Afbökun staðreynda

Þvílíkt bull. Þetta er afbökun á staðreyndum. Það er að frumkvæði LÍA að þessi atburður er haldinn. LÍA og þau félög sem mynda LÍA hafa í tæp 30 ár verið til staðar fyrir þá sem vilja leika sér á bílum. Umferðarstofa kemur þar hvergi nærri. Allra vinsamlega herra eða frú Umferðarstofa, lærið að bera virðingu fyrir öðrum.
mbl.is Akstursæfingasvæði sett upp á gamla varnarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að óska LÍA til hamingju með þetta framtak og yfirvöldum að útvega svæðið.  Hafði heyrt af því með öðru eyranu.   Vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Loksins, loksins. Frábært framtak!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.4.2007 kl. 21:51

3 identicon

Birgir.   Umferðarstofa kom einnig að þessu.  Umferðarstofa t.d. borgar kostnaðinn og var í því ásamt LÍA að fá leyfi fyrir þessum atburði.  Óli hjá LÍA kom oft til Umferðarstofu þar sem þetta var skipulagt.  Ágætt að vita staðreyndirnar áður en farið er að koma með svona staðhæfingar.

Samt sem áður gott að svona dagur varð að veruleika en leiðinlegt var það þó að einhverjir einstaklingar sem fóru að vísu ekki á brautina voru að spyrna út á Granda seinnna um kvöldið.

Ólafur Þór (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:37

4 identicon

Mér þætti vænt um Birgir að þú kynntir þér ferli þessa máls áður en þú tjáir þig um það á jafn afgerandi og rangan hátt og raun ber vitni.  Í fyrra sumar hóf Umferðastofa opinberlega hvatningu til sveitarfélaga og annarra hlutaðeigandi aðila varðandi uppbyggingu akstursíþróttasvæðis. Á sama tíma komum við okkur í samband við fjölda akstursáhugamanna eins og t.d. á live2cruize til að greina nánar með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við þörfina fyrir akstursæfinga og - íþróttasvæði. Sem dæmi má nefna að ég fór á samkomur sem haldnar voru í þessum hópum og kynnti mér aðstöðu og aðstöðuleysi þeirra. Í kjölfar þess var ákveðið að vinna að því að kanna möguleikana á því að fá afnot af gamla varnarsvæðinu. Hugmynd okkar var sú að leggja þessum hópum lið og fá þau með þeim hætti til liðs við okkur til að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Í lok síðasta árs kom Ólafur Guðmundsson fulltrúi LÍA að máli við mig og lýsti fyrir mér hugmyndum sem voru mjög líkar því sem við vorum byrjaðir að vinna að. Við ákváðum að leggja saman í lið um það að fá tilskilin leyfi. Ég átti fjölda funda með akstursíþróttamönnum bæði með og án fulltrúar LÍA þar sem málin voru þróuð enn frekar. Að lokum var sótt um leyfi til þróunarfélagsins í nafni Umferðastofu en þess getið sérstaklega að þetta væri samvinnuverkefni LÍA, MSÍ og fleiri aðila. Ég skrifaði það erindi sjálfur og fylgdi því eftir.  Kynnti málið í ráðuneyti samgöngumála og í Umferðaráði. Leyfið fékkst og það var loks ákveðið að halda þennan leikdag í nýlokinni alþjóðlegri umferðaöryggisviku og sáum við ásamt Óla Guðmunds, fulltrúa LÍA, um að kynna það fjölmiðlum. Umferðastofa lagði upp með það að greiða allan kostnað vegna þessa og veita fólki ókeypis aðgang að viðburðinum í tilefni vikunnar. Það varð hinsvegar úr vegna þrálatrar beiðni akstursíþróttafélaganna sem sáu um framkvæmd og skipulag á svæðinu að þau myndu rukka aðgangseyri og hann myndi greiða útlagðan kostnað. Um það var samið og jafnframt var opinn sá möguleiki að ef aðsókn yrði mjög lítil að þá myndi Umferðastofa greiða það sem upp á vantaði. Í þessari frétt á MBL er ekki ítarlega farið ofan í þetta samstarf og að mínu mati of lítið gert úr hlut þeirra sem að þessu komu með Umferðastofu og þykir mér það miður. En það að segja að Umferðastofa hafi ekki gert nokkurn skapað hlut eru hrein og klár ósannindi sem ættu að vera ljós eftir lestur framangreindrar samantektar. Ég bið þig um að kynna þér málin betur næst.Með bestu kveðjuEinar Magnús MagnússonUpplýsingafulltrúi Umferðastofu

Einar Magnús (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Agný

Bara að kíkja hér og vita hvað er að ske í umferðarmálum  en það er allavega gott mál að það er komið svona leiksvæði fyrir þá sem finna mikla þörf til að kitla pinnann eins og það er stundum kallað... Göturnar eiga ekki að vera leiksvæði fyrir þá sem er illa haldnir af hraða og spennu fíkn....

Agný, 1.5.2007 kl. 14:47

6 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Frábært, þetta kall ég alvöru menn sem koma svona hlutum í gegn bæði þeir sem kunna að bera virðingu fyrir öðrum og þeir sem bera virðingu fyrir  öðrum.

Aðeins tvær spurningar. Hver er aðgangseyririnn og er hægt að keyra Enduro hjól þarna ?

Óli Sveinbjörnss, 9.5.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband