Undarleg fyrirsögn

Afhverju í ósköpunum ætti áhorf að minnka eða standa í stað við fráhvarf gamals keppenda? Ungir og góðir keppendur eru mættir til leiks og baráttan er meiri en áður og því er eðlilegt að áhorf aukist.
mbl.is Áhorf eykst þrátt fyrir brotthvarf Schumacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Því var jú spáð að draga myndi úr vinsældum og áhorfi er Schumacher hætti. Hann naut gríðarlegra vinsælda maðurinn, það verður maður að viðurkenna. Verst var talið að brottför hans myndi bitna á vinsældum í Þýskalandi og líklega er það ein forsenda þess að ákveðið var að þar í landi fari í framtíðinni bara eitt mót en ekki tvö. Var ekki á bætandi hversu tómar stúkurnar í Hockenheim voru í fyrra.

Þegar Schumacher hætti vissi enginn um hvað taka myndi við, ekki   sáu menn beint fram á að ökuþórar Ferrari myndu keppa innbyrðis (þótt ekki hafi reynt mjög á það enn sem komið er) og hver sá frammistöðu Lewis Hamilton fyrir? Eða framfarir BMW? Og endurreisn McLaren?  

Þetta er meðal þess skemmtilega við formúluna, breytingar geta verið svo miklar milli ára vegna framfara liða og nýrra ökuþóra.

Bestu kveðjur

Ágúst 

Ágúst Ásgeirsson, 28.4.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband