Er allt reiknað?

Er þetta ekki bara dýrari bráðabirgða lausn en 2+1. Það er talað um 2+1 og í framtíðinni 2+2 eftir þeim stöðlum að hægt verði að aka á slíkum vegi á 130 km/kls. Ég bara spyr er allt reiknað hjá Sjóvá?
mbl.is Hægt að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi lasun getur verið góð.  Við þurfum ekki vegi sem hægt er að keyra á 130km  við ættum að gera vegi sem anna þeirri umferð sem er á landinu og hraðinn þarf ekki að vera meiri en 100km

Þórður Ingi Bjarnason, 28.3.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Nefndur hraði er nú talinn öruggur ferðahraði á nútíma bifreið á nútíma vegi. Ég vísa á FÍB vefinn hér til hægri, máli mínu til stuðnings.

Birgir Þór Bragason, 28.3.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta líst mér illa á vægast sagt.  Tvennt kemur þar framar öðru:  1.  Setja á plötuvegrið milli aksturstefna án miðeyju.  Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að hvernig væri að aka heiðina í NA-skafrenningi.  Snjómokstur og hálkueyðing yrði miklum erfiðleikum bundin.  2.  Sleppt er mislægum gatnamótum í þessum kostnaðarútreikningi.  Það er hlutur sem ekki gengur upp á 2+2 þjóðvegi.  Svo einfalt er það nú.

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.3.2007 kl. 08:48

4 identicon

Það er nóg komið af sparnaði í vegagerð á Íslandi.  Einbreitt malbik og brýr eru gott dæmi um slæmar sparnaðarhugmyndir.  Eins og Birgir nefnir þá er með réttum aðferðum ekkert að óttast við raunhæfan hámarkshraða á 2+2 vegum.   Eftir að ég ritaði orð mín á FÍB hefur hreyfing komist á málin en ég hef orðið var við mikin skjálfta hér og þar.  Sömu menn og aka á 2+2 vegum í Danmörku eða Þýskalandi virðast alveg hafa gleymt þeim ökuferðum þegar komið er aftur heim til Íslands.  Ég hef ekki heyrt nokkur rök gegn raunhæfum hámarkshraða sem mun spara samfélagið ómældar upphæðir.  Rúmlega 800 milljónir á ári á Hellisheiði lauslega reiknað ef hraðinn væri þar 130 km.  Á 20 árum er það um 16 milljarðar sem er afskriftatími framkvæmdanna.  Það er ekkert að óttast við 130 km hámarkshraða, það er mjög þægilegur ferðahraði á öruggum 2+2 vegum.   Mér líður betur á 130 km hraða á 2+2 erlendis en á 90 km hraða á núverandi 1+1 vegi yfir Hellisheiði vegna þess hve umferðaþungin þar er mikill.

Hringtorgalausn á 2+2 er virkilega niðurdrepandi.  Vesturlandsvegurinn er gott dæmi um slík skemmdaverk.   Maður verður hálf sjóveikur að aka öll þau endalausu hringtorg.  Vissulega geta hringtorg verið góð lausn en þau virka ekki vel á 2+2 vegum.  Síðan er sá galli við hringtorg sem byggð eru hér á landi að þau eru alltof lítil og þar sem varla er hægt að aka hraðar en 15 - 30km.

Hugmyndir hafa verið uppi að grafa jarðgöng í gegnum sjálfa Hellisheiðina (háheiðina).  Mér lýst mun betur á þá hugmynd að allt það heitavatn sem ekki notað á svæðinu verði nýtt í að hita upp vegin á þessum kafla.   Þannig væri búið að tryggja að erfiðasti hluti leiðarinnar væri nánast alltaf auður nema kannski einstaka aftaka veðrum.  Nú þegar eru margar götur í Reykjavík hitaðar upp og því nægt þekking til að framkvæma þetta verkefni.  Auk þess að það myndi aðeins kosta brot af jarðgangalausninni.

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband