Ótrúlegt, sóðalegt og svindl

Þetta er eitthvað það mesta rugl sem ég hef orðið vitni að í íþróttum. Keppnisstjóri keppninnar á þar mesta sök. Hann skipaði liði, sem Rasmussen var í, að reka hann úr liðinu og varð að ósk sinni. Rasmussen var ekki á lyfjum né braut hann reglur um lyfjasýnistökur.
mbl.is Spánverjinn Contador sigraði í Tour de France
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Skv.  BCC worls service sagðist Rasmussen hafa verið í Mexíkó, þegar hann átti að mæta í lyfjaprufu.  Hann á mexíkóska konu þannig að það var upphaflega ekki tekið alvarlega.  Síðar kom í ljós að annar hjólreiðamaður ( eða vitni ) gat staðfest að Rasmussen var á Ítalíu á þeim tíma þegar hann átti ( að eigin sögn ) að vera í Mexíkó.  Samkvæmt þessu hafið Rasmussen logið að liði sínu um ástæður sem lágu því til grunndvallar að hann mætti ekki í lyfjaprufur ( fleiri en eina ).  Í kjölfarið viðurkenndi Rasmussen að hafa logið að liði sínu um þetta atriði.  Það var þá sem liðið ( liðsstjórinn? ) ákvað að reka hann. 

Liðið hefur áður sagt að það hafi NÚLL þolimæði gagnvart lyfjamisnotkunn.  Kannksi er þetta bara það sem NÚLL þýðir.  Sjálfur, í samhengi allra hluta, tel ég ákvörðun liðsins vera hárrétta.  Öll veltlingatök ýta undir frekari efasemdir um trúverðugleika Tour de France, og jafnvel hjólreiðaíþróttarinnar í heild.

Í samhengi við mikilvægi Tour de France ( og ég tala nú ekki um hjólreiðaíþróttarinnar ) þá tel ég klárt að Rasmussen verður að víkja. 

( Ps. Það hvort Rasmussen var á lyfjum eða ekki, liggur ekki fyrir.  Við getum því ekki fullyrt röklega um það hvort hann var á lyfjum eða ekki.  ) 

Arnþór L. Arnarson, 29.7.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Rasmunsen fór í einu og öllu eftir lögum og reglum. Hann mætti í tvær lyfjaprófanir síðustu 25 dagana fyrir keppnina og 17 sinnum var hann tekinn í lyfjapróf, meðan á keppninni stóð. Allar þessar prófanir sýndu að hann var ekki á lyfjum! Það er rétt að hann fékk tvær aðvaranir, en það er ekki refisvert á neinn hátt, það liggur kristaltært fyrir. Það er ekki neinni íþróttagrein fyrir bestu að saklausir keppendur dæmist sekir í einhverskonar múgæsingu.

Birgir Þór Bragason, 29.7.2007 kl. 18:37

3 identicon

Það er ekki að fara eftir reglum að koma sér hjá lyfjaprófi utan keppni. Rasmussen kom sér hjá tveimur slíkum af hálfu danska hjólreiðasambandsins og tveimur hjá Alþjóðasambandinu (UCI). Liðið - Rabobank - vissi af þessu en hélt hlífiskildi yfir honum þar til í ljós kom að hann hafði logið að stjórum þess um dvalarstaði sína. Fyrrverandi atvinnuhjólreiðamaður fletti ofan af honum.

Ég fæ ekki annað séð en að Rasmussen hafi ekki mætt í próf síðustu 25 dagana fyrir Tour de France, sem er brot á reglum UCI. Það er rétt hjá þér að hann fór í próf eftir próf í sjálfri keppninni. Málið er að utankeppnisprófunum er ætlað að koma í veg fyrir að menn séu að dópa sig á æfinga- og uppbyggingatímabili, af því er mest gagn. Líkaminn er tiltekinn tíma að losa sig við spor eftir slík lyf og því er hentugt að vera ekki tekinn í próf utan keppni - eða koma sér hjá prófum.

Hjólreiðarnar hafa verið sérstakt vandamál í heimi íþróttanna vegna linkindar í lyfjamálum. Til marks um misjafna stöðu íþróttamanna fer frjálsíþrótta- og sundmaður t.d. sjálfkrafa í keppnisbann komi hann sér hjá einu einasta utankeppnisprófi. Hann væri ekki marga sénsa, eins og Rasmussen.

Þetta er leiðindamál - ég hélt stíft með Rasmussen í túrnum og mér þótti miður hvernig Lance Armstrong lastaði hann fyrir tveimur árum. Frökkum er annt um keppnina og líða ekki svindl. Lygar Rasmussen og fjarvera hans úr alls fjórum utankeppnisprófum kipptu fótunum undan trúverðugleika hans.

Hann hefur nú verið rekinn úr Rabobank-liðinu og fékk ekki að vera með í mestu hjólreiðakeppni Danmerkur, sem hófst í gær. Framkvæmdaraðilar þar neituðu honum um að keppa, sögðu það "handikap" fyrir mótið að hafa hann með vegna neikvæðrar athygli.

Ágúst Ásgeirsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 07:15

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í viðtali við mjög háttsettann mann hjá UCI, viðtali sem var sýnt á TV2 í Danmörku, kom fram að Rasmussen mætti í tvö próf síðustu 25 dagana fyrir túrinn. Á meðan reglurnar eru þannig að tvær áminningar eru í boði þá er það þannig.

Birgir Þór Bragason, 31.7.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband