Ekki nýtt vandamál

Eftirfarandi er úr skýrslu sem gerð var fyrir Vegagerðina árið 2000.

 

X006

Kringlumýrarbraut/Bústaðavegur

ÓHT 1,86

SLT 0,54

Hér er mesti vandræðagemsinn meðal hnútpunktanna í kerfinu. (sjá Mynd 30) Þriðji fjölfarnasti hnútpunkturinn með flest óhöpp og næstflest slys. Engu að síður eru gatnamótin mislæg og stór hluti umferðarinnar fer undir brúna án “konflikta” við aðra umferð. Þetta eru ekki alkunn vandræðagatnamót, enda er oftast talað um plangatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut annars vegar og Grensásveg hins vegar þegar rætt er um slík. Mikið er um óhöpp og slys, sér í lagi á eystri gatnamótunum á brúnni, aftanákeyrslur eru tíðar á brúnni og á rampa sunnanmegin og afreinin til suðurs af Bústaðavegi er oft til vandræða. Er hér aðallega um að kenna slöku útsýni milli akstrursstefna, þrengslum og skammsýni við upphaflega skipulagningu gatnamótanna. Réttast væri að endurhanna þessi gatnamót.

 

Ekkert hefur verið gert við þessi gatnamót síðan.

 

ps. ojj Fullur, gat nú verið 


mbl.is Árekstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við getum þakkað þeim "snillingum" í borgarstjórn sem skipulögðu íbúabyggð á helgunarsvæði gatnamótanna í lok sjöunda og upphafi áttunda áratugs síðustu aldar. En mér hefur verið tjáð að fyrir þann tíma að íbúðabyggðinni var troðið þarna niður (suðurhlíðarnar og íbúðarhluti Kringlunnar) hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar gert ráð fyrir slaufum líkum þeim sem eru á gatnamótum Reykjanesbrautar og Miklubrautar við Ártúnsbrekku.

Þannig að upphaflegri hönnun hefði verið haldið með litlum breytingum værum við með betra mannvirki á þessum stað. Annars fær maður  það á tilfinninguna við akstur um höfuðborgarsvæðið að eftir að Ártúnsbrekkubrúin var byggð (197x skv skillti á brúnni) hafi menn komist að því a þetta mannvirki afkastaði umferð með eindæmum vel og væri gott í alla staði og þar af leiðandi værí nú rétt að framkvæma svona aldrei aftur.

PS. Getur þú til dæmis upplýst mig um það afhverju þarf að skemma eins ágæt umferðarmannvirki eins og hringtorg eru nú, með því að reisa hóla og hæðir sem byrgja ökumönnum sýn og dragi þar með úr öryggi torganna.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband