Vond blanda

Einhver versta blanda sem til er í umferðinni er malarvegur+ABS. Nú fer ég fram á að rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsaki þessa blöndu. Sá er þetta skrifar er þess fullviss að ABS bremsukerfin hafa leitt til nokkurra banaslysa á íslenskum malarvegum. Það er þörf á að hættan verði kynnt vel og rækilega svo fólk fái að vita af henni og hvernig má varast að lenda í þeim aðstæðum þar sem blandan verður til.

Mér er full alvara með þessu bloggi.


mbl.is Algengt að erlendir ökumenn velti bílum á malarvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála þér með að malarvegir og ABS sé versta blanda sem er til í umferðinni, eflaust eru til dæmi um að ABS hafi gert illt verra en þó held ég að ABS hafi oftar en ekki reddað fólki.

Er ekki spurning um að hægja aðeins á sér !

Ingþór (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nú spyr ein sem lítið veit um þetta bremsukerfi  af hverju er það  ekki gott á malarvegum?

Huld S. Ringsted, 14.7.2007 kl. 20:47

3 identicon

alveg hreint er ég sammála þér... er sjálf alin upp við malarvegi og er vön að aka á þeim... en þegar foreldrar mínir keyptu bíl með ABS þurfti sko heldur betur að læra upp nýtt að bremsa á mölinni... þetta er mjög þörf umræða...

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 20:50

4 identicon

Algengasta orsök þess að útlendingar velta bílaleigubílum á malarvegum er sú að tveir algengustu bílaleigu jeppar hér á landi eru annars vegar Suzuki Jimny, sem eru litlir og valtir jeppar, og túristarnir fatta ekki að hægja á sér í hjólförunum áður en þeir fara í lausamölina og bílarnir þola það ekki.

Hinsvegar eru það Mitsubishi Pajero Sport sem eru útbúnir með sjálfvirkum læsingum í afturdrifi sem að veldur því að þegar annað afturhjólið tekur að spóla læsir það mismunadrifi og þá snúast bæði afturdekkin á sama hraða og taki þau bæði að spóla er það ekki fyrir óvanan mann að bjarga sér út úr því.

Ég er nokkuð viss um að ABS komi þessu lítið við, þó svo að það sé einungis ætlað til aksturs á blautu malbiki og vilji fólk losna við það þegar það fer á malarvegi á það bara að fara í húddið og opna öryggjaboxið sem er það og taka öryggið fyrir ABS kerfið úr, þá er ABS ekkert að taka yfirhöndina af manni og hefur maður fulla stjórnun. Mæli ég þó með því að fólk skelli þessu aftur í fari það að keyra á malbiki þar sem þetta er mikið öruggara í þeim aðstæðum.

Andri (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Huld S. Þegar bremsað er á bíl með ABS kerfi þá er lítil tölva sem nemur það grip sem er á milli dekkja og yfirborðs vegar. Ef gripið er lítið þá ákveður tölvan, samkvæmt forskrift, að bremsa ekki þannig að hjólin stöðvist. Á malarvegum er nauðsynlegt að komast í gegnum lausamölina niður í það sem fast er undir til þess að bremsun geti átt sér stað. ABS hindrar það og því er algengt að stöðvunarvegalengd lengist um allt að tífalt. Í stað þess að stöðva á 30 metrum þá þarf maður allt í einu 300 metra. Það sem er hættulegast er þó það að þegar fólk ætlar að draga úr hraða til þess að ná næstu beygju þá gerist það ekki og því verðu óhjákvæmilega útafakstur með mis miklum afleiðingum. Ég er þess fullviss að slíkt hefur leitt til banaslyss oftar en einu sinni síðan árið 2000.

Birgir Þór Bragason, 14.7.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Birgir þetta er ekki útúrsnúningur hjá mér, en mín reynsla af ABS í hálku, hér í Reykjavík er frekar slæm, mér finnst alveg ófært á þessum bíl sem ég er að vinna á að gíra bílinn niður og dempa hraðann um leið á bremsunni því þá læsir hann alltaf framhjólunum sem er frekar slæmt vægast sagt. Er ég klaufi eða er ekki hægt að nota ABS bremsur og gír samhliða almennt?

Ég hef alltaf notað bæði gír og bremstur til að ná niður hraða og í hálku þá forðast ég sem mest að nota bremsur til að hægja á bílnum, nota fyrst gírinn og svo bremsurnar en mér er lífsins ómögulegt að gera það á þessum bíl sem ég er að vinna á. (Ek á Renault Master beinskiftum)

En ABS er eflaust gott fyrir sinn hatt á auðum vegi.

Sverrir Einarsson, 17.7.2007 kl. 10:59

7 identicon

ABS bremsukerfi eru misjöfn, þau nýjustu sem eru 4 til 5 rása ásamt EBD hleðslujöfnunarkerfi eru betri við nánast allar aðstæður.  Aðeins í ákveðinni gerð snjóþekju eða á mjög lausri möl getur hemlunarvegalengd verið lengri.  Hins vegar eru 3 rása ABS kerfi ekki boðleg við íslenskar aðstæður og sum eldri ABS kerfi eru bara rusl.

Ein lausnin á þessu vandamáli er að bílaleigubílar hér á landi væru útbúnir stöðuleikakerfi, en þau virka mjög vel á malarvegum og ísingu.  Það er nefnilega útilokað að kenna fólki að aka vel á malarvegum þegar það kemur til landsins að leigja bíl.  Banaslys eru 30% færri á sömu gerðar bíls með stöðuleikakerfi eða án þess.  Þessi munur gæti verið meiri á íslandi þar sem vegir eru varasamir.   Slíkt kerfi kemur í veg fyrir að ökumenn missi bílinn í beygju á malarvegi ef ekið er á skikkanlegum hraða.

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband