Hvað veldur?

Ég hef áður benta á fjölgun árekstra hér á þessu bloggi. Ég hef áður spurt hvað veldur? Ég hef meðal annars bent á Bústaðaveginn. Ég hef líka bent á að sveitastjórnir ættu að láta til sín taka, ekki bara bíða eftir því að ríkið kippi þessu í lag. Ég hef líka talað um söfnun tölulegra gagna. Nú hefur alvarlegum umferðarslysum fjölgað um 60 prósent miðað við árið í fyrra. Var árið í fyrra með fáum alvarlegum slysum, eða er hér um verulega fjölgun að ræða miðað við 10 ár? Fjörtíu og átta alvarleg slys það sem af er árinu. Eru til upplýsingar um tegundir þessara slysa og ef svo er eru þær upplýsingar aðgegnilegar? Hvers konar slys eru þetta? Hvar urðu þau? Ef við ætlum að bregðast við þá verðum við að vita hvað er i gangi. Það er of lítil umræða um þessi slys, orsakir þeirra og afleiðingar. Auðvita væri gott að losna við ofsaaksturinn, en er svo mikil áhersla á hann í fréttum að allt annað liggur í þögninni? Hvers konar slys eru þessi 48? Eru þau kannski enn fleiri? Hvaðan eru þessar tölur? Hvað segja tryggingafélögin? Hvað segja skráningar bráðadeilda? Og svo ein spurning að lokum, hver heldur utan um þessar tölur? Slysaskrá Íslands sem skráir ekki nema 50 prósent slysa á Íslandi?
mbl.is Alvarlegum umferðarslysum fjölgar mikið milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Birgir.

Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningar og tölfræði slysa fyrir árið 2007 á vef Umferðarstofu, http://www.us.is/id/4406 . 

Þar má sjá að 14,58% alvarlegra slysa eru slys þar sem bifreið er ekið út af beinum vegi hægra megin.  10,42% alvarlegra slysa eru slys þar sem tvær bifreiðar mætast á beinum vegi og 8,33 % alvarlegra slysa eru slys þar sem bifreið er ekið út af beinum vegi vinstra megin.

Einnig má sjá að 11,0% slysa með litlum meiðslum eru slys þar sem ekið er aftan á bifreið sem er stöðvaður.  10,0% slysa með litlum meiðslum eru slys þar sem árekstur verður við vinstri beygju inn í götu eða innkeyrslu og ekið í veg fyrir bifreið.  10,0% slysa með litlum meiðslum eru slys þar sem bifreið er ekið út af beinum vegi vinstra megin.


Á eftirfarandi slóð má nálgast .pdf skjal varðandi aukninguna miðað við meðaltal 2002-2006 og árið 2006  http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/1/swdocument/2833/Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f+Slysaskr%C3%A1ningar+Umfer%C3%B0arstofu.pdf?wosid=false

kv.
Ólafur

Ólafur Þór (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Takk fyrir þetta Ólafur.

Það er sláandi að ekið hefur verið á 11 gangandi vegfarendur. Af 6 framanákeyrslum eru fimm á Suðurlandi og ein í Borgarfirði. Suðurland hefur löngum verið sá staður sem flest alvarlegu slysin verða og má þar nefna að í Árnessýslu einni hafa á árunum 1998 til 2006 21 látið lífið 184 slasast alvarlega og 799 minniháttar. Verst er þó Reykjavík sjálf því þar hafa á sama tímabili 24 einstaklingar látist í umferðinni, 416 hafa slasast alvarlega og 4.306 minniháttar. Þessar tölur eru byggðar á gögnum Umferðarstofu.

Birgir Þór Bragason, 26.6.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það líka sláandi að skoða þróunina síðan 2002. Í skjalinu sem vísað er í hér að ofan sést að árið 2006 var fyrir ofan meðallag. Sextíu prósent aukning í ár er því enn verri en talan ein segir til um. Málið er mun alvarlegra en ég hélt. Það er kominn tími á að þetta mál fái forgang hjá þjóðinni. Stjórnendur ríkis og sveitarfélaga verða að leiða það framtak.

Birgir Þór Bragason, 26.6.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Skjalið sýnir þó aðeins fyrstu 17 vikur þessa árs en nú er vika 26. Ólafur Þór, er til nýrra skjal?

Birgir Þór Bragason, 26.6.2007 kl. 09:35

5 identicon

Birgir

Þetta er nýjasta skjalið þar sem að verið er að skrá umferðarslys fyrir maí mánuð hjá Slysaskráningu Umferðarstofu.

kv
Ólafur

Ólafur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband