Enn rúmlega 300% munur.

Látum ekki blekkjast. Þegar vextir eru komnir í 2% þá verða þeir samt 100% hærri en á meginlandinu. Helsta vandamál íslenzkra heimila eru brjálæðislega háir vextir. Fimm prósent vextir ofan á verðtryggt er náttúrulega bara rányrkja. Líka 4%. Allt umfram 2% á verðtryggðum lánum er okur. Verst hvað fáir eru tilbúnir til að viðurkenna það.
mbl.is „Mjög myndarlegt skref"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta. Stærsta kjarabót allra tíma fyrir landann væri ef við kæmumst undir verndarvæng evrópska seðlabankann.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Írar finna nú fyrir því hvernig er að vera undir svokölluðum "verndarvæng" Evrópska Seðlabankans ECB sem ásamt AGS lánar nú Írum formúur fjár á 5,8% okurvöxtum, sem munu setja Íra og Írland  fátæktarfjötra um áratugi. 

Ekki til að hjálpa Írum nei síður en svo til þess að tryggja það að þessar drápsklyfjar verði lagðar á almenning í landinu til þess að greiða allar bankabraskskuldir Írsku einkabankanna til verndar Evrunni og falli stóru bankanna á ESB svæðinu og svo auðvitað til að greiða allar skuldir til ESB bankans.

Þvílíkir hræsnarar og loddararog þetta sem "átti sko aldrei að geta skeð ef þeir hefðu bara verið í ESB og með Evru". 

Samt er það að ske og búið að ske í Grikklandi og þessi ESB veirusýking og áþján er nú líka að leggjast yfir enn fleiri lönd ESB/Evru svæðisins af fullum þunga.

ESB Elítukerfið og þeirra system og húmbúkk allt saman eru þvílík mistök og ein stærsta og mesta lygi mannkynnssögunnar síðan Nasisminn og Kommúnisminn liðu undir lok.  

Gunnlaugur I., 8.12.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Best væri að afnema verðtrygginguna, þá væri þetta eins og hjá siðuðu fólki. Verðtrygging er ekkert annað en ránskerfi fyrir lélegt stjórnkerfi!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.12.2010 kl. 14:12

4 identicon

Ég er alls ekki sammála þé rum að "Verðtryggingin" sé Grýla alls slæms.

Alls ekki verðtryggingin er ansi klókt og nákvæmt tæki til að mæla raunveruleg verðmæti burtséð frá verðbólgu og annarri óáran.

Hinns vegar eru háir vextir mjög slæmir og það versta og stefna stöðugleika og eðlilegum hagvexti og kjörum fólks sífellt í hættu, en alls ekki verðtryggingin hún heldur þesu á pari, þrátt fyrir allt. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:22

5 identicon

Sæll Gunnlaugur.

1) Írar voru ekki þvingaðir í lánveitingar og 5.8.% vextir eru miklu betri vextir en íslenskur neytandi hefur nokkurn tímann fengið.

2) Írska ríkið tók þá ákvörðun að verja alla bankana sína í stað þess að setja þá á hausinn og þess vegna er komið svona fyrir írska ríkinu.

3) Bankahrun getur orðið allsstaðar. Reynslan sýnir okkur að íslenskir NEYTENDUR komu hins vegar LANG verst út þessari kreppu. Afborganir af Íbúðarlánum Íra hefur lækkað töluvert síðan síðsumar 2008 sem og höfuðstóllinn. Á sama tíma hafa íslenskir neytendur tekið á sig 400.000.000.000 kr hækkun á höfuðstól íslenskra húsnæðislána (Þá er ég ekki að tala um myntkörfulánin) sem og hækkanir á mánaðarlegum afborgunum. Engin vestræn þjóð hefur upplifað annað eins . . og það er það sem ég á við þegar ég tala um að vera í skjóli af seðlabanka evrópu.

4) Löndin í suður-evrópu eru að fást við vanda sem hefur lítið með evruna að gera en á sama tíma og það þrengir meira að í ríkisbuddunni hafa íbúar/neytendur þessara landa sem tóku húsnæðislán og hafa ekki lækkað í launum, meiri kaupmátt nú en fyrir tveimur árum síðan.

5) Verðtrygging er fyrirbæri sem á ekki heima í kapitalískum heimi eins og við lifum í. Þú talar um að verið sé að bjarga evrunni og evrópubankanum með aðgerðunum á Írlandi en talar ekki um þau belti og axlarbönd sem lánveitendur á Íslandi hafa á landann. Þér væri holt að skoða hlutina stundum frá öðru sjónarhóli (kannski sjónarhóli neytendans). Einungis heimskir (heimakær) íslendingar verja þennan viðbjóð sem verðtryggingin er.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband