Gott málefni en fækkar ekki umferðarslysum

Ég fæ ekki séð hvernig þetta göfuga verkefni og stuðningur ríkis við það, tengist alheimsátaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum þar sem Ísland, eins og önnur lönd, hefur skuldbundið sig til að gera ráðstafanir sem leiða til fækkunar umferðarslysa.

 Þessi stuðningur mun ekki draga úr umferðarslysum. Þess vegna spyr ég: er verið að taka fé sem á að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn umferðarslysum og veita í annað?

 

 


mbl.is Mænuskaði ræddur á fundi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nákvæmlega það sem mér datt í hug og vildi sagt hafa.

Áhrifaríkasta "lækningin" á mænuskaða þar sem árangurinn kemur ótvírætt í ljós strax, er forvarnarstarf sem stuðlar að fækkun slysa. Það vill meira að segja svo til, að sú lækning er varanleg í lang flestum tilfellum.

Forvarnarstarf krefst auðvitað fjármagns og það hefur verið skorið niður á sviði forvarna og fræðslumála, margfalt umfram almennan niðurskurð í ríkisútgjöldum. T.d. var "móðurskólaverkefninu" í grunnskólakerfinu slúttað vegna niðurskurðar og svo mætti lengi telja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2011 kl. 12:21

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vil bæta því við að það þarf að útrýma algjörlega þeirri hugsun í vegfarendum að umferðarslys séu náttúrulögmál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband