Hvað er sá rafgeymir stór?

Ef maður vill þá má skilja þessa frétt þannig, að hægt væri að fullhlaða rafgeymi í rafknúnum bíl á einni mínútu.

Ef við gefum okkur að til þess þurfi 30 KWH - það er að segja 30.000 vött í 60 mínútur - þá væri það 1.800.000 wött í eina mínútu. Það er mikið afl, 1,8 MW.

Venjulegt einbýlishús er tengt við raforkunetið með ca 11 KW tengingu (220V * 50A). Það þyrfti því tengingu ca 170 húsa til þess að ná þessu 1,8 MW. Er þetta ekki bara rugl?

ps. Leiðréttið endilega ef ég er að reikna rangt.


mbl.is Þróa rafgeymi er hleður sig á innan við mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er ekki snillingur í raffræði, en þetta vakti upp spurningu hjá mér:

Ef við gefum okkur að til þess þurfi 30 KWH - það er að segja 30.000 vött í 60 mínútur - þá væri það 1.800.000 wött í eina mínútu. Það er mikið afl, 1,8 MW.

Eru 30.000 vött í 60 mínútur ekki 500 vött á mínútu?

Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 12:00

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sæll Sumarliði - Það þarf að margfalda ekki deila :)

Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 12:10

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hef bara almenna þekkingu á þessu, en ertu þá að meina að í byrjun eru þetta 30.000 vött á mínútu í sextíu mínútur sem þarf að færa yfir í eina mínútu sem gera þá 1.800.000 vött?

Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 14:12

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

jamm 30KW hverja sekúndu í 60 mínútur. Ef sama afl á að afhendast á 60 sek þá þarf 1,8 MW á sek í 60 sek.

Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 15:13

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ok, þá skil ég þig rétt. Þetta er bara misskilningur í orðalagi.

En svo við víkjum okkur að sjálfu efninu, þá er þetta aðvita hellings straumur sem á að flytja á svona skömmum tíma. En kannski er miðað við að það verði sérstakar stöðvar fyrir þetta eins og bensínstöðvar eru í dag. Þarna er bara verið að tala um þróun á rafhlöðum.

Eða hvað finnst þér?

Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 16:39

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta er áhugavert en ég held að fréttamiðillinn mbl.is fari hér með rangt mál. Ég trúi ekki að þetta sé hægt. Ef hleðsluspennan er 50V þá þarf 45.000A - ætli vírinn sem tengist bílnum til þess að hlaða rafhlöðurnar þurfi þá ekki að vera 12 cm í þvermál. Og þungur eftir því. Ég bara sé það ekki gerast. :)

Það má vel vera að einhverjum hafi tekist að búa til geymslueiningu fyrir raf, sem hægt er að hlaða á einni mínútu, - en ekki svona stóra eins og þarf fyrir bíla.

Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 18:10

7 identicon

Þetta er ábyggilega misskilningur hjá þeim strákum sem sjá um síðuna, þeir hafa verið að misstíga sig mikið uppá síðkastið, en þeir læra vonandi af reynslunni.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 23:03

8 identicon

Þetta er engin misskilningur, hvort þetta sé möguleiki er hinsvegar allt annað mál

http://www.extremetech.com/extreme/134635-scientists-develop-lithium-ion-battery-that-charges-120-times-faster-than-normal

Kjartan (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband