo frumstæður að yfirálag á einum stað getur valdið spennufalli á stórum hluta landsins? Eða var þessi varnarbúnaður rangt stilltur? Greiðendur rafmagns eiga rétt á réttri skýringu. Þessi dugar ekki.
mbl.is Röð bilana olli rafmagnsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég held að Landsnet og Landsvirkjun hafi selt sömu kílówattstundirnar tvisvar. Þetta gerist þegar ekki er nægileg orka bæði fyrir stóriðju (t.d. álverin) og hinn almenna notanda. Þ.e.a.s. þegar orkunotkun toppar, þá fær stóriðjan forgang og rafmagnlaust verður hjá öllum öðrum. Svo er keðjuverkandi bilun kennt um en þagað um hvað olli biluninni.

Ég get auðvitað ekki sannað neitt, en þetta gerðist í USA fyrir nokkrum árum. Orkufyrirtækin höfðu selt stóriðju það rafmagn sem California hafði borgað fyrir með þeim afleiðingum að oft á tíðum varð ríkið myrklagt. Þetta komst upp og var eitt versta hneyksli um árabil. Á Íslandi hafa orkufyrirtækin, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur stundað svindl árum saman og munu halda því ótrauð áfram en enginn verður ákærður fyrir neitt.

Vendetta, 8.5.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Vendetta

Mig minnir í sambandi við hneykslið í Californiu, að orkufyrirtækin hafi ekki aðeins selt öðrum orku, sem ríkið hafði samið um að fá og borgaði fyrir, heldur hreinlega boðið það upp meðal stóriðjufyrirtækjanna og selt hæstbjóðanda (af hverju kemur íslenzkt bankasvindl upp í hugann þegar ég skrifa þetta.hmmm..). Þetta minnti helzt á glæpagengi sem stunda mannrán og mansal þar sem stúlkurnar eru boðnar upp fyrir efnaða melludólga.

Þáttur um þetta svindl var sýnt í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes.

Vendetta, 8.5.2010 kl. 11:29

3 Smámynd: Vendetta

Eins og ég skrifaði annars staðar, þá er það grunsamlegt, að þessi Þórhallur hjá Landsbneti segi að ekki séu neinar fréttir af tjóni hjá álverunum. Það er vitað mál, að ef rafmagnið til kerjana fer, þá verður mikið tjón. Frá þessu er hægt að útleiða, að álverin (m.a. á Grundartanga) urðu ekki fyrir barðinu á þessari ramagns"bilun". Það er íhugunarvert. Og ef mér skjátlast, þá má óháður aðili gjarnan útskýra það betur. 

Vendetta, 8.5.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Langsótt Vendetta.

Kerin skemmast ekki þó ragmagn vanti á þau í nokkra klukkutíma. Hitinn í þeim er um 250 gráðum hærri en bræðslumark áls og því líklega aðeins framleiðslutap hjá álfyrirtækjunum.

Það virðist augljóst að einhver varnarbúnaður brást hvort sem það er af viðhaldsleysi eða að hann hefur verið rangt stilltur.

Birgir Þór Bragason, 8.5.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband