Gott og vel, það er hægri umferð.

Þess vegna ökum við hægra megin og höldum okkur hægra megin á fjöl-akreina götum.

Það þjónar engum tilgangi að gera þetta BARA á meðan lögreglan æfir. Þær æfingar eru þá gagnslitlar.

 

ps. Þegar við tökum vinstri beygju þá er best fyrir umferðarflæðið að taka hana af vinstri akrein og inn á þá akrein sem er næst okkur og hefur rétta akstursstefnu. Seinna færum við okkur yfir á hægri akrein. 


mbl.is Forgangsakstur æfður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Vel mælt Birgir.

Ég er búinn að búa og aka erlendis í nokkur ár og það er ótrúlegt að horfa uppá aksturslagið heima á Íslandi þar sem eru 2 eða fleiri akreinar. Það er allt í belg og biðu. Þegar að ég byrjaði að aka á 2ja akreina vegum hérna úti gerði ég bara eins og hver annar "fulllærður" íslenskur ökumaður og svigaði framúr vinstra og hægra megin. Mér var fljótlega gert grein fyrir því að það má einungis taka fram úr vinstra megin, ef löggan sér þig taka fram úr hægra megin færð þú "klipp í kortið" og dágóða sekt.

Það sem kemur mér líka á óvart í umferðinni heima á Íslandi er að oftast er um unga ökumenn að ræða sem aka vinstra megin. Er það vegna þess að ökukennarar á Íslandi kenna þetta hreinlega svona?

Ökumenn á Íslandi líta sjaldan í baksýnisspegilinn og það er flókið fyrir "útlendinga" að keyra í íslenskri umferðarómenningu.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.5.2010 kl. 08:57

2 identicon

Það er rétt hjá þér Birgir að menn eiga að halda sig hægra megin en eins og við báðir vitum þá virðast sumir vera stöðugt að æfa sig fyrir bíltúr í Bretlandi. Sumir gerast meira að segja svo kræfir að segjast hafa allan rétt til þess að vera vinstra megin svo lengi sem þeir fara ekki of hægt og líta jafnvel svo á að þeir séu sjálfskipuð lögregla sem eigi að halda umferðarhraða niðri með þessum hætti. Þeir fatta það ekki að með þessu eru þeir að draga úr flæði umferðar, valda óþarfa pirringi og ekki hvað síst að tefja fyrir lífsnauðsynlegum forgangsakstri. Það er vonandi að þessi tenging við forgangsakstur fái þessa sem enn hafa ekki skilið mikilvægi þess að vera hægra megin til að átta sig og færa sig yfir.

Einar Magnús Magnússon (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 09:36

3 identicon

Ég átti þann heiður að vera að vinna við miklubrautina þegar að lögreglubílar æddu margsinnis fram og til baka miklubrautina einn daginn með forgangsljósin á og dróg ég þá ályktun að þarna væri æfingarakstur í gangi. Það er ekkert víst að þeir aki bara miklubrautina en á vegum þar sem það er mikil umferð og gatnamót á 500m fresti þá er ekki hægt að ætlast til þess að fólk aki bara á hægri akrein af augljósum ástæðum.

Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:16

4 identicon

Því miður Birgir er verið að festa þessa lögleysu í umferðarlög, bæði hvað varðar vinstri beygjurnar og akstur á akbrautum með fleiri en eina akrein í sömu akstursstefnu. Þetta finnst mér vond þróun, því mér er fyrirmunað að skilja hvernig milljónaþjóðir geta ekið allir á réttri akrein (hægri í hægri umferð og vinstri í vinstri umferð) en þetta er ekki hægt á Íslandi þar sem er fest í lög að þar sem fleiri en ein akrein liggja í sömu akstursstefnu skuli nota þær allar jafnt.

Mín kenning er sú að þetta sé því við erum sem þjóð ekki tilbúin að leggja í kostnað við mannvirki sem draga úr slysum, svo sem mislægum gatnamótum og þurfum að leyfa vinstri beygjur á 500m fresti á stofnbrautum.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband