Þó varhugavert sé að alhæfa um umferðaröryggi...

...hringtorga út frá þessum tölum þá virðist þó sem þau dragi mjög úr slysatíðni á sama tíma og eignatjón vex. Segir í skýrslunni.

Hvaða hræðsla er þetta eiginlega? Fyrir breytingu slösuðust 37 en eftir að hringtorgin komu fimm. Já slösuðum fækkaði úr 37 í FIMM. Er ekki í lagi að alhæfa með þessar niðurstöður + niðurstöður úr öðrum rannsóknum? Hringtorg draga STÓRLEGA úr slysum á fólki!! Það er staðreynd.


mbl.is Slysum fækkar með hringtorgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og kannski fækkar þeim enn meir ef allir nota stefnuljós á hringtorgum, en sú hefð virðist óðum vera að detta niður. Sérstaklega á smærri hringtorgum.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.11.2007 kl. 15:56

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála - óþolandi þegar ökumenn nýta ekki stefnuljós í hringtorgum sem annars staðar. Myndi greiða mikið fyrir umferð ef stefnuljósin væru notuð.

Helga B (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband