Er möguleiki á að þetta eigi sér eðlilegar skýringar?

Svona hljóma reglurnar:

6.5.4 No fuel on board the car may be more than ten degrees centigrade below ambient temperature.


6.5.5 The use of any device on board the car to decrease the temperature of the fuel is forbidden.

 

Úr því að dómarar refsuðu ekki í þessu tilfelli, virðis nokkuð ljóst að liðin héldu reglu 6.5.5. Hvort þessi kuldi á eldsneytinu á sér eðlilegar skýringar kemur væntanlega í ljós. Það að tvö lið mælast með of kalt bensín virkar á mig sem „ekki svindl, ekki viljandi“ og því munu þessi úrslit standa.

 

Annars var þetta algjör gargandi snilld. Það að Hamilton kom sér í þessa stöðu gerði það að verkum að áhorfendur fengu spennu adrenalín kikkið, og það meira að segja allan kappaksturinn.

 

Hér er slóð á regluna 


mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega finnst mér þetta leiðinleg viðbót við það sem á undan er gengið, þ.e. öll dómsmálin og vitleysuna sem einkennt hefur þetta tímabil.  McLaren virðist vera að reyna að tryggja Hamilton titilinn í gegnum dómstóla í stað þess að vinna hann á kappakstursbrautinni.  Ferrari hefur notað þessa aðferð með góðum árangri, þetta árið, en McLaren hefur hingað til látið hana vera.

Sjálfur er ég Hamilton-maður og held með McLaren.  Hitt er annað mál að að Hamilton frágengnum er Kimi vel að titlinum kominn. 

Í raun má segja að þrennt hafi, umfram þennan bensínkulda, haft úrslitaþýðingu varðandi titilinn.  Í fyrsta lagi mistök McLarenliðsins þegar þeir létu Hamilton keyra á "striganum" fyrir nokkrum helgum með þeim afleiðingum að hann missti bílinn útaf þjónustureininni og féll úr keppni.  Í öðru lagi snilldartaktík Ferrari við startið núna um helgina þegar Massa lokaði á Hamilton í startinu og Hamilton var ekki nógu fljótur að fara til hægri, á eftir Raikkonen til að loka á Alonso.  Í þriðja og síðasta lagi var það svo tilraun Hamilton til að taka strax frammúr Alonso í fyrstu beygjunni eftir startið.  Ef Hamilton hefði bara haldið sig aftan við Alonso, í það skiptið, væri hann sennilega heimsmeistari í dag burtséð frá úrslitum kærumála.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband